Teitur: Ég held að Grindavík líði ekki vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 12:31 Ólafur Ólafsson og DeAndre Kane verða í stóru hlutverki hjá Grindvíkingum. Vísir/Diego Grindvíkingar urðu í öðru sæti deildarkeppninnar en fengu að launum að mæta ríkjandi Íslandsmeisturum Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Grindavíkur og Tindastóls sem voru liðin í öðru og sjöunda sæti í deildinni. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Þetta verður eitthvað „Næsta rimma er rosalegt einvígi. 1-1 hjá Grindavík og Tindastól í vetur. Þetta verður eitthvað,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Grindavíkur og Tindastóls „Seinni leikurinn. Það að Grindavík vinni með fimm stigum í leik sem Stólarnir voru með. Þetta var einn af mörgum leikjum sem þeir glopruðu frá sér. Enginn kani hjá Tindastól. Þetta er rosalega áhugavert einvígi,“ sagði Helgi. Nýtt upphafi fyrir Stólana „Ég held að Grindavík líði ekki vel. Þetta er áhugavert. Þetta eru Íslandsmeistararnir sem eru búnir að vera í þessu streði í allan vetur. Ég heyrði Svavar (Atli Birgisson) þjálfara tala um að þetta væri nýtt upphaf og ný keppni sem væri að byrja,“ sagði Teitur. „Grindavík sem margir tala um sem besta liðið síðustu tvo mánuði. Mér finnst Grindavíkurliðið vera aðeins á niðurleið að undanförnu og ég er aðeins búinn að minnast á það,“ sagði Teitur. Passa ágætlega á móti Grindavík „Fljótt á litið þá passar Tindastólsliðið ágætlega á móti Grindavík,“ sagði Teitur og Helgi tók undir það. „Ég er búinn að bíða eftir því í allan vetur að Stólarnir beri sig eins og meistarar af því að þeir eru ekki búnir að gera það. Þá sérstaklega þessi kjarni sem var þarna fyrir. Ég upplifi það eins og þeir séu saddir. Ég upplifi það eins og þeir hugsi: Við erum búnir að ná markmiðinu, búnir að vera Íslandsmeistarar. Í staðinn fyrir að koma enn þá undirbúnari til leiks þá finnst mér þeir hafa slakað aðeins á og gefið eftir,“ sagði Helgi. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Grindavíkur og Tindastóls og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Grindavíkur og Tindastóls sem voru liðin í öðru og sjöunda sæti í deildinni. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Þetta verður eitthvað „Næsta rimma er rosalegt einvígi. 1-1 hjá Grindavík og Tindastól í vetur. Þetta verður eitthvað,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Grindavíkur og Tindastóls „Seinni leikurinn. Það að Grindavík vinni með fimm stigum í leik sem Stólarnir voru með. Þetta var einn af mörgum leikjum sem þeir glopruðu frá sér. Enginn kani hjá Tindastól. Þetta er rosalega áhugavert einvígi,“ sagði Helgi. Nýtt upphafi fyrir Stólana „Ég held að Grindavík líði ekki vel. Þetta er áhugavert. Þetta eru Íslandsmeistararnir sem eru búnir að vera í þessu streði í allan vetur. Ég heyrði Svavar (Atli Birgisson) þjálfara tala um að þetta væri nýtt upphaf og ný keppni sem væri að byrja,“ sagði Teitur. „Grindavík sem margir tala um sem besta liðið síðustu tvo mánuði. Mér finnst Grindavíkurliðið vera aðeins á niðurleið að undanförnu og ég er aðeins búinn að minnast á það,“ sagði Teitur. Passa ágætlega á móti Grindavík „Fljótt á litið þá passar Tindastólsliðið ágætlega á móti Grindavík,“ sagði Teitur og Helgi tók undir það. „Ég er búinn að bíða eftir því í allan vetur að Stólarnir beri sig eins og meistarar af því að þeir eru ekki búnir að gera það. Þá sérstaklega þessi kjarni sem var þarna fyrir. Ég upplifi það eins og þeir séu saddir. Ég upplifi það eins og þeir hugsi: Við erum búnir að ná markmiðinu, búnir að vera Íslandsmeistarar. Í staðinn fyrir að koma enn þá undirbúnari til leiks þá finnst mér þeir hafa slakað aðeins á og gefið eftir,“ sagði Helgi. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Grindavíkur og Tindastóls og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira