„Vorum kannski bara búnir að ofhugsa þennan leik“ Stefán Marteinn skrifar 10. apríl 2024 22:38 Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík lagði Þór Þ. af velli 87-73 í Ljónagryfjunni þegar liðin mættust í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðana í 8-liða úrslitum í Subway-deild karla. „Þetta var nokkurn veginn eign Njarðvíkur. Mér fannst við koma ágætlega til baka í þriðja en þeir skora síðustu fimm stigin í þriðja og það var kannski svolítið dýrt og svo byrja fjórða svolítið vel þannig það kom í veg fyrir að við gætum komið til baka,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. eftir leikinn í kvöld. „Ég var ánægður með seinni hálfleikinn hjá strákunum. Það var allt annað að sjá þá. Þá voru menn hættir að hika og miklu meiri ákefð. Fyrri hálfleikur arfa slakur og seinni hálfleikur góður.“ Það virtist alltaf vera þannig að um leið og Þór Þ. gerðu sig líklega til að komast á áhlaup náðu Njarðvíkingar alltaf að skemma fyrir þeim mómentið. „Já þeir settu bara stór skot þegar mómentið var með okkur. Það er ekkert flóknara heldur en það. Þeir eru bara með gott lið. Það var líka smá kafli þarna sem að við held ég klúðrum þremur sniðskotum í röð og þeir settu tvo þrista og eitt ‘and one’ og það svolítið drap leikinn og þá fór vindurinn svolítið úr okkur.“ Lárus talaði um að hann var ánægður með seinni hálfleikinn en hvað sagði hann við strákana í hálfleik til þess að hrista af þeim skrekkinn? „Við ætluðum bara að sýna hvað í okkur býr í rauninni. Við skildum allt eftir á vellinum. Í fyrri hálfleik fannst mér við ekki gera það, við vorum á eftir Njarðvík í öllu sem að var að gerast á vellinum og vorum kannski bara búnir að ofhugsa þennan leik og strákarnir voru miklu betri í seinni hálfleik þegar þeir hættu að hugsa of mikið.“ Hverju má búast við frá Þór Þ. í leik tvö á sunnudaginn? „Vonandi bara áframhald af seinni hálfleik.“ Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
„Þetta var nokkurn veginn eign Njarðvíkur. Mér fannst við koma ágætlega til baka í þriðja en þeir skora síðustu fimm stigin í þriðja og það var kannski svolítið dýrt og svo byrja fjórða svolítið vel þannig það kom í veg fyrir að við gætum komið til baka,“ sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. eftir leikinn í kvöld. „Ég var ánægður með seinni hálfleikinn hjá strákunum. Það var allt annað að sjá þá. Þá voru menn hættir að hika og miklu meiri ákefð. Fyrri hálfleikur arfa slakur og seinni hálfleikur góður.“ Það virtist alltaf vera þannig að um leið og Þór Þ. gerðu sig líklega til að komast á áhlaup náðu Njarðvíkingar alltaf að skemma fyrir þeim mómentið. „Já þeir settu bara stór skot þegar mómentið var með okkur. Það er ekkert flóknara heldur en það. Þeir eru bara með gott lið. Það var líka smá kafli þarna sem að við held ég klúðrum þremur sniðskotum í röð og þeir settu tvo þrista og eitt ‘and one’ og það svolítið drap leikinn og þá fór vindurinn svolítið úr okkur.“ Lárus talaði um að hann var ánægður með seinni hálfleikinn en hvað sagði hann við strákana í hálfleik til þess að hrista af þeim skrekkinn? „Við ætluðum bara að sýna hvað í okkur býr í rauninni. Við skildum allt eftir á vellinum. Í fyrri hálfleik fannst mér við ekki gera það, við vorum á eftir Njarðvík í öllu sem að var að gerast á vellinum og vorum kannski bara búnir að ofhugsa þennan leik og strákarnir voru miklu betri í seinni hálfleik þegar þeir hættu að hugsa of mikið.“ Hverju má búast við frá Þór Þ. í leik tvö á sunnudaginn? „Vonandi bara áframhald af seinni hálfleik.“
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira