Bridget Jones 4 kemur út á næsta ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2024 10:16 Renee Zellweger og Hugh Grant sem þau Bridget Jones og Daniel Cleaver í annarri myndinni um hina seinheppnu Jones Universal Fjórða myndin um hina seinheppnu en elskulegu Bridget Jones fer brátt í framleiðslu. Áætlað er að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sjálfan Valentínusardag strax á næsta ári. Myndin mun bera heitið Bridget Jones: Mad About the Boy og mun Renee Zellweger auðvitað fara með hlutverk Bridget að nýju. Þá munu þau Emma Thompson og Hugh Grant einnig mæta aftur í gömlum hlutverkum. Nýja myndin byggir á nýjustu bókinni um Bridget eftir höfundinn Helen Fielding sem ber einmitt sama nafnið. Bókin kom út árið 2013. Fyrsta myndin með Renee Zellweger í aðalhlutverki og þeim Colin Firth og Hugh Grant kom út árið 2001 og sló í gegn á heimsvísu. Árið 2004 kom svo út framhald, Bridget Jones: The Edge of Reason. Árin liðu og það var ekki fyrr en árið 2016 sem þriðja myndin um þessa seinheppnu fréttakonu kom út. Við það tilefni eignaðist hún barn líkt og fram kemur í titli myndarinnar: Bridget Jones's Baby. Í nýju myndinni sem kemur út á næsta ári er Bridget orðin tveggja barna móðir á sextugsaldri. Hún er í þokkabót orðin ekkja þar sem elskhugi hennar Mark Darcy, leikinn af Colin Firth, er látinn. Sérstaka athygli vekur að Hugh Grant mun spila stærri rullu í fjórðu myndinni sem Daniel Cleaver en hann kom svo gott sem ekkert við sögu í þeirri þriðju. Stikluna fyrir þriðju myndina má horfa hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Myndin mun bera heitið Bridget Jones: Mad About the Boy og mun Renee Zellweger auðvitað fara með hlutverk Bridget að nýju. Þá munu þau Emma Thompson og Hugh Grant einnig mæta aftur í gömlum hlutverkum. Nýja myndin byggir á nýjustu bókinni um Bridget eftir höfundinn Helen Fielding sem ber einmitt sama nafnið. Bókin kom út árið 2013. Fyrsta myndin með Renee Zellweger í aðalhlutverki og þeim Colin Firth og Hugh Grant kom út árið 2001 og sló í gegn á heimsvísu. Árið 2004 kom svo út framhald, Bridget Jones: The Edge of Reason. Árin liðu og það var ekki fyrr en árið 2016 sem þriðja myndin um þessa seinheppnu fréttakonu kom út. Við það tilefni eignaðist hún barn líkt og fram kemur í titli myndarinnar: Bridget Jones's Baby. Í nýju myndinni sem kemur út á næsta ári er Bridget orðin tveggja barna móðir á sextugsaldri. Hún er í þokkabót orðin ekkja þar sem elskhugi hennar Mark Darcy, leikinn af Colin Firth, er látinn. Sérstaka athygli vekur að Hugh Grant mun spila stærri rullu í fjórðu myndinni sem Daniel Cleaver en hann kom svo gott sem ekkert við sögu í þeirri þriðju. Stikluna fyrir þriðju myndina má horfa hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira