Á slóðum Arabíu Lárens með Anthony Hopkins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. apríl 2024 07:00 Þeim Guðmundi og Sir Anthony er vel til vina eftir verkefnið í Marokkó. Vísir Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari er nýlega kominn heim frá Ouarzazete í Marokkó þar sem hann dvaldi í tvo mánuði fyrr á þessu ári við tökur á stórmyndinni Mary. Hann segist þakklátur fyrir tækifærið og ekki síst að fá að leika á móti einum þekktasta leikara samtímans, Sir Anthony Hopkins en þeim er vel til vina eftir verkefnið. „Það var algjör guðsgjöf að vinna með honum, ég myndi segja að þetta væri einn af albestu leikurum síðustu aldar og þessarar,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Myndinni er leikstýrt af D.J Caruso og framleidd af Mary Aloe, Joshua Harris, Gillian Hommel og Hannah Leader. Myndin segir sögu Maríu meyjar og fjölskyldu hennar, tilkomu hennar, uppvexti, hvernig hún kynnist Jósef, verður ólétt af frelsaranum verður að fara í felur til að forðast reiði hins sturlaða Heródesar, sem gerir allt í hans valdi til að halda völdum og ráða niðurlögum „hins réttborna konungs Gyðinga.“ Sir Anthony Hopkins fer með hlutverk Heródesar en Guðmundur Ingi fer með stórt hlutverk í myndinni og leikur hægri hönd Heródesar: Marcellus, yfirmann herafla Rómarveldis í Júdeu. Myndin er komin á fullt í endurvinnslu og stefna framleiðendur á jólafrumsýningu 2024. Peter O'Toole á sömu slóðum og Guðmundur og Anthony Hopkins við tökur á Arabíu Lárens árið 1962. Vísir/Getty Upplifði drauminn „Þetta var eiginlega bara sturlað. Þetta var svona svolítið eins og að fá að upplifa drauminn sem ég átti sem unglingur þegar ég fékk fyrst hugmyndina um að ég gæti orðið leikari,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur var á setti í Marokkó frá janúar og þar til í mars. Á meðan klæddist hann mestallan tíma fullum skrúða rómversks hershöfðingja. Hann segir alvöru þunga hafa verið í búningnum enda alvöru fagfólk að baki framleiðslu myndarinnar. „Ég var þarna í 21 tökudag, þannig þetta var stórt hlutverk. Það var skrítið að koma heim til Íslands aftur, setja í þvottavél, hugsa um börnin og fara út með hundinn,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann segir að búningurinn hafi reynt mismikið í hitanum í eyðimörkinni. Gríðarlegur hitamunur hafi verið á nóttunni og að degi til í janúar, þrjátíu stiga hiti á daginn og svo rétt við frostmark á næturna. „Svo í mars þegar við vorum að klára þá var orðið svona óbærilega heitt á daginn. Og þetta er náttúrulega leðurbrynja og ég bara svitnaði við að standa kyrr.“ Stórmerkilegur tökustaður Guðmundur kynnti sér vel sögu tökustaðarins í Ouarzazete en þar hafa margar af þekktustu myndum sögunnar verið teknar upp allt síðan kvikmyndin um Arabíu-Lárens var mynduð á svæðinu. „Það var fyrsta myndin sem var skotin þarna, enda er þetta frábær staðsetning þar sem rignir sjaldan og hlutirnir skemmast ekki svo auðveldlega,“ segir Guðmundur. Upphaflega hafi átt að eyða öllum ummerkjum um Arabíu-Lárens en því hafi fengist hnekkt af frumkvöðlum og nú er þarna ein öflugasta kvikmyndamiðstöð í heimi. „Einn af framleiðendunum hér frá Marokkó sagði mér að hann hefði byrjað 1996 og síðan þá gert átta myndir um Móses, tólf um Nóa og óteljandi myndir um Jesú og lærisveinana,“ segir Guðmundur hlæjandi. Framleiðendur Mary hafi þannig notast við sama sett og margar stórmyndir hafi undanfarin ár verið tekin upp á. Þar er hægt að nefna Kingdom of Heaven, Prince of Persia, Queen of the Desert og Gladiator 1 og 2. Kingdom of Heaven frá 2005 var fyrsta myndin sem nýtti sér settið sem stórmynd Guðmundar og Anthony Hopkins var tekin upp á. Anthony Hopkins algjörlega frábær Guðmundur heldur varla vatni yfir stórleikaranum Sir Anthony Hopkins. Hann lýsir leikaranum sem ákaflega jarðbundnum og einlægum skemmtikrafti. „Við erum enn í góðum samskiptum eftir þetta og það sem er svo magnað við hann, hann er að verða 86 ára og hann segir bara: „Ég þarf á þessu að halda. Mér finnst þetta svo gaman. Þetta heldur mér lifandi,“ segir Guðmundur. „Vinnusiðferðið, ástríðan og virðingin fyrir faginu var til svo mikillar eftirbreytni að maður er bara alveg annar maður eftir að hafa umgengist hann. Hann er jafn stórkostleg manneskja og hann er listamaður.“ Guðmundur segir leikarann reglulega hafa orðið þess var að ýmsir af vettvangi væru að stara á hann. Hann hafi alltaf tekið því vel og verið örlátur á tíma sinn með öðrum. „Hann sagði alltaf bara: Hvað ertu að stara á mig? Komdu hérna, taktu í hendina á mér! Hvað heitir þú? Eigum við ekki að taka mynd af okkur? Tökum mynd af okkur saman! Þetta sagði hann við alla og var alltaf til í að tala og ótrúlega gefandi.“ Sir Anthony Hopkins á setti kvikmyndarinnar Armageddon Time í New York árið 2021. LRNYC/MEGA/GC Images Engin ein sena eins Guðmundur segir enga senu hafa verið eins með leikaranum. Hann hafi elskað að spinna, breyta og prófa nýja hluti í sérhvert sinn og segist Guðmundur hafa elskað að vinna með honum. „Hann var bara alltaf að leita að þessum brillíans. Hann var óhræddur við að gera mistök og óhræddur við að fara fram á brúnina og ef það kostar það að það klikkar eitthvað þá er það bara allt í lagi af því að þú ert alltaf að leita að þessu sem er extra, sem er meira en stendur í handritinu og meira en fólk hélt að maður ætti að gera við þetta.“ Guðmundur segir að það sé nóg af verkefnum framundan. Sum sem hann getur sagt frá en önnur sem meiri leynd er yfir. Hann er um þessar myndir að leggja lokahönd á kvikmyndina All Eyes on Me sem Guðmundur framleiðir sjálfur og leikur aðalhlutverkið í. „Ég segi alltaf að maður þurfi að vera með tíu járn í eldinum og um leið og eitt verður að veruleika þá þarftu að finna nýtt, þú þarft alltaf að vera með þessi tíu járn,“ segir Guðmundur léttur í bragði. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Það var algjör guðsgjöf að vinna með honum, ég myndi segja að þetta væri einn af albestu leikurum síðustu aldar og þessarar,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. Myndinni er leikstýrt af D.J Caruso og framleidd af Mary Aloe, Joshua Harris, Gillian Hommel og Hannah Leader. Myndin segir sögu Maríu meyjar og fjölskyldu hennar, tilkomu hennar, uppvexti, hvernig hún kynnist Jósef, verður ólétt af frelsaranum verður að fara í felur til að forðast reiði hins sturlaða Heródesar, sem gerir allt í hans valdi til að halda völdum og ráða niðurlögum „hins réttborna konungs Gyðinga.“ Sir Anthony Hopkins fer með hlutverk Heródesar en Guðmundur Ingi fer með stórt hlutverk í myndinni og leikur hægri hönd Heródesar: Marcellus, yfirmann herafla Rómarveldis í Júdeu. Myndin er komin á fullt í endurvinnslu og stefna framleiðendur á jólafrumsýningu 2024. Peter O'Toole á sömu slóðum og Guðmundur og Anthony Hopkins við tökur á Arabíu Lárens árið 1962. Vísir/Getty Upplifði drauminn „Þetta var eiginlega bara sturlað. Þetta var svona svolítið eins og að fá að upplifa drauminn sem ég átti sem unglingur þegar ég fékk fyrst hugmyndina um að ég gæti orðið leikari,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur var á setti í Marokkó frá janúar og þar til í mars. Á meðan klæddist hann mestallan tíma fullum skrúða rómversks hershöfðingja. Hann segir alvöru þunga hafa verið í búningnum enda alvöru fagfólk að baki framleiðslu myndarinnar. „Ég var þarna í 21 tökudag, þannig þetta var stórt hlutverk. Það var skrítið að koma heim til Íslands aftur, setja í þvottavél, hugsa um börnin og fara út með hundinn,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann segir að búningurinn hafi reynt mismikið í hitanum í eyðimörkinni. Gríðarlegur hitamunur hafi verið á nóttunni og að degi til í janúar, þrjátíu stiga hiti á daginn og svo rétt við frostmark á næturna. „Svo í mars þegar við vorum að klára þá var orðið svona óbærilega heitt á daginn. Og þetta er náttúrulega leðurbrynja og ég bara svitnaði við að standa kyrr.