Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2024 16:40 Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður hvort Bankasýslan hefði getað gert eitthvað betur í ferlinu segir hann ekkert í lífinu sem ekki sé hægt að gera aðeins betur. Málið liggi þó ljóst fyrir hvað Bankasýsluna varði og best sé að fá nýtt bankaráð til að skoða málið að loknum aðalfundi bankans eftir viku. Tryggvi segir Landsbankann hafa sinnt skyldu sinni á fyrri stigum. „Landsbankinn sinnti því í júlí 2023 þegar fyrri atlaga var gerð að kaupunum. En þegar kemur að þessari ákvörðun 15. mars þar sem Landsbankinn setur fram skuldbindandi tilboð í TM þá eru það þessi þrjú atriði sem við drögum skýrt fram,“ segir Tryggvi. Þriggja mínútna símtal dugi ekki Þar nefnir hann fyrst að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst fyrir fram um tilboðið. „Menn geta talað um þriggja mínútna símtöl í desember ef þeir vilja en það er á engan hátt uppfylling á samningi,“ segir Tryggvi. Í annan stað að fara gegn yfirlýsingum ráðherra og eigendastefnu ríkisins er snýr að áhættu, vilja til að auka arðgreiðslur, grynnka skuldir, sáttmála ríkisstjórnarinnar og að peningur sé notaður til að byggja upp innviði. Í þriðja lagi að enginn fyrirvari hafi verið um samþykki hluthafa ólíkt því sem var í tilboði Íslandsbanka í TM. „Við spurðum um það á aðalfundi Íslandsbanka nýlega. Þar kom skýrt fram að Íslandsbanki gerði fyrirvara um samþykki hluthafa,“ segir Tryggvi. Sjá hvað eftirlitsaðilar segja „Okkur finnst málið skýrt og leiðin fram undan nokkuð ljós. Með því að fá nýja aðila að bankaráðinu, sem er rétti aðilinn til að meta málið að nýju og velta fyrir sér möguleikum, þá er þessu komið áfram,“ segir Tryggvi. Þá minnir hann á að þeir fyrirvarar hafi þó verið í tilboði Landsbankans um samþykki fjármálaeftirlits Seðlabankans og Samkeppniseftirlitsins. „Þess vegna er kannski rétt að aðeins sjá hver verður niðurstaða þessara tveggja aðila.“ Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Bankasýsla ríkisins ákvað á fundi sínum í fyrradag, að fengnum tilnefningum valnefndar, að velja nýja einstaklinga sem verða tilnefndir í bankaráð Landsbankans á aðalfundi hans þann 19. apríl næstkomandi. Til stóð að fimm bankaráðsmenn yrðu tilnefndir til áframhaldandi setu en í ljósi kaupa Landsbankans á TM var hætt við það. Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir aðspurður hvort Bankasýslan hefði getað gert eitthvað betur í ferlinu segir hann ekkert í lífinu sem ekki sé hægt að gera aðeins betur. Málið liggi þó ljóst fyrir hvað Bankasýsluna varði og best sé að fá nýtt bankaráð til að skoða málið að loknum aðalfundi bankans eftir viku. Tryggvi segir Landsbankann hafa sinnt skyldu sinni á fyrri stigum. „Landsbankinn sinnti því í júlí 2023 þegar fyrri atlaga var gerð að kaupunum. En þegar kemur að þessari ákvörðun 15. mars þar sem Landsbankinn setur fram skuldbindandi tilboð í TM þá eru það þessi þrjú atriði sem við drögum skýrt fram,“ segir Tryggvi. Þriggja mínútna símtal dugi ekki Þar nefnir hann fyrst að Bankasýslan hafi ekki verið upplýst fyrir fram um tilboðið. „Menn geta talað um þriggja mínútna símtöl í desember ef þeir vilja en það er á engan hátt uppfylling á samningi,“ segir Tryggvi. Í annan stað að fara gegn yfirlýsingum ráðherra og eigendastefnu ríkisins er snýr að áhættu, vilja til að auka arðgreiðslur, grynnka skuldir, sáttmála ríkisstjórnarinnar og að peningur sé notaður til að byggja upp innviði. Í þriðja lagi að enginn fyrirvari hafi verið um samþykki hluthafa ólíkt því sem var í tilboði Íslandsbanka í TM. „Við spurðum um það á aðalfundi Íslandsbanka nýlega. Þar kom skýrt fram að Íslandsbanki gerði fyrirvara um samþykki hluthafa,“ segir Tryggvi. Sjá hvað eftirlitsaðilar segja „Okkur finnst málið skýrt og leiðin fram undan nokkuð ljós. Með því að fá nýja aðila að bankaráðinu, sem er rétti aðilinn til að meta málið að nýju og velta fyrir sér möguleikum, þá er þessu komið áfram,“ segir Tryggvi. Þá minnir hann á að þeir fyrirvarar hafi þó verið í tilboði Landsbankans um samþykki fjármálaeftirlits Seðlabankans og Samkeppniseftirlitsins. „Þess vegna er kannski rétt að aðeins sjá hver verður niðurstaða þessara tveggja aðila.“
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira