„Ekki uppleggið að fá á sig hundrað stig“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. apríl 2024 19:12 Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Vísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur með tap sinna kvenna gegn Grindavík í dag í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta en taldi að Þórsarar hefðu einfaldlega tapað gegn liði með meiri breidd að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn framan af og Þórsarar í dauðafæri að taka leikinn í sínar hendur þegar Danielle Rodriguez fór út af í fjórða leikhluta. „Ég veit ekki með dauðafæri. Við erum náttúrulega „underdogs“ í þessari seríu og vissum að þetta er vel mannað lið sem við erum að spila við. Þær enduðu ofar í deildinni en við og enduðu í efri hlutanum en klárlega var óskin að halda þeim allavega undir 90 á heimavelli.“ Grindvíkingar komu sterkir til baka í fjórða leikhluta og virtust gera út um leikinn á stuttum kafla. Daníel var mjög óhress með frammistöðu Þórs varnarmegin. „Við erum náttúrulega bara á mjög stuttri róteringu og þær kannski með aðeins meiri breidd sín megin til að halda út 40 mínúturnar. Við erum að keyra þetta rosalega mikið á sama mannskap, stóru mómentin. Annað hvort eru mínar sprungnar eða þær virðast allavega hvíla sig aðeins í vörn.“ „Að fá á sig 200 stig í tveimur leikjum er náttúrlega bara skömmustulegt sama hversu gott sóknarliðið er. Þær virðast hafa einhvern aukagír eða meiri breidd sem við náðum bara ekki að bregðast við í fyrsta leiknum og ekki í þessum heldur.“ Daníel taldi svo til ýmsa hluti sem urðu liðinu að falli í dag fyrir utan slakan varnarleik. „Það var allavega „ekki upplegigð að fá á sig 100 stig í báðum leikjunum.“ Við ætluðum klárlega að koma inn með meiri orku. Byrjuðum svo sem þannig að breyta stoppum í góðar sóknir svo veit ég bara ekki alveg hvað gerist. Það vantar upp á „effortið“, halda þeim í einu skoti. Þær sækja aðeins of mörg sóknarfráköst fyrir okkur sem treystum svolítið á frákastabaráttuna. Svo setja þær bara drulluerfið skot stundum og fá stundum alltof opin skot.“ Það er allt undir í næsta leik liðanna og Þórsarar á leið í sumarfrí ef hann tapast. Daníel sagðist þó vera nokkuð viss um að hans konur myndu ekki nálgast þann leik neitt öðruvísi en aðra. „Ég þekki mínar stelpur ágætlega. Þær eru ekkert að fara að nálgast leik þrjú eitthvað öðruvísi en bikarleik eða annan leik í úrslitakeppninni, sama hver staðan er.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira
Leikurinn var mjög jafn framan af og Þórsarar í dauðafæri að taka leikinn í sínar hendur þegar Danielle Rodriguez fór út af í fjórða leikhluta. „Ég veit ekki með dauðafæri. Við erum náttúrulega „underdogs“ í þessari seríu og vissum að þetta er vel mannað lið sem við erum að spila við. Þær enduðu ofar í deildinni en við og enduðu í efri hlutanum en klárlega var óskin að halda þeim allavega undir 90 á heimavelli.“ Grindvíkingar komu sterkir til baka í fjórða leikhluta og virtust gera út um leikinn á stuttum kafla. Daníel var mjög óhress með frammistöðu Þórs varnarmegin. „Við erum náttúrulega bara á mjög stuttri róteringu og þær kannski með aðeins meiri breidd sín megin til að halda út 40 mínúturnar. Við erum að keyra þetta rosalega mikið á sama mannskap, stóru mómentin. Annað hvort eru mínar sprungnar eða þær virðast allavega hvíla sig aðeins í vörn.“ „Að fá á sig 200 stig í tveimur leikjum er náttúrlega bara skömmustulegt sama hversu gott sóknarliðið er. Þær virðast hafa einhvern aukagír eða meiri breidd sem við náðum bara ekki að bregðast við í fyrsta leiknum og ekki í þessum heldur.“ Daníel taldi svo til ýmsa hluti sem urðu liðinu að falli í dag fyrir utan slakan varnarleik. „Það var allavega „ekki upplegigð að fá á sig 100 stig í báðum leikjunum.“ Við ætluðum klárlega að koma inn með meiri orku. Byrjuðum svo sem þannig að breyta stoppum í góðar sóknir svo veit ég bara ekki alveg hvað gerist. Það vantar upp á „effortið“, halda þeim í einu skoti. Þær sækja aðeins of mörg sóknarfráköst fyrir okkur sem treystum svolítið á frákastabaráttuna. Svo setja þær bara drulluerfið skot stundum og fá stundum alltof opin skot.“ Það er allt undir í næsta leik liðanna og Þórsarar á leið í sumarfrí ef hann tapast. Daníel sagðist þó vera nokkuð viss um að hans konur myndu ekki nálgast þann leik neitt öðruvísi en aðra. „Ég þekki mínar stelpur ágætlega. Þær eru ekkert að fara að nálgast leik þrjú eitthvað öðruvísi en bikarleik eða annan leik í úrslitakeppninni, sama hver staðan er.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Sjá meira