Bridget Jones 4 kemur út á næsta ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2024 10:16 Renee Zellweger og Hugh Grant sem þau Bridget Jones og Daniel Cleaver í annarri myndinni um hina seinheppnu Jones Universal Fjórða myndin um hina seinheppnu en elskulegu Bridget Jones fer brátt í framleiðslu. Áætlað er að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sjálfan Valentínusardag strax á næsta ári. Myndin mun bera heitið Bridget Jones: Mad About the Boy og mun Renee Zellweger auðvitað fara með hlutverk Bridget að nýju. Þá munu þau Emma Thompson og Hugh Grant einnig mæta aftur í gömlum hlutverkum. Nýja myndin byggir á nýjustu bókinni um Bridget eftir höfundinn Helen Fielding sem ber einmitt sama nafnið. Bókin kom út árið 2013. Fyrsta myndin með Renee Zellweger í aðalhlutverki og þeim Colin Firth og Hugh Grant kom út árið 2001 og sló í gegn á heimsvísu. Árið 2004 kom svo út framhald, Bridget Jones: The Edge of Reason. Árin liðu og það var ekki fyrr en árið 2016 sem þriðja myndin um þessa seinheppnu fréttakonu kom út. Við það tilefni eignaðist hún barn líkt og fram kemur í titli myndarinnar: Bridget Jones's Baby. Í nýju myndinni sem kemur út á næsta ári er Bridget orðin tveggja barna móðir á sextugsaldri. Hún er í þokkabót orðin ekkja þar sem elskhugi hennar Mark Darcy, leikinn af Colin Firth, er látinn. Sérstaka athygli vekur að Hugh Grant mun spila stærri rullu í fjórðu myndinni sem Daniel Cleaver en hann kom svo gott sem ekkert við sögu í þeirri þriðju. Stikluna fyrir þriðju myndina má horfa hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Myndin mun bera heitið Bridget Jones: Mad About the Boy og mun Renee Zellweger auðvitað fara með hlutverk Bridget að nýju. Þá munu þau Emma Thompson og Hugh Grant einnig mæta aftur í gömlum hlutverkum. Nýja myndin byggir á nýjustu bókinni um Bridget eftir höfundinn Helen Fielding sem ber einmitt sama nafnið. Bókin kom út árið 2013. Fyrsta myndin með Renee Zellweger í aðalhlutverki og þeim Colin Firth og Hugh Grant kom út árið 2001 og sló í gegn á heimsvísu. Árið 2004 kom svo út framhald, Bridget Jones: The Edge of Reason. Árin liðu og það var ekki fyrr en árið 2016 sem þriðja myndin um þessa seinheppnu fréttakonu kom út. Við það tilefni eignaðist hún barn líkt og fram kemur í titli myndarinnar: Bridget Jones's Baby. Í nýju myndinni sem kemur út á næsta ári er Bridget orðin tveggja barna móðir á sextugsaldri. Hún er í þokkabót orðin ekkja þar sem elskhugi hennar Mark Darcy, leikinn af Colin Firth, er látinn. Sérstaka athygli vekur að Hugh Grant mun spila stærri rullu í fjórðu myndinni sem Daniel Cleaver en hann kom svo gott sem ekkert við sögu í þeirri þriðju. Stikluna fyrir þriðju myndina má horfa hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira