Týndi Super Bowl hringnum sínum: Grín sem endaði ekki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 11:30 Jason Kelce setti skóna upp á hillu á dögunum og vinnur því ekki fleiri Super Bowl hringa sem leikmaður. Getty/Tim Nwachukwu Ameríski fótboltamaðurinn Jason Kelce lagði skóna á hilluna eftir síðasta NFL-tímabil en í nýjasta hlaðvarpsþætti þeirra Kelce bræðra kom fram að hann hefur týnt verðmætasta minningargripnum sínum frá ferlinum. Kelce varð NFL-meistari með Philadelphia Eagles í febrúar 2018 og allir leikmenn sem vinna Super Bowl fá veglegan hring að gjöf. Jason sagði frá örlögum hringsins síns í New Heights hlaðvarpsþættinum þar sem hann fer yfir málin með yngri bróður sínum Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. „Super Bowl hringurinn minn er týndur,“ sagði Jason Kelce. Sagan er sú að hann lánaði hringinn sinn í grínkeppni sem bar nafnið „Jason Lost His Ring“ eða „Jason týndi hringnum sínum“. Hún var búinn til af því að Jason var í alvörunni þekktur fyrir að vita ekki oft hvar Super Bowl hringur sinn væri niðurkominn. Jason Kelce says his Super Bowl ring was lost during a game at the New Heights live show and may be gone forever. The game involved finding items in piles of chili, one of which was his actual ring in a sock. I legitimately lost it. They couldn t find it, and all the stuff has pic.twitter.com/zRb0cTlzrG— Eagles Nation (@PHLEaglesNation) April 17, 2024 Í keppninni kepptust lið við að finna hringinn hans sem var falinn í tveimur laugum fullum af chili nautahakki. Kelce sýndi myndband af keppninni og tók það fram að það lýsi því ekki hversu ógeðslegt þetta var. „Ég veit ekki hvort að Travis viti af þessu en ég bókstaflega týndi hringnum þarna því það fann hann enginn,“ sagði Jason, Fólk notaði meðal annars málmleitartæki til að finna hringinn en án árangurs. „Við höfum ekki fundið hann enn. Það er búið að henda öllu draslinu þannig að ég get fullyrt það að Super Bowl hringurinn minn er nú í einhverri landfyllingu á Cincinnati svæðinu,“ sagði Jason. Jason bjóst aldrei við að fá ekki hringinn sinn aftur og segist vera búinn að athuga það hvort hann sé tryggður fyrir þessu. Hringurinn er auðvitað verðmætur ekki aðeins í peningum talið heldur einnig hefur hann mikið tilfinningalegt gildi enda sá eini sem Jason vann á löngum ferli sínum. We might ve taken the Jason lost his ring bit too far this time pic.twitter.com/T2et6ccrNr— New Heights (@newheightshow) April 17, 2024 NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira
Kelce varð NFL-meistari með Philadelphia Eagles í febrúar 2018 og allir leikmenn sem vinna Super Bowl fá veglegan hring að gjöf. Jason sagði frá örlögum hringsins síns í New Heights hlaðvarpsþættinum þar sem hann fer yfir málin með yngri bróður sínum Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. „Super Bowl hringurinn minn er týndur,“ sagði Jason Kelce. Sagan er sú að hann lánaði hringinn sinn í grínkeppni sem bar nafnið „Jason Lost His Ring“ eða „Jason týndi hringnum sínum“. Hún var búinn til af því að Jason var í alvörunni þekktur fyrir að vita ekki oft hvar Super Bowl hringur sinn væri niðurkominn. Jason Kelce says his Super Bowl ring was lost during a game at the New Heights live show and may be gone forever. The game involved finding items in piles of chili, one of which was his actual ring in a sock. I legitimately lost it. They couldn t find it, and all the stuff has pic.twitter.com/zRb0cTlzrG— Eagles Nation (@PHLEaglesNation) April 17, 2024 Í keppninni kepptust lið við að finna hringinn hans sem var falinn í tveimur laugum fullum af chili nautahakki. Kelce sýndi myndband af keppninni og tók það fram að það lýsi því ekki hversu ógeðslegt þetta var. „Ég veit ekki hvort að Travis viti af þessu en ég bókstaflega týndi hringnum þarna því það fann hann enginn,“ sagði Jason, Fólk notaði meðal annars málmleitartæki til að finna hringinn en án árangurs. „Við höfum ekki fundið hann enn. Það er búið að henda öllu draslinu þannig að ég get fullyrt það að Super Bowl hringurinn minn er nú í einhverri landfyllingu á Cincinnati svæðinu,“ sagði Jason. Jason bjóst aldrei við að fá ekki hringinn sinn aftur og segist vera búinn að athuga það hvort hann sé tryggður fyrir þessu. Hringurinn er auðvitað verðmætur ekki aðeins í peningum talið heldur einnig hefur hann mikið tilfinningalegt gildi enda sá eini sem Jason vann á löngum ferli sínum. We might ve taken the Jason lost his ring bit too far this time pic.twitter.com/T2et6ccrNr— New Heights (@newheightshow) April 17, 2024
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Endanlegt Ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Sjá meira