Ten Hag og nýir yfirmenn hans munu leita að framherja í sumar Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2024 11:31 Nýir eigendur og slæmt gengi á tímabilinu hefur hleypt miklum hita undir stjórasæti Ten Hag. Ryan Jenkinson/MB Media/Getty Images Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mun leita að framherja og vinstri bakverði þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Hann sagði kaupstefnu félagsins undir hans stjórn hafa skilað góðum árangri en mætir hugmyndum nýrra yfirmanna sinna með opnum hug. Eftir 31 umferð í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester United aðeins skorað 45 sinnum, fæst mörk allra liða í efri hluta deildarinnar. Þeir fengu danska framherjann Rasmus Höjlund fyrir tímabilið og hann hefur lofað góðu en Ten Hag hefði viljað meiri fjölbreytni í fremstu línu. „Maður verður að hafa fleiri valmöguleika. Þú þarft tvo góða menn í hverja stöðu en í sumum stöðum höfðum við ekki þann möguleika – framherjastaðan og vinstri bakvarðarstaðan. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á okkar frammistöður og úrslit.“ Manchester United gerir sér ferð til Bournemouth síðar í dag. Liðið er nokkuð meiðslahrjáð en fyrr í dag bárust fréttir af því að Marcus Rashford og Scott McTominay væru tæpir og tækju líklega ekki þátt. Ten Hag sagði sóknarmennina Marcus Rashford og Anthony Martial einmitt hafa valdið sér vonbrigðum. Þjálfarinn gerði ráð fyrir meira framlagi frá þeim þegar hann teiknaði upp tímabilið. „Samkvæmt okkar plani hefðum við átt að skora nóg af mörkum. Við treystum á mörk frá Rashford – hann skoraði 30 á síðasta tímabili. Við treystum á mörk frá Martial – hann spilaði vel á síðasta tímabili. Svo fáum við Rasmus Höjlund inn, þetta hefði átt að skila nóg af mörkum.“ Hefur gengið vel en alltaf opinn fyrir betri hugmyndum Orðrómar hafa verið á sveimi að Ten Hag verði látinn taka poka sinn eftir tímabilið. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri félagsins, Jim Ratcliffe, hefur hins vegar ekkert gefið út opinberlega. Að því gefnu að Ten Hag haldi áfram sagðist hann spenntur að starfa með nýjum yfirmönnum í breyttu starfsumhverfi. Man. Utd. hefur fengið til starfa fyrrum yfirmann hjá City Group, Omar Berrada. Það var svo tilkynnt fyrr í vikunni að John Murtough myndi láta af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála, Dan Ashworth hjá Newcastle þykir hans líklegasti eftirmaður. „Við erum að vinna bakvið tjöldin með útsendurum okkar. Hingað til hefur það gengið vel. Onana er að standa sig mjög vel, það sjá allir hæfileika Rasmus Höjlund og allir hafa verið ánægðir með Lisandro Martinez. Það eru fleiri dæmi. Við höfum verið að skila góðu starfi en ef þeir koma með einhverjar enn betri hugmyndir erum við alltaf til í að heyra þær. Við erum með ýmsa möguleika en ef þeir bjóða okkur betri möguleika erum við opnir fyrir því, svo sem lengi sem það fellur inn í okkar leikskipulag og liðsstefnu“ sagði Ten Hag að lokum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Eftir 31 umferð í ensku úrvalsdeildinni hefur Manchester United aðeins skorað 45 sinnum, fæst mörk allra liða í efri hluta deildarinnar. Þeir fengu danska framherjann Rasmus Höjlund fyrir tímabilið og hann hefur lofað góðu en Ten Hag hefði viljað meiri fjölbreytni í fremstu línu. „Maður verður að hafa fleiri valmöguleika. Þú þarft tvo góða menn í hverja stöðu en í sumum stöðum höfðum við ekki þann möguleika – framherjastaðan og vinstri bakvarðarstaðan. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á okkar frammistöður og úrslit.“ Manchester United gerir sér ferð til Bournemouth síðar í dag. Liðið er nokkuð meiðslahrjáð en fyrr í dag bárust fréttir af því að Marcus Rashford og Scott McTominay væru tæpir og tækju líklega ekki þátt. Ten Hag sagði sóknarmennina Marcus Rashford og Anthony Martial einmitt hafa valdið sér vonbrigðum. Þjálfarinn gerði ráð fyrir meira framlagi frá þeim þegar hann teiknaði upp tímabilið. „Samkvæmt okkar plani hefðum við átt að skora nóg af mörkum. Við treystum á mörk frá Rashford – hann skoraði 30 á síðasta tímabili. Við treystum á mörk frá Martial – hann spilaði vel á síðasta tímabili. Svo fáum við Rasmus Höjlund inn, þetta hefði átt að skila nóg af mörkum.“ Hefur gengið vel en alltaf opinn fyrir betri hugmyndum Orðrómar hafa verið á sveimi að Ten Hag verði látinn taka poka sinn eftir tímabilið. Nýr eigandi og framkvæmdastjóri félagsins, Jim Ratcliffe, hefur hins vegar ekkert gefið út opinberlega. Að því gefnu að Ten Hag haldi áfram sagðist hann spenntur að starfa með nýjum yfirmönnum í breyttu starfsumhverfi. Man. Utd. hefur fengið til starfa fyrrum yfirmann hjá City Group, Omar Berrada. Það var svo tilkynnt fyrr í vikunni að John Murtough myndi láta af störfum sem yfirmaður knattspyrnumála, Dan Ashworth hjá Newcastle þykir hans líklegasti eftirmaður. „Við erum að vinna bakvið tjöldin með útsendurum okkar. Hingað til hefur það gengið vel. Onana er að standa sig mjög vel, það sjá allir hæfileika Rasmus Höjlund og allir hafa verið ánægðir með Lisandro Martinez. Það eru fleiri dæmi. Við höfum verið að skila góðu starfi en ef þeir koma með einhverjar enn betri hugmyndir erum við alltaf til í að heyra þær. Við erum með ýmsa möguleika en ef þeir bjóða okkur betri möguleika erum við opnir fyrir því, svo sem lengi sem það fellur inn í okkar leikskipulag og liðsstefnu“ sagði Ten Hag að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn