Fór heim í fýlu og verður refsað Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 13:30 Naby Keita hefur afar lítið spilað með Werder Bremen eftir komuna frá Liverpool í fyrrasumar, enda mikið glímt við meiðsli. Getty/Max Ellerbrake Naby Keita, hinn 29 ára gamli miðjumaður Werder Bremen, á yfir höfði sér refsingu frá félaginu eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu í leikinn við Leverkusen í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Keita fór í fýlu eftir að hafa fengið að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Werder Bremen í leiknum, og í yfirlýsingu sem hann hefur nú sent frá sér biðst hann ekki afsökunar á framferði sínu. „Eftir að Naby komst að því í gær að hann yrði ekki í byrjunarliðinu þá ákvað hann að fara ekki um borð í rútuna heldur fara heim,“ sagði Clemens Fritz, yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen, fyrir leikinn í gær. Leverkusen vann leikinn 5-0 og tryggði sér þýska meistaratitilinn. Keita kom til Werder Bremen frá Liverpool fyrir þessa leiktíð en hefur mikið glímt við meiðsli og aðeins spilað fimm deildarleiki, þar af einn í byrjunarliði. „Við munum ræða við hann og umboðsmann hans um afleiðingarnar og hvernig við höldum áfram eftir þetta,“ sagði Fritz. Werder director Fritz: Naby Keita found out that he would not be playing vs Leverkusen from the start, he decided not to get on the bus and to go home . We'll talk to Keita and his agent about the consequences and how to proceed . pic.twitter.com/YPj6KDmKJv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2024 Ole Werner, þjálfari Werder Bremen, bætti við: „Þetta angrar mig og mun hafa afleiðingar. Ég hef ekki rætt við hann enn en það mun gerast á næstu dögum.“ Segist aldrei hafa átt í agavandamálum Keita sendi frá sér skrif á Instagram í gær og kvaðst vilja skýra stöðuna, en útskýrði þó ekki af hverju hann fór ekki með liðinu í leikinn við Leverkusen. „Frá því að ég kom fyrst til þessa frábæra félags hef ég alltaf lagt mig allan fram og sýnt fagmennsku. Það eina sem ég hef viljað er að hjálpa félaginu og færa öllum stuðningsmönnunum gleði, sérstaklega þegar úrslitin hafa ekki verið eins og við myndum kjósa,“ skrifaði Keita og bætti við: „Frá upphafi ferilsins hef ég aldrei átt í neinum agavandamálum og alltaf reynt að vera fyrirmynd. Það kemur því ekki til greina að einhver eyðileggi þá mynd. Við stuðningsmennina segi ég: Ég vil að þið vitið að ég berst á hverri einustu æfingu til að gleðja ykkur allar helgar. Að æfa og leggja allt í sölurnar er það eina sem ég get gert. Áfram Werder!“ Samningur Keita við Werder Bremen gildir til ársins 2026. Þýski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Keita fór í fýlu eftir að hafa fengið að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Werder Bremen í leiknum, og í yfirlýsingu sem hann hefur nú sent frá sér biðst hann ekki afsökunar á framferði sínu. „Eftir að Naby komst að því í gær að hann yrði ekki í byrjunarliðinu þá ákvað hann að fara ekki um borð í rútuna heldur fara heim,“ sagði Clemens Fritz, yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen, fyrir leikinn í gær. Leverkusen vann leikinn 5-0 og tryggði sér þýska meistaratitilinn. Keita kom til Werder Bremen frá Liverpool fyrir þessa leiktíð en hefur mikið glímt við meiðsli og aðeins spilað fimm deildarleiki, þar af einn í byrjunarliði. „Við munum ræða við hann og umboðsmann hans um afleiðingarnar og hvernig við höldum áfram eftir þetta,“ sagði Fritz. Werder director Fritz: Naby Keita found out that he would not be playing vs Leverkusen from the start, he decided not to get on the bus and to go home . We'll talk to Keita and his agent about the consequences and how to proceed . pic.twitter.com/YPj6KDmKJv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2024 Ole Werner, þjálfari Werder Bremen, bætti við: „Þetta angrar mig og mun hafa afleiðingar. Ég hef ekki rætt við hann enn en það mun gerast á næstu dögum.“ Segist aldrei hafa átt í agavandamálum Keita sendi frá sér skrif á Instagram í gær og kvaðst vilja skýra stöðuna, en útskýrði þó ekki af hverju hann fór ekki með liðinu í leikinn við Leverkusen. „Frá því að ég kom fyrst til þessa frábæra félags hef ég alltaf lagt mig allan fram og sýnt fagmennsku. Það eina sem ég hef viljað er að hjálpa félaginu og færa öllum stuðningsmönnunum gleði, sérstaklega þegar úrslitin hafa ekki verið eins og við myndum kjósa,“ skrifaði Keita og bætti við: „Frá upphafi ferilsins hef ég aldrei átt í neinum agavandamálum og alltaf reynt að vera fyrirmynd. Það kemur því ekki til greina að einhver eyðileggi þá mynd. Við stuðningsmennina segi ég: Ég vil að þið vitið að ég berst á hverri einustu æfingu til að gleðja ykkur allar helgar. Að æfa og leggja allt í sölurnar er það eina sem ég get gert. Áfram Werder!“ Samningur Keita við Werder Bremen gildir til ársins 2026.
Þýski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti