„Þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. apríl 2024 22:39 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er fullur bjartsýni fyrir næsta leik á Egilsstöðum Vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var nokkuð brattur þrátt fyrir tap í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni efstu deildar en Valsmenn fóru með sigur af hólmi í leik kvöldsins, 94-75. Skýringarnar á tapinu voru klassískar. Hattarmenn fóru út úr því sem þeir ætluðu að gera og öflugir andstæðingar nýttu sér flest mistök Hattar. „Ósáttur með svona kafla hjá okkur í leiknum. Við förum aðeins út úr því sem við ætluðum að gera. Það eru jákvæðar syrpur en svo stakir kaflar þar sem þeir taka of löng áhlaup þar sem við förum út úr hlutunum og missum tök á því sem við ætlum að vera að gera. Það er bara munurinn á móti mjög góðu liði. Þá refsa þeir bara um leið og það eru bara hlutir sem við þurfum að laga fyrir næsta.“ Höttur byrjaði leikinn af krafti en misstu svolítið dampinn þegar á leið. Viðar taldi þó að ekki væri margt sem hann þyrfti að breyta í leik liðsins fyrir næsta leik. „Við þurfum einhvern veginn aðeins að skerpa á fókusnum. Kannski hátt spennustig sem verður til þess að við missum aðeins fókus og þess háttar á augnablikum sem þeir nýta sér mjög vel í flest öll skipti. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skerpa á og jafnvel kannski breyta einhverju smotteríi. Annars þurfum við bara aðeins að mannast og vera klárir.“ Það má kannski segja að leikmenn Hattar þurfi nú að taka út mikinn þroska á stuttum tíma. „Inni á körfuboltavellinum já. Menn eru kannski með líkamlegan og andlegan þroska einhversstaðar annarsstaðar í einhverjum lífsárum. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur sem lið og allar þessar klisjur sem að við höfum verið að gera og ég hef fulla trú á því að við komum klárir í áskorunina á sunnudaginn.“ Það vakti athygli að stuðningsmenn Hattar voru miklu háværari en stuðningsmenn Vals, þrátt fyrir að vera töluvert færri í stúkunni. Viðar sagðist ekki gera ráð fyrir neinu öðru en að það yrði rífandi stemming á Egilsstöðum og notaði tækifærið og skaut létt á stemminguna á Hlíðarenda. „Það ætla ég rétt að vona. Við hefðum kannski búist við fleirum frá okkur en voru hérna en „þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt í þér.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Skýringarnar á tapinu voru klassískar. Hattarmenn fóru út úr því sem þeir ætluðu að gera og öflugir andstæðingar nýttu sér flest mistök Hattar. „Ósáttur með svona kafla hjá okkur í leiknum. Við förum aðeins út úr því sem við ætluðum að gera. Það eru jákvæðar syrpur en svo stakir kaflar þar sem þeir taka of löng áhlaup þar sem við förum út úr hlutunum og missum tök á því sem við ætlum að vera að gera. Það er bara munurinn á móti mjög góðu liði. Þá refsa þeir bara um leið og það eru bara hlutir sem við þurfum að laga fyrir næsta.“ Höttur byrjaði leikinn af krafti en misstu svolítið dampinn þegar á leið. Viðar taldi þó að ekki væri margt sem hann þyrfti að breyta í leik liðsins fyrir næsta leik. „Við þurfum einhvern veginn aðeins að skerpa á fókusnum. Kannski hátt spennustig sem verður til þess að við missum aðeins fókus og þess háttar á augnablikum sem þeir nýta sér mjög vel í flest öll skipti. Það er bara eitthvað sem við þurfum að skerpa á og jafnvel kannski breyta einhverju smotteríi. Annars þurfum við bara aðeins að mannast og vera klárir.“ Það má kannski segja að leikmenn Hattar þurfi nú að taka út mikinn þroska á stuttum tíma. „Inni á körfuboltavellinum já. Menn eru kannski með líkamlegan og andlegan þroska einhversstaðar annarsstaðar í einhverjum lífsárum. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur sem lið og allar þessar klisjur sem að við höfum verið að gera og ég hef fulla trú á því að við komum klárir í áskorunina á sunnudaginn.“ Það vakti athygli að stuðningsmenn Hattar voru miklu háværari en stuðningsmenn Vals, þrátt fyrir að vera töluvert færri í stúkunni. Viðar sagðist ekki gera ráð fyrir neinu öðru en að það yrði rífandi stemming á Egilsstöðum og notaði tækifærið og skaut létt á stemminguna á Hlíðarenda. „Það ætla ég rétt að vona. Við hefðum kannski búist við fleirum frá okkur en voru hérna en „þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt í þér.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira