Lægsti stuðullinn á Katrínu Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2024 15:32 Katrín Jakobsdóttir er talin líklegust þeirra sem bjóða sig fram til forseta Íslands til að ná kjöri af veðmálaspekingum Betsson. Vísir/Ívar Fannar Á veðmálasíðu Betsson er veðjað um allt milli himins og jarðar og auðvitað eru komandi forsetakosningar undir. Á Betsson eru gefnir átta möguleikar: Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Jón Gnarr, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon. Hjá Betsson er staðan nú sú að þar er talið líklegast að Katrín Jakobsdóttir verði forseti landsins þegar upp verður staðið, eða eftir kjördag sem er 1. júní. Stuðullinn á Katrínu er 2,50 sem þýðir að ef þú leggur þúsund krónur undir og veðjar á að hún verði kjörin færð þú 2,500 krónur til baka. Baldur Þórhallsson er með stuðulinn þrjá, sem þýðir á sama hátt að ef þú leggur þúsund krónur á að hann hafi það færðu þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Halla Hrund er með stuðulinn 4,50 sem og Jón Gnarr. Svona eru stuðlarnir þessa stundina. Steinunn Ólína þykir ekki líkleg en er þó með stuðulinn 7.00. Halla Tómasdóttir er með stuðulinn 15 og þá fara stuðlamál hækkandi því ef einhver vill veðja á Arnar Þór þá er stuðullinn 35,00. Ef Ástþór Magnússon verður fyrir valinu, og einhver hendir þúsund kalli á hann, þá fær sá hinn sami hvorki meira né minna en 70 þúsund krónur til baka, en stuðullinn á Ástþór er 70. Uppfært 16:20 Áhugamaður og pælari í forsetakosningum hafði samband en hann hafði tekið eftir því að Coolbet eru með ennþá meira framboð af stuðlum en þeir hjá Betsson. Þar má finna þau Guðmund Felix, Ásdísi Rán, Sigríði Hrund og Helgu Þórisdóttur. Víst er að það stefnir í spennandi kosningar. Forsetakosningar 2024 Fjárhættuspil Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Á Betsson eru gefnir átta möguleikar: Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Jón Gnarr, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Halla Tómasdóttir, Arnar Þór Jónsson og Ástþór Magnússon. Hjá Betsson er staðan nú sú að þar er talið líklegast að Katrín Jakobsdóttir verði forseti landsins þegar upp verður staðið, eða eftir kjördag sem er 1. júní. Stuðullinn á Katrínu er 2,50 sem þýðir að ef þú leggur þúsund krónur undir og veðjar á að hún verði kjörin færð þú 2,500 krónur til baka. Baldur Þórhallsson er með stuðulinn þrjá, sem þýðir á sama hátt að ef þú leggur þúsund krónur á að hann hafi það færðu þrjú þúsund krónur og þannig koll af kolli. Halla Hrund er með stuðulinn 4,50 sem og Jón Gnarr. Svona eru stuðlarnir þessa stundina. Steinunn Ólína þykir ekki líkleg en er þó með stuðulinn 7.00. Halla Tómasdóttir er með stuðulinn 15 og þá fara stuðlamál hækkandi því ef einhver vill veðja á Arnar Þór þá er stuðullinn 35,00. Ef Ástþór Magnússon verður fyrir valinu, og einhver hendir þúsund kalli á hann, þá fær sá hinn sami hvorki meira né minna en 70 þúsund krónur til baka, en stuðullinn á Ástþór er 70. Uppfært 16:20 Áhugamaður og pælari í forsetakosningum hafði samband en hann hafði tekið eftir því að Coolbet eru með ennþá meira framboð af stuðlum en þeir hjá Betsson. Þar má finna þau Guðmund Felix, Ásdísi Rán, Sigríði Hrund og Helgu Þórisdóttur. Víst er að það stefnir í spennandi kosningar.
Forsetakosningar 2024 Fjárhættuspil Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00