Clippers er með þá reglu að ef einhver klikkar á báðum vítaskotum sínum í 4. leikhluta þá fá allir sem eru á vellinum fría kjúklingavængi. Boban hafði klikkað á fyrra vítaskoti sínu og ákvað einfaldlega að klikka á því síðara til að gefa fólkinu það sem það vildi. Þá hjálpaði til að ekkert nema stoltið var undir í leiknum.
„Þetta er einhver stærsta mannvera sem maður hefur séð,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, um hinn 2.24 metra háa Boban. Hann er ásamt Victor Wembanyama stærstur í NBA-deildinni.
Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld.