Hæstiréttur skoðar ekki ellefu ára gamalt slys í Sinfó Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 14:40 Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir skaðabótamál sem sviðsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands höfðaði gegn hljómsveitinni og tónlistarhúsinu Hörpu vegna vinnuslyss. Sviðsmaðurinn höfðaði málið vegna slyssins sem átti sér stað á æfingu Sinfóníunnar að morgni til árið 2013. Það varð skömmu eftir kaffihlé þegar hljómsveitarmenn voru að snúa til baka í svokallaða hljómsveitargryfju. Starfsmaðurinn sagði slysahættu hafa verið á vettvangi vegna lélegrar lýsingar, og að mikið af snúrum og öðrum búnaði væri á gólfi gryfjunnar. Hann hafi ætlað að láta ljósamann vita af hættunni, en rekið fótinn í þegar hann hafi ætlað á efri pall gryfjunnar og dottið. Fyrir vikið hlaut hann mikið líkamstjón. Hæstaréttur tekur málið ekki fyrir.Vísir/Vilhelm Árið 2021 dæmdi Landsréttur Hörpu og Sinfóníuhljómsveitina til að greiða honum skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna slyssins. Í kjölfar dóms Landsréttar 2021 náðu aðilar málsins sáttum um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningarbætur og bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku. Ágreiningurinn leystist þó ekki alveg, enn var deilt um frádrátt af bótum vegna varanlegrar örorku mannsins. Sinfónían og Harpa vildu meina að draga ætti ákveðið hlutfall af örorkulífeyris sem maðurinn þiggur frá Lífeyrissjóði frá skaðabótunum. Maðurinn var á öðru máli. Hann sagði ekki orsakasamband milli slyssins og frádráttarins, þar sem hann hafði glímt við vanheilsu fyrir slysið, og þau vandamál blossað upp aftur eftir að hann var rekinn úr starfi eftir slysuð. Harpa og Sinfónían voru sýknuð í héraði, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Það er sá dómur sem Hæstiréttur hafnar nú að taka fyrir. Maðurinn vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði Landsrétt bersýnilega lesa rangt úr gögnum málsins og beita réttarreglum ranglega. Þá hefði málið almenna þýðingu, og varði afar mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur sagði hvorki séð að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að málið varðaði sérstaklega hagsmuni mannsins. „Þá verður ekki séð að þau fjölmörgu atriði sem leyfisbeiðandi nefnir í beiðni sinni bendi til að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð að fallist verði á beiðnina eða að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar sem hafnaði beiðninni. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að viðkomandi hefði spilað í hljómsveitinni. Hann var starfsmaður hennar. Dómsmál Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Vinnuslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Sviðsmaðurinn höfðaði málið vegna slyssins sem átti sér stað á æfingu Sinfóníunnar að morgni til árið 2013. Það varð skömmu eftir kaffihlé þegar hljómsveitarmenn voru að snúa til baka í svokallaða hljómsveitargryfju. Starfsmaðurinn sagði slysahættu hafa verið á vettvangi vegna lélegrar lýsingar, og að mikið af snúrum og öðrum búnaði væri á gólfi gryfjunnar. Hann hafi ætlað að láta ljósamann vita af hættunni, en rekið fótinn í þegar hann hafi ætlað á efri pall gryfjunnar og dottið. Fyrir vikið hlaut hann mikið líkamstjón. Hæstaréttur tekur málið ekki fyrir.Vísir/Vilhelm Árið 2021 dæmdi Landsréttur Hörpu og Sinfóníuhljómsveitina til að greiða honum skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna slyssins. Í kjölfar dóms Landsréttar 2021 náðu aðilar málsins sáttum um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningarbætur og bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku. Ágreiningurinn leystist þó ekki alveg, enn var deilt um frádrátt af bótum vegna varanlegrar örorku mannsins. Sinfónían og Harpa vildu meina að draga ætti ákveðið hlutfall af örorkulífeyris sem maðurinn þiggur frá Lífeyrissjóði frá skaðabótunum. Maðurinn var á öðru máli. Hann sagði ekki orsakasamband milli slyssins og frádráttarins, þar sem hann hafði glímt við vanheilsu fyrir slysið, og þau vandamál blossað upp aftur eftir að hann var rekinn úr starfi eftir slysuð. Harpa og Sinfónían voru sýknuð í héraði, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Það er sá dómur sem Hæstiréttur hafnar nú að taka fyrir. Maðurinn vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði Landsrétt bersýnilega lesa rangt úr gögnum málsins og beita réttarreglum ranglega. Þá hefði málið almenna þýðingu, og varði afar mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur sagði hvorki séð að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að málið varðaði sérstaklega hagsmuni mannsins. „Þá verður ekki séð að þau fjölmörgu atriði sem leyfisbeiðandi nefnir í beiðni sinni bendi til að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð að fallist verði á beiðnina eða að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar sem hafnaði beiðninni. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að viðkomandi hefði spilað í hljómsveitinni. Hann var starfsmaður hennar.
Dómsmál Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Vinnuslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent