Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. apríl 2024 21:00 Unnur Ásta Bergsteinsdóttir er einn af eigendum Magna Lögmanna. Vísir/Arnar Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. Quang Le situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og fleiri brot í gegnum fyrirtæki og veitingastaði sína. Quang Le breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í upphafi síðasta árs en nafnabreytingin og nafnavalið var ekki jafn handahófskennt og mætti halda. Ekki maki Davíðs heldur Quangs Árið 2004 kynntist Quang Le manni að nafni Davíð Viðarsson sem sagði sögu sína í viðtali á Vísi í dag. Vinskapur hafi myndast milli þeirra og Quang Le sagst þekkja konu í Víetnam sem væri tilvalin eiginkona fyrir Davíð. Davíð hafi flogið til Víetnam og gifst konunni svo hún gæti flutt til Íslands. Davíð sneri aftur til Íslands og segir að konan hafi átt að koma nokkrum vikum síðar. Þá hafi Quang Le tilkynnt honum að konan yrði ekki eiginkona hans heldur myndi hún búa með sér. Davíð segist hafa krafist skilnaðar en Quang Le hafi neitað og haft í hótunum við sig. Skilnaðurinn gekk loks í gegn fimm árum síðar. Þá hafði Quang Le eignast tvö börn með konunni sem bæði eru skráð börn Davíðs þar sem þau voru í hjónabandi þegar þau fæddust. Davíð ákvað að loka á öll samskipti við Quang Le og konuna en í fyrra hafi hann loks hugað að því að að leiðrétta faðernið enda gætu börnin, sem hann hefur aldrei hitt og á ekkert í, gert kröfu í eignir hans. Hann hafi haft samband við Quang Le, hann brugðist vel við í fyrstu, sagst ætla að hjálpa til með pappírsvinnuna en ekki upplýst Davíð um nýlega nafnabreytingu. Davíð fréttir af henni í fjölmiðlum. Þegar þeir hafi loks hist í desember hafi Quang Le ekki gefið neina skýringu á nafnabreytingunni. Velvilji með að leiðrétta faðernið hafi virst lítill sem enginn. Mannerfðafræðileg rannsókn sker úr um faðerni Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður með reynslu af faðernismálum hjá Magna Lögmönnum, segir dómsmál einu lausnina í svona tilvikum. „Ef það er hjónaband til staðar milli konu og manns, barn fæðist og báðir aðilar vita að þetta er ekki rétt faðerni, þarf engu síður að höfða dómsmál til véfengingar á faðerninu og fá því breytt. Yfirleitt er gerð mannerfðafræðileg rannsókn strax í kjölfarið sem er þá aðalsönnunargagnið í málinu,“ segir Unnur. Með framfærsluskyldu Það komi fyrir að konur eignist börn með öðrum en eiginmanni þeirra, til dæmis þegar skilnaðir dragast á langinn. Mikilvægt sé að leiðrétta skráninguna. „Í rauninni eru þessi börn samkvæmt lögum hans skylduerfingjar og myndu þá taka arf eftir hann eftir hans dag. Sömuleiðis er hann með framfærsluskyldu gagnvart þeim á grundvelli barnalaga,“ segir Unnur. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Dómsmál Lögreglumál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Quang Le situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og fleiri brot í gegnum fyrirtæki og veitingastaði sína. Quang Le breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í upphafi síðasta árs en nafnabreytingin og nafnavalið var ekki jafn handahófskennt og mætti halda. Ekki maki Davíðs heldur Quangs Árið 2004 kynntist Quang Le manni að nafni Davíð Viðarsson sem sagði sögu sína í viðtali á Vísi í dag. Vinskapur hafi myndast milli þeirra og Quang Le sagst þekkja konu í Víetnam sem væri tilvalin eiginkona fyrir Davíð. Davíð hafi flogið til Víetnam og gifst konunni svo hún gæti flutt til Íslands. Davíð sneri aftur til Íslands og segir að konan hafi átt að koma nokkrum vikum síðar. Þá hafi Quang Le tilkynnt honum að konan yrði ekki eiginkona hans heldur myndi hún búa með sér. Davíð segist hafa krafist skilnaðar en Quang Le hafi neitað og haft í hótunum við sig. Skilnaðurinn gekk loks í gegn fimm árum síðar. Þá hafði Quang Le eignast tvö börn með konunni sem bæði eru skráð börn Davíðs þar sem þau voru í hjónabandi þegar þau fæddust. Davíð ákvað að loka á öll samskipti við Quang Le og konuna en í fyrra hafi hann loks hugað að því að að leiðrétta faðernið enda gætu börnin, sem hann hefur aldrei hitt og á ekkert í, gert kröfu í eignir hans. Hann hafi haft samband við Quang Le, hann brugðist vel við í fyrstu, sagst ætla að hjálpa til með pappírsvinnuna en ekki upplýst Davíð um nýlega nafnabreytingu. Davíð fréttir af henni í fjölmiðlum. Þegar þeir hafi loks hist í desember hafi Quang Le ekki gefið neina skýringu á nafnabreytingunni. Velvilji með að leiðrétta faðernið hafi virst lítill sem enginn. Mannerfðafræðileg rannsókn sker úr um faðerni Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður með reynslu af faðernismálum hjá Magna Lögmönnum, segir dómsmál einu lausnina í svona tilvikum. „Ef það er hjónaband til staðar milli konu og manns, barn fæðist og báðir aðilar vita að þetta er ekki rétt faðerni, þarf engu síður að höfða dómsmál til véfengingar á faðerninu og fá því breytt. Yfirleitt er gerð mannerfðafræðileg rannsókn strax í kjölfarið sem er þá aðalsönnunargagnið í málinu,“ segir Unnur. Með framfærsluskyldu Það komi fyrir að konur eignist börn með öðrum en eiginmanni þeirra, til dæmis þegar skilnaðir dragast á langinn. Mikilvægt sé að leiðrétta skráninguna. „Í rauninni eru þessi börn samkvæmt lögum hans skylduerfingjar og myndu þá taka arf eftir hann eftir hans dag. Sömuleiðis er hann með framfærsluskyldu gagnvart þeim á grundvelli barnalaga,“ segir Unnur.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Dómsmál Lögreglumál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32
Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00
Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00