Mun Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir banna hvalveiðar? Rósa Líf Darradóttir, Valgerður Árnadóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifa 12. apríl 2024 21:31 Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega. Katrín Jakobsdóttir skipaði starfshóp til að til að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu hvalveiða, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. Skýrsla starfshópsins er þó ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi í haust. Nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gagnrýndi árið 2019 ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar þáverandi ráðherra málaflokksins fyrir að gefa út nýtt hvalveiðileyfi með orðunum: „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar“. Afdráttarlaus gagnrýni sem ráðherra verður að standa við enda bendir ekkert til að staða mála hafi breyst. Það leiðir líkum að því að Bjarkeyju sé annt um ímynd og efnahag Íslands. Kvikmyndagerðarfólk um allan heim sendu áskorun á matvælaráðherra í september á síðasta ári þar sem þau segjast munu sniðganga ísland með sín kvikmyndaverkefni ef Ísland lætur ekki af hvalveiðum, meðal þeirra 500 sem skrifa undir eru þekkt nöfn eins og James Cameron, Peter Jackson, Darren Aronofsky, Jason Momoa, Asa Butterfield, Dame Fran Walsh, Dame Jane Champion og Hillary Swank. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk tók undir þessa áskorun og sendu einnig frá sér undirskriftarlista: „Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Aðilar í ferðamannaiðnaðinum eru einnig uggandi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lét hafa eftir sér í viðtali í fyrra að iðnaðurinn verður var við miklar afbókanir og telur hann að 7-10.000 ferðamanna hætti við að ferðast hingað ár hvert sem Ísland veiðir hval. Rannveig Grétarsdóttirstjórnarformaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands tekur í sama streng og hefur verulegar áhyggjur af áhrif hvalveiða á hvalaskoðunarfyrirtæki og telur þau sniðgengin í rannsóknum og umræðum um áhrif hvalveiða. Á síðasta ári var gríðarlega mikil umfjöllun í alþjóðlegum fjölmiðlum um hvalveiðar Íslendinga hjá stærstu fréttamiðlum heims. Milljónir manna lásu þetta viðtal við Kristján Loftsson eiganda Hvals hf., Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands og Valgerði Árnadóttur talskonu Hvalavina sem var mest lesna frétt í The Guardian í heila viku. Enn fleiri fréttu af þessu frá miðlum BBC, CNN hélt því fram að frá og með þessu ári yrðu hvalveiðar bannaðar við Íslands strendur svo má lengi telja. Blaðamenn þessarra fréttamiðla eru í reglulegum samskiptum við Hvalavini og bíða frétta, alþjóðasamfélagið er að fylgjast með og undirskriftalisti Hvalavina telur nú 628 þúsund manns og verður nú virkjaður aftur til að vekja athygli á að enn er ekki komin niðurstaða í málinu. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk er á móti hvalveiðum. Flest láta sig annt um dýravelferð en veiðiaðferðir eru þannig að ekki sé unnt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að banna veiðarnar en að auki eru efnahagslegar forsendur veiðanna löngu brostnar. Hvalur hf. tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug, ferðamenn sem er annt um náttúru og dýravelferð veigra sér við að heimsækja Ísland og kvikmyndaiðnaðurinn sem hefur verið í gríðarlegri uppbyggingu á undanförnum 20 árum með góðum árangri fyrir ímynd og efnahag landsins er í hættu. Við skorum á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að gefa ekki út nýtt leyfi og beita sér fyrir því að þær verði bannaðar. Undirskriftalista til að styðja við þessa áskorun má finna hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Rósa Líf er stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, Valgerður er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og Þorgerður María er formaður Landverndar. Þær skrifa fyrir hönd Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Þorgerður María Þorbjarnardóttir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Vinstri græn Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega. Katrín Jakobsdóttir skipaði starfshóp til að til að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu hvalveiða, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. Skýrsla starfshópsins er þó ekki væntanleg fyrr en í fyrsta lagi í haust. Nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gagnrýndi árið 2019 ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar þáverandi ráðherra málaflokksins fyrir að gefa út nýtt hvalveiðileyfi með orðunum: „Fátt bendir til þess að hvalveiðar muni nokkru sinni ná fyrri stöðu í atvinnulífinu og enn minni líkur eru á að slíkar veiðar öðlist viðurkenningu alþjóðlegra stofnana á sviði umhverfisverndar“. Afdráttarlaus gagnrýni sem ráðherra verður að standa við enda bendir ekkert til að staða mála hafi breyst. Það leiðir líkum að því að Bjarkeyju sé annt um ímynd og efnahag Íslands. Kvikmyndagerðarfólk um allan heim sendu áskorun á matvælaráðherra í september á síðasta ári þar sem þau segjast munu sniðganga ísland með sín kvikmyndaverkefni ef Ísland lætur ekki af hvalveiðum, meðal þeirra 500 sem skrifa undir eru þekkt nöfn eins og James Cameron, Peter Jackson, Darren Aronofsky, Jason Momoa, Asa Butterfield, Dame Fran Walsh, Dame Jane Champion og Hillary Swank. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk tók undir þessa áskorun og sendu einnig frá sér undirskriftarlista: „Við undirrituð, sem vinnum í íslenska kvikmyndaiðnaðinum, viljum vekja athygli á þeim áhrifum sem áframhaldandi hvalveiðar munu hafa á okkar starf og ímynd landsins. Með það fyrir augum, biðjum við stjórnvöld á Íslandi að endurskoða ákvörðun sína um leyfi til hvalveiða,“ segir í tilkynningu fyrir hönd hópsins. Á undirskriftalistunum má finna fjölda þekktra nafna í kvikmyndageiranum en um 500 manns hafa skrifað undir. Á listanum má meðal annars finna Ilmi Kristjánsdóttur, Högna Egilsson, Brynhildi Guðjónsdóttur og Baltasar Kormák. Aðilar í ferðamannaiðnaðinum eru einnig uggandi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar lét hafa eftir sér í viðtali í fyrra að iðnaðurinn verður var við miklar afbókanir og telur hann að 7-10.000 ferðamanna hætti við að ferðast hingað ár hvert sem Ísland veiðir hval. Rannveig Grétarsdóttirstjórnarformaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar og formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands tekur í sama streng og hefur verulegar áhyggjur af áhrif hvalveiða á hvalaskoðunarfyrirtæki og telur þau sniðgengin í rannsóknum og umræðum um áhrif hvalveiða. Á síðasta ári var gríðarlega mikil umfjöllun í alþjóðlegum fjölmiðlum um hvalveiðar Íslendinga hjá stærstu fréttamiðlum heims. Milljónir manna lásu þetta viðtal við Kristján Loftsson eiganda Hvals hf., Árna Finnsson formann Náttúruverndarsamtaka Íslands og Valgerði Árnadóttur talskonu Hvalavina sem var mest lesna frétt í The Guardian í heila viku. Enn fleiri fréttu af þessu frá miðlum BBC, CNN hélt því fram að frá og með þessu ári yrðu hvalveiðar bannaðar við Íslands strendur svo má lengi telja. Blaðamenn þessarra fréttamiðla eru í reglulegum samskiptum við Hvalavini og bíða frétta, alþjóðasamfélagið er að fylgjast með og undirskriftalisti Hvalavina telur nú 628 þúsund manns og verður nú virkjaður aftur til að vekja athygli á að enn er ekki komin niðurstaða í málinu. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk er á móti hvalveiðum. Flest láta sig annt um dýravelferð en veiðiaðferðir eru þannig að ekki sé unnt að tryggja mannúðlega aflífun hvala. Það eitt og sér ætti að vera nóg til að banna veiðarnar en að auki eru efnahagslegar forsendur veiðanna löngu brostnar. Hvalur hf. tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug, ferðamenn sem er annt um náttúru og dýravelferð veigra sér við að heimsækja Ísland og kvikmyndaiðnaðurinn sem hefur verið í gríðarlegri uppbyggingu á undanförnum 20 árum með góðum árangri fyrir ímynd og efnahag landsins er í hættu. Við skorum á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra að gefa ekki út nýtt leyfi og beita sér fyrir því að þær verði bannaðar. Undirskriftalista til að styðja við þessa áskorun má finna hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Rósa Líf er stjórnarmaður í Samtökum um dýravelferð á Íslandi, Valgerður er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og Þorgerður María er formaður Landverndar. Þær skrifa fyrir hönd Hvalavina.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar