Mikill eldur í Børsen í Kaupmannahöfn Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2024 07:23 Hin einkennandi spíra á toppi byggingarinnar hefur orðið eldinum að bráð. AP Mikill eldur kom upp í hinni sögufrægu byggingu Børsen í Kaupmannahöfn í morgun. Helsta kennileiti byggingarinnar, spíran sem nær 56 metra hæð, hefur orðið eldinum að bráð. Tilkynning um eldinn barst skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun, skömmu fyrir sex að íslenskum tíma. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. AP Byggingin er ein elsta bygging dönsku höfuðborgarinnar, um fjögur hundruð ára gömul, og er að finna á Slotsholmen í miðborginni, skammt frá Kristjánborgarhöll. AP Mikill fjöldi starfsmanna og slökkviliðsmanna hefur unnið að því að bjarga verðmætum – málverkum og fleiru – innan úr byggingunni í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort einhver hafi slasast eða hvað hafi orsakað brunann. Mikill viðbúnaður er á staðnum og hefur lögregla beint því til almennings að halda sig fjarri. Búið er að girða af Børsgade, Knippelsbro og Strandgade. „Hræðilegar myndir frá Børsen í morgun. 400 ára danskur menningararfur í ljósum logum,“ segir menningarmálaráðherrann Jakob Engel-Schmidt á samfélagsmiðlinum X. Frygtelige billeder fra Børsen her til morgen. 400 års dansk kulturarv i flammer.— Jakob Engel-Schmidt (@engelschmidt) April 16, 2024 Svona leit Börsen út fyrir eldinn.Wikipedia Commons Framkvæmdir við bygginguna hófust árið 1619 og kláruðust þær 1623. Þáverandi konungur Kristján fjórði, var hvatamaður byggingarinnar. Upphaflega var byggingin notuð sem markaður en árið 1857 var hún seld og fór að gegna hlutverki kauphallar. Árið 1974 flutti Viðskiptaráð Danmerkur svo höfuðstöðvar sínar inn í bygginguna. Síðustu ár hefur byggingin verið notuð undir stórar veislur, ráðstefnur, veislur og aðra viðburði sem ekki eru opnir almenningi. Fjórir „drekahalar“ sem vafðir voru um hver annan mynduðu hina frægu spíru sem ætlað var að vernda bygginguna frá árásum og eldsvoðum. Þó að byggingin hafi ítrekað sloppið við skemmdir í eldsvoðum í nálægum byggingum þá hrundi spíran um klukkan átta að startíma í morgun, þegar eldurinn hafði logað í um tvo tíma. AP Unnið hefur verið að því að bjarga verðmætum úr byggingunni í morgun, málverkum og fleiru.EPA EPA EPA Danmörk Stórbruni í Børsen Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun, skömmu fyrir sex að íslenskum tíma. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. AP Byggingin er ein elsta bygging dönsku höfuðborgarinnar, um fjögur hundruð ára gömul, og er að finna á Slotsholmen í miðborginni, skammt frá Kristjánborgarhöll. AP Mikill fjöldi starfsmanna og slökkviliðsmanna hefur unnið að því að bjarga verðmætum – málverkum og fleiru – innan úr byggingunni í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort einhver hafi slasast eða hvað hafi orsakað brunann. Mikill viðbúnaður er á staðnum og hefur lögregla beint því til almennings að halda sig fjarri. Búið er að girða af Børsgade, Knippelsbro og Strandgade. „Hræðilegar myndir frá Børsen í morgun. 400 ára danskur menningararfur í ljósum logum,“ segir menningarmálaráðherrann Jakob Engel-Schmidt á samfélagsmiðlinum X. Frygtelige billeder fra Børsen her til morgen. 400 års dansk kulturarv i flammer.— Jakob Engel-Schmidt (@engelschmidt) April 16, 2024 Svona leit Börsen út fyrir eldinn.Wikipedia Commons Framkvæmdir við bygginguna hófust árið 1619 og kláruðust þær 1623. Þáverandi konungur Kristján fjórði, var hvatamaður byggingarinnar. Upphaflega var byggingin notuð sem markaður en árið 1857 var hún seld og fór að gegna hlutverki kauphallar. Árið 1974 flutti Viðskiptaráð Danmerkur svo höfuðstöðvar sínar inn í bygginguna. Síðustu ár hefur byggingin verið notuð undir stórar veislur, ráðstefnur, veislur og aðra viðburði sem ekki eru opnir almenningi. Fjórir „drekahalar“ sem vafðir voru um hver annan mynduðu hina frægu spíru sem ætlað var að vernda bygginguna frá árásum og eldsvoðum. Þó að byggingin hafi ítrekað sloppið við skemmdir í eldsvoðum í nálægum byggingum þá hrundi spíran um klukkan átta að startíma í morgun, þegar eldurinn hafði logað í um tvo tíma. AP Unnið hefur verið að því að bjarga verðmætum úr byggingunni í morgun, málverkum og fleiru.EPA EPA EPA
Danmörk Stórbruni í Børsen Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira