Dæmd til dauða í stærsta fjársvikamáli Víetnam Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2024 10:16 Truong My Lan í dómsal í morgun. Hún var dæmd til dauða fyrir aðkomu hennar að umfangsmesta fjársvikamáli Víetnam. AP/Thanh Tung Víetnamskur auðjöfur hefur verið dæmdur til dauða fyrir hlut hennar í umfangsmesta fjársvikamáli landsins. Truong My Lan hefur verið fundin sek um fjárdrátt, fjár- og bankasvik og mútugreiðslur. Lan og samverkamenn hennar eru sagðir hafa dregið að sér meira en eina og hálfa billjón króna (1.500.000.000.000 krónur) á árunum 2012 til 2022 en það samsvarar tæpum þremur prósentum af vergri landsframleiðslu Víetnam árið 2022. Hin 67 ára gamla Lan stjórnaði lengi fasteignafélaginu Van Thinh Phat, sem var meðal stærstu fasteignafélaga Víetnam og kom að byggingu hótela, lúxusíbúða, skrifstofuhúsnæðis og verslunarmiðstöðva. Hún er sögð hafa einnig stjórnað bankanum Saigon Joint Stock Commercial Bank eða SCB í gegnum fjölda skúffufélaga. Snemma árs 2018 lenti bankinn í vandræðum og kom ríkið honum til aðstoðar. Lan var dæmd fyrir að draga sér fé úr bankanum með því að útvega skúffufélögum sínum ólögleg lán. Samkvæmt frétt Reuters hófust réttarhöldin gegn Lan þann 5. mars og stóðu yfir skemur en til stóð. Þau eru sögð hluti af áætlun leiðtoga Kommúnistaflokks Víetnam, sem fer með völd þar í landi, í að berjast gegn spillingu. Hundruð embættismanna og forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið sóttir til saka eða þvingaður úr starfi vegna þessara áætlunar, sem ber heitið „logandi ofn“. Árið 2022 hríðféllu hlutabréf í Víetnam í verði í kjölfar fjölda handtaka á forkólfum fyrirtækja. Lan var handtekin í október 2022 en hún ætlar að áfrýja úrskurðinum. Fasteignamarkaður Víetnam hefur beðið sérstaklega mikla hnekki en áætlað er að um 1.300 félög hafi horfið af markaði þar í landi í fyrra. Uppfært: Upprunalega stóð að um væri að ræða meira en 11,5 billjónir króna. Það var rangt og hefur verið leiðrétt. Víetnam Erlend sakamál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Lan og samverkamenn hennar eru sagðir hafa dregið að sér meira en eina og hálfa billjón króna (1.500.000.000.000 krónur) á árunum 2012 til 2022 en það samsvarar tæpum þremur prósentum af vergri landsframleiðslu Víetnam árið 2022. Hin 67 ára gamla Lan stjórnaði lengi fasteignafélaginu Van Thinh Phat, sem var meðal stærstu fasteignafélaga Víetnam og kom að byggingu hótela, lúxusíbúða, skrifstofuhúsnæðis og verslunarmiðstöðva. Hún er sögð hafa einnig stjórnað bankanum Saigon Joint Stock Commercial Bank eða SCB í gegnum fjölda skúffufélaga. Snemma árs 2018 lenti bankinn í vandræðum og kom ríkið honum til aðstoðar. Lan var dæmd fyrir að draga sér fé úr bankanum með því að útvega skúffufélögum sínum ólögleg lán. Samkvæmt frétt Reuters hófust réttarhöldin gegn Lan þann 5. mars og stóðu yfir skemur en til stóð. Þau eru sögð hluti af áætlun leiðtoga Kommúnistaflokks Víetnam, sem fer með völd þar í landi, í að berjast gegn spillingu. Hundruð embættismanna og forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið sóttir til saka eða þvingaður úr starfi vegna þessara áætlunar, sem ber heitið „logandi ofn“. Árið 2022 hríðféllu hlutabréf í Víetnam í verði í kjölfar fjölda handtaka á forkólfum fyrirtækja. Lan var handtekin í október 2022 en hún ætlar að áfrýja úrskurðinum. Fasteignamarkaður Víetnam hefur beðið sérstaklega mikla hnekki en áætlað er að um 1.300 félög hafi horfið af markaði þar í landi í fyrra. Uppfært: Upprunalega stóð að um væri að ræða meira en 11,5 billjónir króna. Það var rangt og hefur verið leiðrétt.
Víetnam Erlend sakamál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira