Mikill eldur í Børsen í Kaupmannahöfn Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2024 07:23 Hin einkennandi spíra á toppi byggingarinnar hefur orðið eldinum að bráð. AP Mikill eldur kom upp í hinni sögufrægu byggingu Børsen í Kaupmannahöfn í morgun. Helsta kennileiti byggingarinnar, spíran sem nær 56 metra hæð, hefur orðið eldinum að bráð. Tilkynning um eldinn barst skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun, skömmu fyrir sex að íslenskum tíma. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. AP Byggingin er ein elsta bygging dönsku höfuðborgarinnar, um fjögur hundruð ára gömul, og er að finna á Slotsholmen í miðborginni, skammt frá Kristjánborgarhöll. AP Mikill fjöldi starfsmanna og slökkviliðsmanna hefur unnið að því að bjarga verðmætum – málverkum og fleiru – innan úr byggingunni í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort einhver hafi slasast eða hvað hafi orsakað brunann. Mikill viðbúnaður er á staðnum og hefur lögregla beint því til almennings að halda sig fjarri. Búið er að girða af Børsgade, Knippelsbro og Strandgade. „Hræðilegar myndir frá Børsen í morgun. 400 ára danskur menningararfur í ljósum logum,“ segir menningarmálaráðherrann Jakob Engel-Schmidt á samfélagsmiðlinum X. Frygtelige billeder fra Børsen her til morgen. 400 års dansk kulturarv i flammer.— Jakob Engel-Schmidt (@engelschmidt) April 16, 2024 Svona leit Börsen út fyrir eldinn.Wikipedia Commons Framkvæmdir við bygginguna hófust árið 1619 og kláruðust þær 1623. Þáverandi konungur Kristján fjórði, var hvatamaður byggingarinnar. Upphaflega var byggingin notuð sem markaður en árið 1857 var hún seld og fór að gegna hlutverki kauphallar. Árið 1974 flutti Viðskiptaráð Danmerkur svo höfuðstöðvar sínar inn í bygginguna. Síðustu ár hefur byggingin verið notuð undir stórar veislur, ráðstefnur, veislur og aðra viðburði sem ekki eru opnir almenningi. Fjórir „drekahalar“ sem vafðir voru um hver annan mynduðu hina frægu spíru sem ætlað var að vernda bygginguna frá árásum og eldsvoðum. Þó að byggingin hafi ítrekað sloppið við skemmdir í eldsvoðum í nálægum byggingum þá hrundi spíran um klukkan átta að startíma í morgun, þegar eldurinn hafði logað í um tvo tíma. AP Unnið hefur verið að því að bjarga verðmætum úr byggingunni í morgun, málverkum og fleiru.EPA EPA EPA Danmörk Stórbruni í Børsen Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun, skömmu fyrir sex að íslenskum tíma. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. AP Byggingin er ein elsta bygging dönsku höfuðborgarinnar, um fjögur hundruð ára gömul, og er að finna á Slotsholmen í miðborginni, skammt frá Kristjánborgarhöll. AP Mikill fjöldi starfsmanna og slökkviliðsmanna hefur unnið að því að bjarga verðmætum – málverkum og fleiru – innan úr byggingunni í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort einhver hafi slasast eða hvað hafi orsakað brunann. Mikill viðbúnaður er á staðnum og hefur lögregla beint því til almennings að halda sig fjarri. Búið er að girða af Børsgade, Knippelsbro og Strandgade. „Hræðilegar myndir frá Børsen í morgun. 400 ára danskur menningararfur í ljósum logum,“ segir menningarmálaráðherrann Jakob Engel-Schmidt á samfélagsmiðlinum X. Frygtelige billeder fra Børsen her til morgen. 400 års dansk kulturarv i flammer.— Jakob Engel-Schmidt (@engelschmidt) April 16, 2024 Svona leit Börsen út fyrir eldinn.Wikipedia Commons Framkvæmdir við bygginguna hófust árið 1619 og kláruðust þær 1623. Þáverandi konungur Kristján fjórði, var hvatamaður byggingarinnar. Upphaflega var byggingin notuð sem markaður en árið 1857 var hún seld og fór að gegna hlutverki kauphallar. Árið 1974 flutti Viðskiptaráð Danmerkur svo höfuðstöðvar sínar inn í bygginguna. Síðustu ár hefur byggingin verið notuð undir stórar veislur, ráðstefnur, veislur og aðra viðburði sem ekki eru opnir almenningi. Fjórir „drekahalar“ sem vafðir voru um hver annan mynduðu hina frægu spíru sem ætlað var að vernda bygginguna frá árásum og eldsvoðum. Þó að byggingin hafi ítrekað sloppið við skemmdir í eldsvoðum í nálægum byggingum þá hrundi spíran um klukkan átta að startíma í morgun, þegar eldurinn hafði logað í um tvo tíma. AP Unnið hefur verið að því að bjarga verðmætum úr byggingunni í morgun, málverkum og fleiru.EPA EPA EPA
Danmörk Stórbruni í Børsen Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira