„Héldum okkur inni í leiknum og lokuðum þessu í fjórða“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. apríl 2024 19:30 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, hafði ýmislegt við leik sinna kvenna að athuga í kvöld en var engu að síður stoltur af því hversu sterkar þær voru á svellinu þegar á reyndi og lokuðu leiknum en lokatölur á Akureyri urðu 85-101. Fyrsta spurningin hlaut að snúa að varnarleik liðsins sem var ansi götóttur framan af leik og tók Þorleifur undir það. „Bara skelfilegur. En við klárlega stigum upp í fjórða leikhluta. Virkilega ánægður og stoltur hvernig við héldum okkur inni í leiknum. Við vorum mikið að klikka á litlum atriðum og hlutum sem voru ekki að ganga upp. Þær verða þá kannski pirraðar út í sjálfar sig en við erum bara að vinna í því að halda áfram. Við gerðum það, „héldum okkur inni í leiknum og lokuðum þessu í fjórða.“ Danielle Rodriguez fékk sína fjórðu villu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta og Þórsarar komust í kjölfarið yfir. Hún spilaði svo allan fjórða leikhluta og var mjög greinilega að leggja sig fram við að vera aldrei með hendur í vafasamri varnarstöðu. „Þetta voru villur þar sem Dani sér ekki manninn sem hún brýtur á. Kannski er þetta bara gamla góða óvart, hún er bara fyrir. En að fá þrjár svoleiðis villur á besta leikmanninn sinn er svolítið svekkjandi. En reglur er bara reglur og þeir verða bara að flauta. Ég setti hana líka bara inn á strax í fjórða og sagði: „Nothing stupid“ og hún gerði það og kláraði þetta vel og stjórnaði leiknum vel til að klára þetta.“ Tveir sigrar í höfn hjá Grindavík í einvíginu en hvorugir kannski mjög afgerandi gegn liði sem endaði mun neðar í töflunni. Þorleifur var þó engu að síður nokkuð sáttur með þessa tvo leiki og ekki síst sáttur með Þórsarana. „Við þurfum að laga alveg helling en er ég sáttur? Ég er mjög sáttur og stoltur af stelpunum. Við unnum þennan leik, vorum að ströggla. Klárlega bjartsýnn og allt það. Ég bara svo þakklátur fyrir körfuboltann, hvað Þór er gott lið. Hvað Daníel er góður þjálfari, þær eru góðar og ótrúlega mikil harka í þeim. Þær spila ótrúlega vel saman og gefast aldrei upp. Ef við ætlum að vinna þetta á þriðjudaginn þá þurfum við að gjöra svo vel að mæta tilbúnar, annars lendum við í annarri bikarskitu. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Fyrsta spurningin hlaut að snúa að varnarleik liðsins sem var ansi götóttur framan af leik og tók Þorleifur undir það. „Bara skelfilegur. En við klárlega stigum upp í fjórða leikhluta. Virkilega ánægður og stoltur hvernig við héldum okkur inni í leiknum. Við vorum mikið að klikka á litlum atriðum og hlutum sem voru ekki að ganga upp. Þær verða þá kannski pirraðar út í sjálfar sig en við erum bara að vinna í því að halda áfram. Við gerðum það, „héldum okkur inni í leiknum og lokuðum þessu í fjórða.“ Danielle Rodriguez fékk sína fjórðu villu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta og Þórsarar komust í kjölfarið yfir. Hún spilaði svo allan fjórða leikhluta og var mjög greinilega að leggja sig fram við að vera aldrei með hendur í vafasamri varnarstöðu. „Þetta voru villur þar sem Dani sér ekki manninn sem hún brýtur á. Kannski er þetta bara gamla góða óvart, hún er bara fyrir. En að fá þrjár svoleiðis villur á besta leikmanninn sinn er svolítið svekkjandi. En reglur er bara reglur og þeir verða bara að flauta. Ég setti hana líka bara inn á strax í fjórða og sagði: „Nothing stupid“ og hún gerði það og kláraði þetta vel og stjórnaði leiknum vel til að klára þetta.“ Tveir sigrar í höfn hjá Grindavík í einvíginu en hvorugir kannski mjög afgerandi gegn liði sem endaði mun neðar í töflunni. Þorleifur var þó engu að síður nokkuð sáttur með þessa tvo leiki og ekki síst sáttur með Þórsarana. „Við þurfum að laga alveg helling en er ég sáttur? Ég er mjög sáttur og stoltur af stelpunum. Við unnum þennan leik, vorum að ströggla. Klárlega bjartsýnn og allt það. Ég bara svo þakklátur fyrir körfuboltann, hvað Þór er gott lið. Hvað Daníel er góður þjálfari, þær eru góðar og ótrúlega mikil harka í þeim. Þær spila ótrúlega vel saman og gefast aldrei upp. Ef við ætlum að vinna þetta á þriðjudaginn þá þurfum við að gjöra svo vel að mæta tilbúnar, annars lendum við í annarri bikarskitu.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira