Sport

Dag­skráin í dag: Risa­leikir í Meistara­deildinni, úr­slita­keppni kvenna í körfu­bolta og um­spil NBA-deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Evrópumeistararnir fá Real Madríd í heimsókn í kvöld.
Evrópumeistararnir fá Real Madríd í heimsókn í kvöld. Joe Prior/Getty Images

Það er æsispennandi dagskrá framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á háspennuleiki í Meistaradeild Evrópu, úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta og í umspili NBA-deildarinnar í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.20 hefst útsending frá Keflavík þar sem heimakonur mæta Fjölni í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Deildarmeistarar Keflavíkur þurfa einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Klukkan 21.30 er Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.35 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Klukkan 18.50 færum við okkur til Manchester þar sem Evrópumeistarar Man City taka á móti Real Madríd í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum. Staðan í einvíginu er 3-3 eftir fyrri leikinn.

Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá.

Það er svo klukkan 23.00 sem leikur Philadelphia 76ers og Miami Heat í umspili vesturhluta NBA-deildarinnar er á dagskrá. Klukkan 01.30 er komið að leik Chicago Buls og Atlanta Hawks í hinum umspilsleik kvöldsins.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Ólafssal þar sem Haukar taka á móti Stjörnunni í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Staðan í einvíginu er 1-1.

Vodafone Sport

Klukkan 18.50 hefst útsending frá Bæjaralandi þar sem Bayern München tekur á móti Arsenal í Meistaradeildinni. Staðan í einvíginu er 2-2 eftir leik liðanna í Lundúnum.

Klukkan 23.05 er komið að leik Lightning og Maple Leafs í NHL-deildinni í íshokkí.

Stöð 2 ESport

Klukkan 19.30 hefst útsending frá úrslitum FRÍS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×