Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2024 19:39 Grindvíkingar ætla að mótmæla vinnubrögðum Þórkötlu á Austurvelli á morgun. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri félagsins. Vísir Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst. Það er Grindvíkingurinn Sverrir Árnason sem boðar til mótmælanna á Facebook undir yfirskriftinni „Mætum á Austurvöll: Styðjum Grindvíkinga!“. „Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu sem heldur Grindvíkingum í spennutreyju vegna uppkaupa húseigna. Ekkert ætlar að standast af því sem FÞ hefur gefið út! Engar fréttir af framvindu frá félaginu í þessari viku þegar allt átti að vera komið á fullt,“ segir í viðburðinum á Facebook. Keyptu fyrstu eignina í síðustu viku Greint var frá því á föstudag í síðustu viku að Þórkatla hefði gengið frá kaupum á fyrstu eigninni í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur myndu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í þessari viku. Síðan þá hafa litlar sem engar fréttir borist af starfsemi félagsins og ef marka má umræðu meðal Grindvíkinga á samfélagsmiðlum hefur hún ekki verið mikil. Þá hefur Vísi borist fjöldi ábendinga um seinagang hjá félaginu. Missa af eignum vegna seinagangsins Það sem Grindvíkingar hafa helst gagnrýnt er að fólk missir af þegar samþykktum kauptilboðum þar sem erfiðlega gengur að ná fé út úr Þórkötlu. „Margir eru búnir að vera í erfiðri skuldastöðu og lifa frá degi til dags. Þá eru margir eru að missa af eignum vegna þess að dagsetningar í kauptilboðum eru fyrndar og lenda í því að tilboðum er rift og söluverð eigna er hækkað. Enn fleiri munu lenda í þessu ef ekki er settur fullur kraftur í þetta, það þýðir meiri mannskapur og sólarhringsvaktir! Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar,“ segir í viðburðinum. Að lokum eru allir hvattir til þess að mæta á Austurvöll klukkan 17 á morgun, hvort sem þeir eigi beinna hagsmuna að gæta eða vilji einfaldlega standa með Grindvíkingum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Það er Grindvíkingurinn Sverrir Árnason sem boðar til mótmælanna á Facebook undir yfirskriftinni „Mætum á Austurvöll: Styðjum Grindvíkinga!“. „Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu sem heldur Grindvíkingum í spennutreyju vegna uppkaupa húseigna. Ekkert ætlar að standast af því sem FÞ hefur gefið út! Engar fréttir af framvindu frá félaginu í þessari viku þegar allt átti að vera komið á fullt,“ segir í viðburðinum á Facebook. Keyptu fyrstu eignina í síðustu viku Greint var frá því á föstudag í síðustu viku að Þórkatla hefði gengið frá kaupum á fyrstu eigninni í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur myndu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í þessari viku. Síðan þá hafa litlar sem engar fréttir borist af starfsemi félagsins og ef marka má umræðu meðal Grindvíkinga á samfélagsmiðlum hefur hún ekki verið mikil. Þá hefur Vísi borist fjöldi ábendinga um seinagang hjá félaginu. Missa af eignum vegna seinagangsins Það sem Grindvíkingar hafa helst gagnrýnt er að fólk missir af þegar samþykktum kauptilboðum þar sem erfiðlega gengur að ná fé út úr Þórkötlu. „Margir eru búnir að vera í erfiðri skuldastöðu og lifa frá degi til dags. Þá eru margir eru að missa af eignum vegna þess að dagsetningar í kauptilboðum eru fyrndar og lenda í því að tilboðum er rift og söluverð eigna er hækkað. Enn fleiri munu lenda í þessu ef ekki er settur fullur kraftur í þetta, það þýðir meiri mannskapur og sólarhringsvaktir! Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar,“ segir í viðburðinum. Að lokum eru allir hvattir til þess að mæta á Austurvöll klukkan 17 á morgun, hvort sem þeir eigi beinna hagsmuna að gæta eða vilji einfaldlega standa með Grindvíkingum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira