„Við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. apríl 2024 21:54 Hallgrímur er þjálfari Fjölnis. Vísir/Vilhelm Keflavík átti ekki í neinum vandræðum með lið Fjölnis þegar þau áttust við í Blue höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var þriðji sigur Keflavíkur í seríunni og sópuðu þær Fjölni úr leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna. „Það var ekkert sem fór úrskeiðis í kvöld. Við erum bara að spila við ógeðslega gott lið. Fyrsta stelpa af bekk hjá mér er nítján ára, fyrsti maður af bekk hjá þeim er í A-landsliðinu og við gætum haldið áfram að telja.“ Sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu. Við töpum 3-0 á móti vill ég meina besta liðinu eins og staðan er í dag. Ég myndi segja það sennilegast gegn öllum mótherjum en Keflavík eru ógeðslega flottar, vel þjálfaðar og bara vá. Frábærar frammistöður og Kasey kveður Ísland hérna með 42 stigum og 17 fráköstum.“ „Keflavík gerði vel í að koma boltanum í hendurnar á Raquel en mér finnst við annars þrátt fyrir það gera ótrúlega vel á löngum köflum í leiknum. Þær eru að skora helvíti mikið af auðveldum stigum sem er einbeitingarleysi hjá okkur en það skiptir ekki máli. Þetta er búið og við lærum af þessu.“ „Mega troða myndaramma þvert upp í sig og grjóthalda kjafti“ Það voru einhverjir sem vildu ekki fá 8-liða úrslit í kvennakörfunni en Hallgrímur gaf lítið fyrir þær gagnrýnisraddir. „Þessir snillingar sem að hafa verið að góla í kringum mig um að þetta hafi átt að vera 6-liða úrslitakeppni þeir mega bara taka myndarramma og troða honum þvert upp í sig og grjóthalda kjafti. Þetta er ógeðslega flott og við erum að stækka kvennakörfuna og þetta er bara skemmtun hérna. “ Hallgrímur viðurkenndi að hans lið hafi átt við ofurefli að etja. „Jú jú, alveg klárlega og þó ég hafi verið cocky og flottur hérna í viðtölum fyrir seríu og í fyrsta leik og öðrum leik að krefja liðið mitt um sigur að þá er þetta bara ógeðslega flott Keflavíkurlið og ég óska Keflavík til hamingju, vel staðið að þessu. Tveir flottir erlendir leikmenn og svo bara upp aldar stelpur plús Eygló.“ „Þær verða sterkari, betri og mæta tilbúnari til leiks“ Hallgrímur dró mikinn lærdóm úr þessu einvígi og vetrinum. „Við erum búnar að læra það að við erum ógeðslega góðar þegar við stöndum saman sem lið. Við lærum í þessari seríu að harka er á allt öðru leveli ef þú ætlar að vera topp fimm í þessari deild. Við lærum það að við þurfum framlög úr fleiri áttum, þó það geti verið erfitt miðað við hvernig sóknarleikurinn er stilltur upp hjá mér að þá finnst mér að mínar stelpur hafi brugðist ótrúlega vel við. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ungt lið.“ „Við erum kannski ekki allar fæddar 2007 en þetta er ungt lið, reynslulítið lið. Stelpur sem voru að spila síðasta vetur og voru kannski ekki í stóru hlutverki og fengu að koma inn á voru í lykilhlutverki núna og það er lærdómur. Þær verða bara miklu sterkari, betri og mæta miklu tilbúnari til leiks á næsta tímabili.“ Keflavík átti í miklu basli með Korinne Campbell í kvöld en Hallgrímur hefði viljað fá meira framlag frá öðrum úr sínu liði. „Þetta var það sem var opið fyrir okkur. Ég hefði alveg verið til í að vera með eins og Keflavík og vera með tíu leikmenn í kringum tíu stigin og allar með fimm stoðsendingar og allar með fimm fráköst en við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði og Keflavík átti bara í miklum erfiðleikum með Kasey í dag.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
„Það var ekkert sem fór úrskeiðis í kvöld. Við erum bara að spila við ógeðslega gott lið. Fyrsta stelpa af bekk hjá mér er nítján ára, fyrsti maður af bekk hjá þeim er í A-landsliðinu og við gætum haldið áfram að telja.“ Sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu. Við töpum 3-0 á móti vill ég meina besta liðinu eins og staðan er í dag. Ég myndi segja það sennilegast gegn öllum mótherjum en Keflavík eru ógeðslega flottar, vel þjálfaðar og bara vá. Frábærar frammistöður og Kasey kveður Ísland hérna með 42 stigum og 17 fráköstum.“ „Keflavík gerði vel í að koma boltanum í hendurnar á Raquel en mér finnst við annars þrátt fyrir það gera ótrúlega vel á löngum köflum í leiknum. Þær eru að skora helvíti mikið af auðveldum stigum sem er einbeitingarleysi hjá okkur en það skiptir ekki máli. Þetta er búið og við lærum af þessu.“ „Mega troða myndaramma þvert upp í sig og grjóthalda kjafti“ Það voru einhverjir sem vildu ekki fá 8-liða úrslit í kvennakörfunni en Hallgrímur gaf lítið fyrir þær gagnrýnisraddir. „Þessir snillingar sem að hafa verið að góla í kringum mig um að þetta hafi átt að vera 6-liða úrslitakeppni þeir mega bara taka myndarramma og troða honum þvert upp í sig og grjóthalda kjafti. Þetta er ógeðslega flott og við erum að stækka kvennakörfuna og þetta er bara skemmtun hérna. “ Hallgrímur viðurkenndi að hans lið hafi átt við ofurefli að etja. „Jú jú, alveg klárlega og þó ég hafi verið cocky og flottur hérna í viðtölum fyrir seríu og í fyrsta leik og öðrum leik að krefja liðið mitt um sigur að þá er þetta bara ógeðslega flott Keflavíkurlið og ég óska Keflavík til hamingju, vel staðið að þessu. Tveir flottir erlendir leikmenn og svo bara upp aldar stelpur plús Eygló.“ „Þær verða sterkari, betri og mæta tilbúnari til leiks“ Hallgrímur dró mikinn lærdóm úr þessu einvígi og vetrinum. „Við erum búnar að læra það að við erum ógeðslega góðar þegar við stöndum saman sem lið. Við lærum í þessari seríu að harka er á allt öðru leveli ef þú ætlar að vera topp fimm í þessari deild. Við lærum það að við þurfum framlög úr fleiri áttum, þó það geti verið erfitt miðað við hvernig sóknarleikurinn er stilltur upp hjá mér að þá finnst mér að mínar stelpur hafi brugðist ótrúlega vel við. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ungt lið.“ „Við erum kannski ekki allar fæddar 2007 en þetta er ungt lið, reynslulítið lið. Stelpur sem voru að spila síðasta vetur og voru kannski ekki í stóru hlutverki og fengu að koma inn á voru í lykilhlutverki núna og það er lærdómur. Þær verða bara miklu sterkari, betri og mæta miklu tilbúnari til leiks á næsta tímabili.“ Keflavík átti í miklu basli með Korinne Campbell í kvöld en Hallgrímur hefði viljað fá meira framlag frá öðrum úr sínu liði. „Þetta var það sem var opið fyrir okkur. Ég hefði alveg verið til í að vera með eins og Keflavík og vera með tíu leikmenn í kringum tíu stigin og allar með fimm stoðsendingar og allar með fimm fráköst en við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði og Keflavík átti bara í miklum erfiðleikum með Kasey í dag.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira