Teitur: Ég held að Grindavík líði ekki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 12:31 Ólafur Ólafsson og DeAndre Kane verða í stóru hlutverki hjá Grindvíkingum. Vísir/Diego Grindvíkingar urðu í öðru sæti deildarkeppninnar en fengu að launum að mæta ríkjandi Íslandsmeisturum Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Grindavíkur og Tindastóls sem voru liðin í öðru og sjöunda sæti í deildinni. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Þetta verður eitthvað „Næsta rimma er rosalegt einvígi. 1-1 hjá Grindavík og Tindastól í vetur. Þetta verður eitthvað,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Grindavíkur og Tindastóls „Seinni leikurinn. Það að Grindavík vinni með fimm stigum í leik sem Stólarnir voru með. Þetta var einn af mörgum leikjum sem þeir glopruðu frá sér. Enginn kani hjá Tindastól. Þetta er rosalega áhugavert einvígi,“ sagði Helgi. Nýtt upphafi fyrir Stólana „Ég held að Grindavík líði ekki vel. Þetta er áhugavert. Þetta eru Íslandsmeistararnir sem eru búnir að vera í þessu streði í allan vetur. Ég heyrði Svavar (Atli Birgisson) þjálfara tala um að þetta væri nýtt upphaf og ný keppni sem væri að byrja,“ sagði Teitur. „Grindavík sem margir tala um sem besta liðið síðustu tvo mánuði. Mér finnst Grindavíkurliðið vera aðeins á niðurleið að undanförnu og ég er aðeins búinn að minnast á það,“ sagði Teitur. Passa ágætlega á móti Grindavík „Fljótt á litið þá passar Tindastólsliðið ágætlega á móti Grindavík,“ sagði Teitur og Helgi tók undir það. „Ég er búinn að bíða eftir því í allan vetur að Stólarnir beri sig eins og meistarar af því að þeir eru ekki búnir að gera það. Þá sérstaklega þessi kjarni sem var þarna fyrir. Ég upplifi það eins og þeir séu saddir. Ég upplifi það eins og þeir hugsi: Við erum búnir að ná markmiðinu, búnir að vera Íslandsmeistarar. Í staðinn fyrir að koma enn þá undirbúnari til leiks þá finnst mér þeir hafa slakað aðeins á og gefið eftir,“ sagði Helgi. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Grindavíkur og Tindastóls og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Grindavíkur og Tindastóls sem voru liðin í öðru og sjöunda sæti í deildinni. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Þetta verður eitthvað „Næsta rimma er rosalegt einvígi. 1-1 hjá Grindavík og Tindastól í vetur. Þetta verður eitthvað,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Grindavíkur og Tindastóls „Seinni leikurinn. Það að Grindavík vinni með fimm stigum í leik sem Stólarnir voru með. Þetta var einn af mörgum leikjum sem þeir glopruðu frá sér. Enginn kani hjá Tindastól. Þetta er rosalega áhugavert einvígi,“ sagði Helgi. Nýtt upphafi fyrir Stólana „Ég held að Grindavík líði ekki vel. Þetta er áhugavert. Þetta eru Íslandsmeistararnir sem eru búnir að vera í þessu streði í allan vetur. Ég heyrði Svavar (Atli Birgisson) þjálfara tala um að þetta væri nýtt upphaf og ný keppni sem væri að byrja,“ sagði Teitur. „Grindavík sem margir tala um sem besta liðið síðustu tvo mánuði. Mér finnst Grindavíkurliðið vera aðeins á niðurleið að undanförnu og ég er aðeins búinn að minnast á það,“ sagði Teitur. Passa ágætlega á móti Grindavík „Fljótt á litið þá passar Tindastólsliðið ágætlega á móti Grindavík,“ sagði Teitur og Helgi tók undir það. „Ég er búinn að bíða eftir því í allan vetur að Stólarnir beri sig eins og meistarar af því að þeir eru ekki búnir að gera það. Þá sérstaklega þessi kjarni sem var þarna fyrir. Ég upplifi það eins og þeir séu saddir. Ég upplifi það eins og þeir hugsi: Við erum búnir að ná markmiðinu, búnir að vera Íslandsmeistarar. Í staðinn fyrir að koma enn þá undirbúnari til leiks þá finnst mér þeir hafa slakað aðeins á og gefið eftir,“ sagði Helgi. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Grindavíkur og Tindastóls og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira