Forsetahjónin og Lilja halda til Skotlands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. apríl 2024 11:18 Forsetahjónin halda í dag til Skotlands til að styrkja vinabönd þjóðanna. Aðsend/Sigurgeir Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í dag til Edinborgar í Skotlandi ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra. Markmið ferðarinnar er að styrkja enn frekar vinabönd Íslendinga og Skota með áherslu á sögu og menningu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Á dagskrá forseta er fundur með Humza Yousaf, forsætisráðherra Skotlands, og Lord Cameron af Lochiel, aðstoðarráðherra málefna Skotlands í bresku ríkisstjórninni. Þá mun Guðni halda opinn fyrirlestur við Edinborgarháskóla með yfirskriftinni „Iceland the Brave: The power and pitfalls of patriotism in a globalized world.“ Einhver þýðing gæti verið „Hugrakka Ísland, kraftur og vandræði þjóðernishyggju í hnattvæddum heimi.“ Eliza Reid forsetafrú mun á sama tíma eiga fund með fulltrúum bókmenntaborgar UNESCO í Edinborg. Sterk tengsl við Ísland Lilja Dögg menningarmálaráðherra mun svo fylgja forseta í heimsókn á Þjóðminjasafn Skotlands. Þar munu þau skoða hin svokölluðu Lögréttutjöld sem talin eru hafa verið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar. Þau voru seld skoskum ferðamanni árið 1858 og eru nú í eigu Þjóðminjasafns Skotlands. Ísland á í ár 80 ára lýðveldisafmæli og mun Þjóðminjasafn Íslands fá tjöldin að láni að því tilefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra heimsækir Skotland í vikunni ásamt forsetahjónunum.Vísir/Vilhelm Þá munu ferðalangarnir einnig heimsækja Þjóðskjalasafn Skotlands. Þar eru íslensk handrit varðveitt, meðal annars fyrstu drögin að Lofsöng sem síðar varð íslenski þjóðsöngurinn. Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lagið við ljóð Matthíasar Jochumssonar þegar þeir voru báðir í Edinborg. Lofsöngurinn var saminn í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Forseti Íslands Skotland Þingvellir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Á dagskrá forseta er fundur með Humza Yousaf, forsætisráðherra Skotlands, og Lord Cameron af Lochiel, aðstoðarráðherra málefna Skotlands í bresku ríkisstjórninni. Þá mun Guðni halda opinn fyrirlestur við Edinborgarháskóla með yfirskriftinni „Iceland the Brave: The power and pitfalls of patriotism in a globalized world.“ Einhver þýðing gæti verið „Hugrakka Ísland, kraftur og vandræði þjóðernishyggju í hnattvæddum heimi.“ Eliza Reid forsetafrú mun á sama tíma eiga fund með fulltrúum bókmenntaborgar UNESCO í Edinborg. Sterk tengsl við Ísland Lilja Dögg menningarmálaráðherra mun svo fylgja forseta í heimsókn á Þjóðminjasafn Skotlands. Þar munu þau skoða hin svokölluðu Lögréttutjöld sem talin eru hafa verið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar. Þau voru seld skoskum ferðamanni árið 1858 og eru nú í eigu Þjóðminjasafns Skotlands. Ísland á í ár 80 ára lýðveldisafmæli og mun Þjóðminjasafn Íslands fá tjöldin að láni að því tilefni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra heimsækir Skotland í vikunni ásamt forsetahjónunum.Vísir/Vilhelm Þá munu ferðalangarnir einnig heimsækja Þjóðskjalasafn Skotlands. Þar eru íslensk handrit varðveitt, meðal annars fyrstu drögin að Lofsöng sem síðar varð íslenski þjóðsöngurinn. Sveinbjörn Sveinbjörnsson samdi lagið við ljóð Matthíasar Jochumssonar þegar þeir voru báðir í Edinborg. Lofsöngurinn var saminn í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874.
Forseti Íslands Skotland Þingvellir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira