Mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir banna hvalveiðar? Rósa Líf Darradóttir, Valgerður Árnadóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifa 12. apríl 2024 21:31 Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega. Katrín Jakobsdóttir skipaði starfshóp til að til að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu hvalveiða, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. Skýrsla starfshópsins er þó ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi í haust. Nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gagnrýndi árið 2019 ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar þáverandi ráðherra málaflokksins fyrir að gefa út nýtt hvalveiðileyfi með orðunum: „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar“. Afdráttarlaus gagnrýni sem ráðherra verður að standa við enda bendir ekkert til að staða mála hafi breyst. Það leiðir líkum að því að Bjarkeyju sé annt um ímynd og efnahag Íslands. Kvikmyndagerðarfólk um allan heim sendu áskorun á matvælaráðherra í september á síðasta ári þar sem þau segjast munu sniðganga ísland með sín kvikmyndaverkefni ef Ísland lætur ekki af hvalveiðum, meðal þeirra 500 sem skrifa undir eru þekkt nöfn eins og James Cameron, Peter Jackson, Darren Aronofsky, Jason Momoa, Asa Butterfield, Dame Fran Walsh, Dame Jane Champion og Hillary Swank. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk tók undir þessa áskorun og sendu einnig frá sér undirskriftarlista: „Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Aðilar í ferðamannaiðnaðinum eru einnig uggandi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lét hafa eftir sér í viðtali í fyrra að iðnaðurinn verður var við miklar afbókanir og telur hann að 7-10.000 ferðamanna hætti við að ferðast hingað ár hvert sem Ísland veiðir hval. Rannveig Grétarsdóttirstjórnarformaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands tekur í sama streng og hefur verulegar áhyggjur af áhrif hvalveiða á hvalaskoðunarfyrirtæki og telur þau sniðgengin í rannsóknum og umræðum um áhrif hvalveiða. Á síðasta ári var gríðarlega mikil umfjöllun í alþjóðlegum fjölmiðlum um hvalveiðar Íslendinga hjá stærstu fréttamiðlum heims. Milljónir manna lásu þetta viðtal við Kristján Loftsson eiganda Hvals hf., Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands og Valgerði Árnadóttur talskonu Hvalavina sem var mest lesna frétt í The Guardian í heila viku. Enn fleiri fréttu af þessu frá miðlum BBC, CNN hélt því fram að frá og með þessu ári yrðu hvalveiðar bannaðar við Íslands strendur svo má lengi telja. Blaðamenn þessarra fréttamiðla eru í reglulegum samskiptum við Hvalavini og bíða frétta, alþjóðasamfélagið er að fylgjast með og undirskriftalisti Hvalavina telur nú 628 þúsund manns og verður nú virkjaður aftur til að vekja athygli á að enn er ekki komin niðurstaða í málinu. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk er á móti hvalveiðum. Flest láta sig annt um dýravelferð en veiðiaðferðir eru þannig að ekki sé unnt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að banna veiðarnar en að auki eru efnahagslegar forsendur veiðanna löngu brostnar. Hvalur hf. tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug, ferðamenn sem er annt um náttúru og dýravelferð veigra sér við að heimsækja Ísland og kvikmyndaiðnaðurinn sem hefur verið í gríðarlegri uppbyggingu á undanförnum 20 árum með góðum árangri fyrir ímynd og efnahag landsins er í hættu. Við skorum á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að gefa ekki út nýtt leyfi og beita sér fyrir því að þær verði bannaðar. Undirskriftalista til að styðja við þessa áskorun má finna hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Rósa Líf er stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, Valgerður er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og Þorgerður María er formaður Landverndar. Þær skrifa fyrir hönd Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Þorgerður María Þorbjarnardóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega. Katrín Jakobsdóttir skipaði starfshóp til að til að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu hvalveiða, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. Skýrsla starfshópsins er þó ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi í haust. Nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gagnrýndi árið 2019 ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar þáverandi ráðherra málaflokksins fyrir að gefa út nýtt hvalveiðileyfi með orðunum: „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar“. Afdráttarlaus gagnrýni sem ráðherra verður að standa við enda bendir ekkert til að staða mála hafi breyst. Það leiðir líkum að því að Bjarkeyju sé annt um ímynd og efnahag Íslands. Kvikmyndagerðarfólk um allan heim sendu áskorun á matvælaráðherra í september á síðasta ári þar sem þau segjast munu sniðganga ísland með sín kvikmyndaverkefni ef Ísland lætur ekki af hvalveiðum, meðal þeirra 500 sem skrifa undir eru þekkt nöfn eins og James Cameron, Peter Jackson, Darren Aronofsky, Jason Momoa, Asa Butterfield, Dame Fran Walsh, Dame Jane Champion og Hillary Swank. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk tók undir þessa áskorun og sendu einnig frá sér undirskriftarlista: „Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Aðilar í ferðamannaiðnaðinum eru einnig uggandi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lét hafa eftir sér í viðtali í fyrra að iðnaðurinn verður var við miklar afbókanir og telur hann að 7-10.000 ferðamanna hætti við að ferðast hingað ár hvert sem Ísland veiðir hval. Rannveig Grétarsdóttirstjórnarformaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands tekur í sama streng og hefur verulegar áhyggjur af áhrif hvalveiða á hvalaskoðunarfyrirtæki og telur þau sniðgengin í rannsóknum og umræðum um áhrif hvalveiða. Á síðasta ári var gríðarlega mikil umfjöllun í alþjóðlegum fjölmiðlum um hvalveiðar Íslendinga hjá stærstu fréttamiðlum heims. Milljónir manna lásu þetta viðtal við Kristján Loftsson eiganda Hvals hf., Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands og Valgerði Árnadóttur talskonu Hvalavina sem var mest lesna frétt í The Guardian í heila viku. Enn fleiri fréttu af þessu frá miðlum BBC, CNN hélt því fram að frá og með þessu ári yrðu hvalveiðar bannaðar við Íslands strendur svo má lengi telja. Blaðamenn þessarra fréttamiðla eru í reglulegum samskiptum við Hvalavini og bíða frétta, alþjóðasamfélagið er að fylgjast með og undirskriftalisti Hvalavina telur nú 628 þúsund manns og verður nú virkjaður aftur til að vekja athygli á að enn er ekki komin niðurstaða í málinu. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk er á móti hvalveiðum. Flest láta sig annt um dýravelferð en veiðiaðferðir eru þannig að ekki sé unnt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að banna veiðarnar en að auki eru efnahagslegar forsendur veiðanna löngu brostnar. Hvalur hf. tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug, ferðamenn sem er annt um náttúru og dýravelferð veigra sér við að heimsækja Ísland og kvikmyndaiðnaðurinn sem hefur verið í gríðarlegri uppbyggingu á undanförnum 20 árum með góðum árangri fyrir ímynd og efnahag landsins er í hættu. Við skorum á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að gefa ekki út nýtt leyfi og beita sér fyrir því að þær verði bannaðar. Undirskriftalista til að styðja við þessa áskorun má finna hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Rósa Líf er stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, Valgerður er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og Þorgerður María er formaður Landverndar. Þær skrifa fyrir hönd Hvalavina.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar