Johnson leitaði á náðir Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 17:04 Mike Johnson og Donald Trump í Mar-a-Lago í gær. AP/Wilfredo Lee Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, leitaði í gær á náðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins. Johnson hefur átt í miklu basli með þingflokk sinn sem hefur mjög nauman meirihluta á þingi og nánir stuðningsmenn Trumps hafa unnið gegn honum. Má þar helst nefna Marjorie Taylor Greene, sem ætlar mögulega að reyna að velta honum úr sessi. Eftir fund Johnson og Trump í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trump í Flórída, lýsti Trump því yfir að Johnson hefði staðið sig vel í starfi og nyti stuðnings síns. Sjá einnig: Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Saman lýstu þeir því yfir að leggja ætti fram nýtt frumvarp sem ætlað væri að koma í veg fyrir það að innflytjendur, sem ekki eru bandarískir ríkisborgarar, kjósi í Bandaríkjunum. Sem er eitthvað sem gerist ekki þar í landi. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru það lögbrot að taka þátt í kosningum í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar og er einkar sjaldgæft að fólki reyni það. Slík tilfelli hafa komið upp en sérfræðingar segja að í yfirgnæfandi meirihluta atvika sé um að ræða löglega innflytjendur sem hafi ranglega talið að þau væru komin með kosningarétt. Trump stofnaði eftir forstakosningarnar 2016 sérstaka nefnd sem átti að rannsaka slík tilfelli þar sem hann sagði að eina ástæðan fyrir því að hann hefði fengið færri atkvæði á landsvísu en Hillary Clinton, væri að fjöldi fólks sem væri ekki ríkisborgarar hefðu tekið þátt í kosningunum. Nefndin var á endanum lögð niður án þess að finna eitt dæmi um slíkt. Þrátt fyrir það lýstu Johnson og Trump yfir áhyggjum af flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna og því að þetta fólk gæti tekið þátt í kosningunum. Líktu þeir ástandinu við innrás. Trump kallaði eftir því að Joe Biden, forseti, lokaði landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Umferð farand- og flóttafólks um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur aukist verulega og hefur Trump farið hörðum orðum um Joe Biden, sitjandi forseta og mótframbjóðanda sinn, vegna ástandsins. Trump sjálfur kom þó í veg fyrir umfangsmiklar aðgerðir á landamærunum þegar hann skipaði Repúblikönum að samþykkja ekki frumvarp sem þingmenn beggja flokka hefðu komið að því að semja og sagði hann opinberlega að ástæðan væri sú að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Trump hefur ítrekað lýst farand- og flóttafólki sem dýrum á undanförnum vikum. Óttast að aðgerðir komi niður á borgurum Frumvarp sem Johnson og Trump lýstu í gær, myndi líklega aldrei fara í gegnum öldungadeildinar, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Því er að öllum líkindum eingöngu ætlað að vera notað gegn Demókrötum í kosningunum í nóvember. Ein af ástæðum þess að Demókratar óttast aðgerðir eins og þær sem Johnson og Trupm lýstu í gær er að þegar þær hafa verið reyndar áður hafa þær komið niður á fólki með kosningarétt. Þetta var til að mynda reynt í Texas árið 2019 og þá ætluðu Repúblikanar í leiðinni að meina tugum þúsunda manna með ríkisborgararrétt að taka þátt í kosningum. Tilraunin var stöðvuð af alríkisdómara og sagði innanríkisráðherra Texas af sér í kjölfarið. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17 „Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. 3. apríl 2024 10:15 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Má þar helst nefna Marjorie Taylor Greene, sem ætlar mögulega að reyna að velta honum úr sessi. Eftir fund Johnson og Trump í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trump í Flórída, lýsti Trump því yfir að Johnson hefði staðið sig vel í starfi og nyti stuðnings síns. Sjá einnig: Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Saman lýstu þeir því yfir að leggja ætti fram nýtt frumvarp sem ætlað væri að koma í veg fyrir það að innflytjendur, sem ekki eru bandarískir ríkisborgarar, kjósi í Bandaríkjunum. Sem er eitthvað sem gerist ekki þar í landi. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru það lögbrot að taka þátt í kosningum í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar og er einkar sjaldgæft að fólki reyni það. Slík tilfelli hafa komið upp en sérfræðingar segja að í yfirgnæfandi meirihluta atvika sé um að ræða löglega innflytjendur sem hafi ranglega talið að þau væru komin með kosningarétt. Trump stofnaði eftir forstakosningarnar 2016 sérstaka nefnd sem átti að rannsaka slík tilfelli þar sem hann sagði að eina ástæðan fyrir því að hann hefði fengið færri atkvæði á landsvísu en Hillary Clinton, væri að fjöldi fólks sem væri ekki ríkisborgarar hefðu tekið þátt í kosningunum. Nefndin var á endanum lögð niður án þess að finna eitt dæmi um slíkt. Þrátt fyrir það lýstu Johnson og Trump yfir áhyggjum af flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna og því að þetta fólk gæti tekið þátt í kosningunum. Líktu þeir ástandinu við innrás. Trump kallaði eftir því að Joe Biden, forseti, lokaði landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Umferð farand- og flóttafólks um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur aukist verulega og hefur Trump farið hörðum orðum um Joe Biden, sitjandi forseta og mótframbjóðanda sinn, vegna ástandsins. Trump sjálfur kom þó í veg fyrir umfangsmiklar aðgerðir á landamærunum þegar hann skipaði Repúblikönum að samþykkja ekki frumvarp sem þingmenn beggja flokka hefðu komið að því að semja og sagði hann opinberlega að ástæðan væri sú að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Trump hefur ítrekað lýst farand- og flóttafólki sem dýrum á undanförnum vikum. Óttast að aðgerðir komi niður á borgurum Frumvarp sem Johnson og Trump lýstu í gær, myndi líklega aldrei fara í gegnum öldungadeildinar, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Því er að öllum líkindum eingöngu ætlað að vera notað gegn Demókrötum í kosningunum í nóvember. Ein af ástæðum þess að Demókratar óttast aðgerðir eins og þær sem Johnson og Trupm lýstu í gær er að þegar þær hafa verið reyndar áður hafa þær komið niður á fólki með kosningarétt. Þetta var til að mynda reynt í Texas árið 2019 og þá ætluðu Repúblikanar í leiðinni að meina tugum þúsunda manna með ríkisborgararrétt að taka þátt í kosningum. Tilraunin var stöðvuð af alríkisdómara og sagði innanríkisráðherra Texas af sér í kjölfarið.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17 „Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. 3. apríl 2024 10:15 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11
Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17
„Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. 3. apríl 2024 10:15