Viðskipti innlent

Edda og Helgi bætast í hóp eig­enda Expectus

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Helgi Logason og Edda Valdimarsdóttir Blumenstein hafa verið tekin inn í eigendahóp Expectus.
Helgi Logason og Edda Valdimarsdóttir Blumenstein hafa verið tekin inn í eigendahóp Expectus. Expectus

Edda Valdimarsdóttir Blumenstein og Helgi Logason hafa verið tekin inn í eigendahóp ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækisins Expectus. Ákvörðun um þetta var tekin á aðalfundi fyrirtækisins, sem var haldinn í byrjun marsmánaðar.

Fram kemur í tilkynningu frá Expectus að það sé sérstaklega ánægjulegt að Edda bætist í hóp eigenda þar sem kona hafi ekki verið í þeim hópi síðan 2018. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og starfa þar nú þrjátíu sérfræðingar á sviði stjórnunar, reksturs, tækni og hugbúnaðargerðar. 

Þá hafi nokkur kynslóðaskipti orðið í eigendahópnum á undanförnum árum þar sem eldri ráðgjafar hafi vikið og yngra fólk komið inn í staðinn. 

„Ég er virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að vera komin í eigendahóp Expectus og er full tilhlökkunar að halda áfram að vinna að vexti fyrirtækisins í nýju hlutverki,“ er haft eftir Eddu í fréttatilkynningu og Helgi tekur í sama streng:

„Ég er fullur tilhlökkunar fyrir nýju hlutverki hjá Expectus. Það eru gríðarlega spennandi tímar fram undan í hvernig fyrirtæki geta nýtt sér gögn og nýjustu tækni og Expectus er í lykilstöðu til að leiða þá þróun.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×