“ Stórmerkilegur tökustaður Guðmundur kynnti sér vel sögu tökustaðarins í Ouarzazete en þar hafa margar af þekktustu myndum sögunnar verið teknar upp allt síðan kvikmyndin um Arabíu-Lárens var mynduð á svæðinu. „Það var fyrsta myndin sem var skotin þarna, enda er þetta frábær staðsetning þar sem rignir sjaldan og hlutirnir skemmast ekki svo auðveldlega,“ segir Guðmundur. Upphaflega hafi átt að eyða öllum ummerkjum um Arabíu-Lárens en því hafi fengist hnekkt af frumkvöðlum og nú er þarna ein öflugasta kvikmyndamiðstöð í heimi. „Einn af framleiðendunum hér frá Marokkó sagði mér að hann hefði byrjað 1996 og síðan þá gert átta myndir um Móses, tólf um Nóa og óteljandi myndir um Jesú og lærisveinana,“ segir Guðmundur hlæjandi. Framleiðendur Mary hafi þannig notast við sama sett og margar stórmyndir hafi undanfarin ár verið tekin upp á. Þar er hægt að nefna Kingdom of Heaven, Prince of Persia, Queen of the Desert og Gladiator 1 og 2. Kingdom of Heaven frá 2005 var fyrsta myndin sem nýtti sér settið sem stórmynd Guðmundar og Anthony Hopkins var tekin upp á. Anthony Hopkins algjörlega frábær Guðmundur heldur varla vatni yfir stórleikaranum Sir Anthony Hopkins. Hann lýsir leikaranum sem ákaflega jarðbundnum og einlægum skemmtikrafti. „Við erum enn í góðum samskiptum eftir þetta og það sem er svo magnað við hann, hann er að verða 86 ára og hann segir bara: „Ég þarf á þessu að halda. Mér finnst þetta svo gaman. Þetta heldur mér lifandi,“ segir Guðmundur. „Vinnusiðferðið, ástríðan og virðingin fyrir faginu var til svo mikillar eftirbreytni að maður er bara alveg annar maður eftir að hafa umgengist hann. Hann er jafn stórkostleg manneskja og hann er listamaður.“ Guðmundur segir leikarann reglulega hafa orðið þess var að ýmsir af vettvangi væru að stara á hann. Hann hafi alltaf tekið því vel og verið örlátur á tíma sinn með öðrum. „Hann sagði alltaf bara: Hvað ertu að stara á mig? Komdu hérna, taktu í hendina á mér! Hvað heitir þú? Eigum við ekki að taka mynd af okkur? Tökum mynd af okkur saman! Þetta sagði hann við alla og var alltaf til í að tala og ótrúlega gefandi.“ Sir Anthony Hopkins á setti kvikmyndarinnar Armageddon Time í New York árið 2021. LRNYC/MEGA/GC Images Engin ein sena eins Guðmundur segir enga senu hafa verið eins með leikaranum. Hann hafi elskað að spinna, breyta og prófa nýja hluti í sérhvert sinn og segist Guðmundur hafa elskað að vinna með honum. „Hann var bara alltaf að leita að þessum brillíans. Hann var óhræddur við að gera mistök og óhræddur við að fara fram á brúnina og ef það kostar það að það klikkar eitthvað þá er það bara allt í lagi af því að þú ert alltaf að leita að þessu sem er extra, sem er meira en stendur í handritinu og meira en fólk hélt að maður ætti að gera við þetta.“ Guðmundur segir að það sé nóg af verkefnum framundan. Sum sem hann getur sagt frá en önnur sem meiri leynd er yfir. Hann er um þessar myndir að leggja lokahönd á kvikmyndina All Eyes on Me sem Guðmundur framleiðir sjálfur og leikur aðalhlutverkið í. „Ég segi alltaf að maður þurfi að vera með tíu járn í eldinum og um leið og eitt verður að veruleika þá þarftu að finna nýtt, þú þarft alltaf að vera með þessi tíu járn,“ segir Guðmundur léttur í bragði.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira