Fór heim í fýlu og verður refsað Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 13:30 Naby Keita hefur afar lítið spilað með Werder Bremen eftir komuna frá Liverpool í fyrrasumar, enda mikið glímt við meiðsli. Getty/Max Ellerbrake Naby Keita, hinn 29 ára gamli miðjumaður Werder Bremen, á yfir höfði sér refsingu frá félaginu eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu í leikinn við Leverkusen í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Keita fór í fýlu eftir að hafa fengið að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Werder Bremen í leiknum, og í yfirlýsingu sem hann hefur nú sent frá sér biðst hann ekki afsökunar á framferði sínu. „Eftir að Naby komst að því í gær að hann yrði ekki í byrjunarliðinu þá ákvað hann að fara ekki um borð í rútuna heldur fara heim,“ sagði Clemens Fritz, yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen, fyrir leikinn í gær. Leverkusen vann leikinn 5-0 og tryggði sér þýska meistaratitilinn. Keita kom til Werder Bremen frá Liverpool fyrir þessa leiktíð en hefur mikið glímt við meiðsli og aðeins spilað fimm deildarleiki, þar af einn í byrjunarliði. „Við munum ræða við hann og umboðsmann hans um afleiðingarnar og hvernig við höldum áfram eftir þetta,“ sagði Fritz. Werder director Fritz: Naby Keita found out that he would not be playing vs Leverkusen from the start, he decided not to get on the bus and to go home . We'll talk to Keita and his agent about the consequences and how to proceed . pic.twitter.com/YPj6KDmKJv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2024 Ole Werner, þjálfari Werder Bremen, bætti við: „Þetta angrar mig og mun hafa afleiðingar. Ég hef ekki rætt við hann enn en það mun gerast á næstu dögum.“ Segist aldrei hafa átt í agavandamálum Keita sendi frá sér skrif á Instagram í gær og kvaðst vilja skýra stöðuna, en útskýrði þó ekki af hverju hann fór ekki með liðinu í leikinn við Leverkusen. „Frá því að ég kom fyrst til þessa frábæra félags hef ég alltaf lagt mig allan fram og sýnt fagmennsku. Það eina sem ég hef viljað er að hjálpa félaginu og færa öllum stuðningsmönnunum gleði, sérstaklega þegar úrslitin hafa ekki verið eins og við myndum kjósa,“ skrifaði Keita og bætti við: „Frá upphafi ferilsins hef ég aldrei átt í neinum agavandamálum og alltaf reynt að vera fyrirmynd. Það kemur því ekki til greina að einhver eyðileggi þá mynd. Við stuðningsmennina segi ég: Ég vil að þið vitið að ég berst á hverri einustu æfingu til að gleðja ykkur allar helgar. Að æfa og leggja allt í sölurnar er það eina sem ég get gert. Áfram Werder!“ Samningur Keita við Werder Bremen gildir til ársins 2026. Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Keita fór í fýlu eftir að hafa fengið að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Werder Bremen í leiknum, og í yfirlýsingu sem hann hefur nú sent frá sér biðst hann ekki afsökunar á framferði sínu. „Eftir að Naby komst að því í gær að hann yrði ekki í byrjunarliðinu þá ákvað hann að fara ekki um borð í rútuna heldur fara heim,“ sagði Clemens Fritz, yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen, fyrir leikinn í gær. Leverkusen vann leikinn 5-0 og tryggði sér þýska meistaratitilinn. Keita kom til Werder Bremen frá Liverpool fyrir þessa leiktíð en hefur mikið glímt við meiðsli og aðeins spilað fimm deildarleiki, þar af einn í byrjunarliði. „Við munum ræða við hann og umboðsmann hans um afleiðingarnar og hvernig við höldum áfram eftir þetta,“ sagði Fritz. Werder director Fritz: Naby Keita found out that he would not be playing vs Leverkusen from the start, he decided not to get on the bus and to go home . We'll talk to Keita and his agent about the consequences and how to proceed . pic.twitter.com/YPj6KDmKJv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2024 Ole Werner, þjálfari Werder Bremen, bætti við: „Þetta angrar mig og mun hafa afleiðingar. Ég hef ekki rætt við hann enn en það mun gerast á næstu dögum.“ Segist aldrei hafa átt í agavandamálum Keita sendi frá sér skrif á Instagram í gær og kvaðst vilja skýra stöðuna, en útskýrði þó ekki af hverju hann fór ekki með liðinu í leikinn við Leverkusen. „Frá því að ég kom fyrst til þessa frábæra félags hef ég alltaf lagt mig allan fram og sýnt fagmennsku. Það eina sem ég hef viljað er að hjálpa félaginu og færa öllum stuðningsmönnunum gleði, sérstaklega þegar úrslitin hafa ekki verið eins og við myndum kjósa,“ skrifaði Keita og bætti við: „Frá upphafi ferilsins hef ég aldrei átt í neinum agavandamálum og alltaf reynt að vera fyrirmynd. Það kemur því ekki til greina að einhver eyðileggi þá mynd. Við stuðningsmennina segi ég: Ég vil að þið vitið að ég berst á hverri einustu æfingu til að gleðja ykkur allar helgar. Að æfa og leggja allt í sölurnar er það eina sem ég get gert. Áfram Werder!“ Samningur Keita við Werder Bremen gildir til ársins 2026.
Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira