Bók um krikketsögu Íslands hafnað úr „lundabúðavæddri“ deild Pennans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. apríl 2024 19:48 Til vinstri má sjá deild erlendra bóka sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli. Til hægri má sjá bók Kir Harris, From Lord's To The Fjords: The Saga of Icelandic Cricket. Skjáskot/X Rithöfundur og félagi í Krikketsambandi Íslands gagnrýnir verslun Pennans á Keflavíkurflugvelli fyrir að hafa ákveðið að selja ekki bók hans um sögu íþróttarinnar á Íslandi. Sagnfræðingur segir erlendu bókadeildina í bókaverslunum hér á landi lundabúðavædda. Kit Harris skrifaði bókina From Lord’s to the Fjords, sem fjallar um sögu krikkets á Íslandi. Í færslu sem hann birti á X segir hann frá því að verslunin hafi hafnað því að selja bókina. „Vegna þess að þeim þykir krikket ekki nógu þekkt íþrótt fyrir ferðamenn,“ segir Harris og vísar til þess að íþróttin sé sú næstvinsælasta í heiminum. „Hér má sjá deild bóka á ensku sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á flugvellinum. Bara víkingar. Ef það gerðist eftir 950 eftir krist, er ekki til bók um það,“ segir hann í færslunni. Myndir af úrvalinu í deildinni lét hann fylgja færslunni. A whinge. The airport bookstore @penninn declined to sell my book From Lord s to the Fjords a Cool Runnings type of tale about how Iceland started playing an unknown sport for a joke, but became the most popular amateur sports team in the world because they believe cricket pic.twitter.com/rDiF0O8bEr— Kit Harris (@cricketkit) April 14, 2024 Stefán Pálsson sagnfræðingur vakti athygli á málinu á X. „Við Íslendingar höfum furðulega þröngar hugmyndir um hvað útlendingum geti fundist áhugavert í sögu okkar og menningu,“ segir hann og vekur athygli á að Krikketsamband Íslands sé með 130 þúsund fylgjendur á forritinu. „Erlenda (lesist: enska) bókadeildin í bókaverslununum okkar hefur verið gjörsamlega lundabúðarvædd. Fyrir utan ljósmyndabækur þá er ekkert selt nema það sé víkingahjálmur á forsíðunni, en þá má það líka vera hvaða drasl sem er,“ bætir hann við. Krikket Bókmenntir Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Kit Harris skrifaði bókina From Lord’s to the Fjords, sem fjallar um sögu krikkets á Íslandi. Í færslu sem hann birti á X segir hann frá því að verslunin hafi hafnað því að selja bókina. „Vegna þess að þeim þykir krikket ekki nógu þekkt íþrótt fyrir ferðamenn,“ segir Harris og vísar til þess að íþróttin sé sú næstvinsælasta í heiminum. „Hér má sjá deild bóka á ensku sem ekki teljast til skáldskapar í verslun Pennans á flugvellinum. Bara víkingar. Ef það gerðist eftir 950 eftir krist, er ekki til bók um það,“ segir hann í færslunni. Myndir af úrvalinu í deildinni lét hann fylgja færslunni. A whinge. The airport bookstore @penninn declined to sell my book From Lord s to the Fjords a Cool Runnings type of tale about how Iceland started playing an unknown sport for a joke, but became the most popular amateur sports team in the world because they believe cricket pic.twitter.com/rDiF0O8bEr— Kit Harris (@cricketkit) April 14, 2024 Stefán Pálsson sagnfræðingur vakti athygli á málinu á X. „Við Íslendingar höfum furðulega þröngar hugmyndir um hvað útlendingum geti fundist áhugavert í sögu okkar og menningu,“ segir hann og vekur athygli á að Krikketsamband Íslands sé með 130 þúsund fylgjendur á forritinu. „Erlenda (lesist: enska) bókadeildin í bókaverslununum okkar hefur verið gjörsamlega lundabúðarvædd. Fyrir utan ljósmyndabækur þá er ekkert selt nema það sé víkingahjálmur á forsíðunni, en þá má það líka vera hvaða drasl sem er,“ bætir hann við.
Krikket Bókmenntir Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira