Hálfsjálfvirk rangstöðutækni á næsta tímabili Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. apríl 2024 17:30 Tillagan hlaut einróma samþykki allra félaga ensku úrvalsdeildarinnar. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Öll félög ensku úrvalsdeildarinnar samþykktu að taka í notkun nýja tækni, á næsta tímabili, sem mun aðstoða dómara við ákvarðanir um rangstöður. Enska úrvalsdeildin mun notast við hálfsjálfvirka skynjara og myndavélar, samskonar tækni og UEFA notast við í Meistaradeildinni. FIFA beitir aðeins öðruvísi tækni en þar er örgjörva komið fyrir í boltanum og á leikmönnum. Deildin hefur þegar sett sig í samband við áhugasama aðila sem vilja útvega tæknibúnaðinn. Stefnt er að því að taka tæknina upp í haust, eftir að deildin fer af stað, ekki strax í fyrsta leik. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WycjDx6giVE">watch on YouTube</a> Hér fyrir ofan má sjá myndband til útskýringar, munurinn verður sá að í stað þess að koma örgjörva fyrir inni í bolta og á leikmönnum munu myndavélar skynja staðsetningu þeirra með aðstoð gervigreindar. Markmiðið er að útiloka sóknir þar sem leik er haldið áfram þó línuvörður telji sóknarmann rangstæðan. Línuverðir munu þá fá skilaboð samstundis í eyra og ef skynjarinn staðfestir grun þeirra er leikur stöðvaður og sóknarmaður fær ekki að klára færið. Talið er að breytingin muni spara að meðaltali 31 sekúndu við hverju ákvörðun. Premier League clubs have unanimously agreed to the introduction of Semi-Automated Offside Technology from next seasonIt will provide quicker placement of the virtual offside line and high-quality graphics to ensure an enhanced broadcast and stadium experience— Premier League (@premierleague) April 11, 2024 Dómgæsla í deildinni hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu. Ákvarðanir inni á vellinum og í VAR herberginu hafa reitt marga til reiði. Meðal annars hefur gagnrýnið beinst að handvirku tækninni sem notað er til að skera úr um rangstöður, þar sem áhorfendur bíða meðan VAR dómari teiknar línur á skjáinn. En eftir að breytingarnar taka gildi verður sú aðferð aðeins notuð í neyð og til vara ef tæknin bregst. Ítalska úrvalsdeildin tók upp samskonar tækni á síðasta tímabili og UEFA hefur notað tæknina í Meistaradeildinni, við góðan árangur. FIFA notaði mjög svipaða tækni á HM í Katar 2022, einnig við góðan árangur. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Enska úrvalsdeildin mun notast við hálfsjálfvirka skynjara og myndavélar, samskonar tækni og UEFA notast við í Meistaradeildinni. FIFA beitir aðeins öðruvísi tækni en þar er örgjörva komið fyrir í boltanum og á leikmönnum. Deildin hefur þegar sett sig í samband við áhugasama aðila sem vilja útvega tæknibúnaðinn. Stefnt er að því að taka tæknina upp í haust, eftir að deildin fer af stað, ekki strax í fyrsta leik. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WycjDx6giVE">watch on YouTube</a> Hér fyrir ofan má sjá myndband til útskýringar, munurinn verður sá að í stað þess að koma örgjörva fyrir inni í bolta og á leikmönnum munu myndavélar skynja staðsetningu þeirra með aðstoð gervigreindar. Markmiðið er að útiloka sóknir þar sem leik er haldið áfram þó línuvörður telji sóknarmann rangstæðan. Línuverðir munu þá fá skilaboð samstundis í eyra og ef skynjarinn staðfestir grun þeirra er leikur stöðvaður og sóknarmaður fær ekki að klára færið. Talið er að breytingin muni spara að meðaltali 31 sekúndu við hverju ákvörðun. Premier League clubs have unanimously agreed to the introduction of Semi-Automated Offside Technology from next seasonIt will provide quicker placement of the virtual offside line and high-quality graphics to ensure an enhanced broadcast and stadium experience— Premier League (@premierleague) April 11, 2024 Dómgæsla í deildinni hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu. Ákvarðanir inni á vellinum og í VAR herberginu hafa reitt marga til reiði. Meðal annars hefur gagnrýnið beinst að handvirku tækninni sem notað er til að skera úr um rangstöður, þar sem áhorfendur bíða meðan VAR dómari teiknar línur á skjáinn. En eftir að breytingarnar taka gildi verður sú aðferð aðeins notuð í neyð og til vara ef tæknin bregst. Ítalska úrvalsdeildin tók upp samskonar tækni á síðasta tímabili og UEFA hefur notað tæknina í Meistaradeildinni, við góðan árangur. FIFA notaði mjög svipaða tækni á HM í Katar 2022, einnig við góðan árangur.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn