„Er eiginlega ennþá í sjokki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. apríl 2024 07:01 Katla Sveinbjörnsdóttir var hetja Víkinga í sigrinum á Val. Vísir/Arnar 18 ára gamall Kvennskælingur var hetjan þegar Víkingur vann óvæntan sigur á Val eftir vítakeppni í Meistarakeppni kvenna í fótbolta í gær. Það er svo sannarlega ný markmannsstjarna fædd í Víkinni. Hin 18 ára gamla Katla Sveinbjörnsdóttir kom, sá og sigraði á Valsvellinum í gær. „Ég er eiginlega ennþá í sjokki. Ég er ennþá að reyna að vinna úr því sem gerðist. Það var geggjuð stemmning inni í klefa og allar mjög sáttar og glaðar,“ sagði Katla í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. „Það var svolítið skrýtið. Fólk var náttúrulega búið að horfa á leikinn og voru að hrósa manni. Á sama tíma var ég enn í skýjunum, enn að koma niður.“ „Geggjað að spila í rammíslensku veðri“ Það voru erfiðar aðstæður á Hlíðarenda í gær og meðal annars snjóaði á meðan á leik stóð. „Mér var orðið ógeðslega kalt, ég fann ekki fyrir puttunum. Fæturnir á mér voru ískaldir en það var geggjað að spila í svona rammíslensku veðri.“ Katla skutlar sér á eftir boltanum í vítakeppninni í gær.Vísir/Anton Brink Hún viðurkennir þó að henni hafi aðeins hlýnað við að verja tvö víti í vítakeppninni en reyndar þurfti að endurtaka fyrra vítið sem Katla varði. „Þetta var geggjuð tilfinning að fá að verja svona víti. Þetta hefur alltaf verið draumur,“ en eftir að Katla varði frá Önnu Björk Kristjánsdóttur sagði aðstoðardómarinn að Katla hefði verið komin af línunni og þurfti því að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Anna Björk. „Það var mjög svekkjandi. Ég var svo viss um það að ég hefði varið og væri á línunni því hann var búinn að segja í vítinu áður að ég var langt fyrir framan línuna. Ég passaði mig mjög mikið og ég er búinn að horfa á klippuna aftur og ég er fyrir framan. Ég var mjög pirruð en það var bara einbeiting aftur og næsta víti.“ Ósvikin gleði Víkinga í leikslok.Vísir/Anton Brink Í viðtalinu fer Katla yfir þegar hún varði spyrnuna sem gerði gæfumuninn í vítakeppninni. Þá má einnig sjá skemmtilegt atvik þegar gera þurfti stutt hlé á viðtalinu. Alla frétt Vals Páls úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan. Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
Það er svo sannarlega ný markmannsstjarna fædd í Víkinni. Hin 18 ára gamla Katla Sveinbjörnsdóttir kom, sá og sigraði á Valsvellinum í gær. „Ég er eiginlega ennþá í sjokki. Ég er ennþá að reyna að vinna úr því sem gerðist. Það var geggjuð stemmning inni í klefa og allar mjög sáttar og glaðar,“ sagði Katla í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. „Það var svolítið skrýtið. Fólk var náttúrulega búið að horfa á leikinn og voru að hrósa manni. Á sama tíma var ég enn í skýjunum, enn að koma niður.“ „Geggjað að spila í rammíslensku veðri“ Það voru erfiðar aðstæður á Hlíðarenda í gær og meðal annars snjóaði á meðan á leik stóð. „Mér var orðið ógeðslega kalt, ég fann ekki fyrir puttunum. Fæturnir á mér voru ískaldir en það var geggjað að spila í svona rammíslensku veðri.“ Katla skutlar sér á eftir boltanum í vítakeppninni í gær.Vísir/Anton Brink Hún viðurkennir þó að henni hafi aðeins hlýnað við að verja tvö víti í vítakeppninni en reyndar þurfti að endurtaka fyrra vítið sem Katla varði. „Þetta var geggjuð tilfinning að fá að verja svona víti. Þetta hefur alltaf verið draumur,“ en eftir að Katla varði frá Önnu Björk Kristjánsdóttur sagði aðstoðardómarinn að Katla hefði verið komin af línunni og þurfti því að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Anna Björk. „Það var mjög svekkjandi. Ég var svo viss um það að ég hefði varið og væri á línunni því hann var búinn að segja í vítinu áður að ég var langt fyrir framan línuna. Ég passaði mig mjög mikið og ég er búinn að horfa á klippuna aftur og ég er fyrir framan. Ég var mjög pirruð en það var bara einbeiting aftur og næsta víti.“ Ósvikin gleði Víkinga í leikslok.Vísir/Anton Brink Í viðtalinu fer Katla yfir þegar hún varði spyrnuna sem gerði gæfumuninn í vítakeppninni. Þá má einnig sjá skemmtilegt atvik þegar gera þurfti stutt hlé á viðtalinu. Alla frétt Vals Páls úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan.
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira