Þóttist vera annar maður í þrjá áratugi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 00:06 Matthew David Keirans á yfir höfði sér þungan dóm fyrir að stela auðkenni Williams Woods, en málið hófst við pulsuvagn árið 1988. Lögreglan í Johnson-sýslu/Getty Bandarískur karlmaður að nafni William Woods hefur verið til mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum um allan heim síðustu daga. Ástæðan er sú að annar maður hefur þóst vera Woods í marga áratugi og safnað upp gríðarlegum skuldum í nafni hans. Fyrir vikið varð Woods heimilislaus um tíma, honum var stungið í steininn og lokaður á geðsjúkrahúsi. Woods hitti Matthew David Keirans, sem átti eftir að leika Woods grátt næstu þrjá áratugina með gríðarlega umfangsmiklum kennistuldi, árið 1988. Keirans eignaðist börn, stofnaði bankareikninga og falsaði fæðingarvottorð í nafni Woods. Los Angeles Times fjallar ítarlega málið. Enginn trúði Woods þegar hann reyndi að benda á hvað væri á seyði, að einhver annar hefði safnað upp mörg hundruð þúsund dollara skuld með hans nafni, eða að persónuskilríki hans væru hans eigin. Woods var sjálfur handtekinn grunaður um kenniþjófnað og eyddi tveimur árum bak við lás og slá, að bíða eftir réttarhöldum. Þar af voru rúmir hundrað dagar sem hann varði að geðsjúkrahúsi. Það var síðan í síðustu viku sem Matthew Keirans játaði að hafa þóst vera Woods. Keirans, sem er 58 ára gamall er sagður eiga yfir höfði sér 32 ára fangelsisdóm. Nú íhugar Woods málsókn gegn yfirvöldum í Los Angeles, vegna áranna sem hann sat inni, grunaður um glæp sem hann framdi ekki. „Þau ættu að borga fyrir hvern dag sem ég þurfti að dúsa þarna inni,“ hefur LA Times eftir Woods, sem er sjálfur 55 ára. Martröðin hófst við pulsuvagn „Martröð Williams Woods hófst við pulsuvagn í Albuquerque, Nýju Mexíkó,“ segir í umfjöllun Telegraph um málið. Á pulsuvagninum störfuðu þeir báðir þegar veski Woods hvarf skyndilega. Woods segist hafa spurt Keirans um veskið og hann skilað því. Woods skoðaði veskið og sá að skilríkin voru enn á sínum stað. Hann velti þessu því ekki frekar fyrir sér. Samkvæmt dómsgögnum átti Keirans ekki eftir að nota sitt rétta nafn frá og með árinu 1988. Í dómsátt viðurkennir hann að hafa notað auðkenni Woods á öllum sviðum lífs síns. Árið 1990 keypti hann bíl á nafni Woods með gúmmítékkum. Keirans gifti sig árið 1994, en börn hans bera eftirnafnið Woods. Árið 2012 keypti hann fæðingarvottorð Woods frá Kentucky-ríki, þar sem hann notaði upplýsingar frá vefsíðunni Ancestry.com, sem er einskonar Íslendingabók Bandaríkjamanna. Þangað til á síðasta ári var Keirans í vinnu hjá upplýsingatæknideild háskólasjúkrahúss Iowa-ríkis. En honum var sagt upp þar þegar kennistuldarmálið kom í dagsljósið. Enginn trúði honum Á meðan átti hinn raunverulegi Williams Woods það erfitt. Árið 2019 var hann orðinn heimilislaus og þá komst hann að því að einhver hefði safnað miklum skuldum í hans nafni. Hann fór í banka og greindi frá þessu. Hann sýndi bankastarfsmanni skilríki sín, sem pössuðu við bankareikning hans. Síðan bað bankastarfsmaðurinn hann um að svara öryggisspurningum, sem hann gat ekki gert. Þá hringdi starfsmaðurinn í símanúmer sem var tengt við reikninginn og Keirans svaraði og gat svarað öryggisspurningunum rétt. Keirans sagði að enginn annar en hann ætti að hafa aðgang að bankareikningnum. Í kjölfarið var Woods handtekinn. Hinn raunverulegi William Woods var svo ákærður sem „Matthew Kierans“ – en svo virðist sem rétt nafn kenniþjófsins Keirans hafi verið ritað vitlaust. Ekki liggur þó fyrir hvernig saksóknari komst að þeirri niðurstöðu að Woods væri „Kierans“. Woods neitaði sök og tók ítrekað fram að hann væri ekki „Keirans“. Dómarinn komst að þerri niðurstöðu að Woods væri ekki hæfur til að réttað yrði yfir honum, vegna geðrænna vandamála. Honum var því gert að fara í meðferð á geðsjúkrahúsi. Málið dróst á langinn og endanlegur dómur kom ekki fyrr en 2021, og allan tímann sat Woods inni, annaðhvort í varðhaldi eða á geðsjúkrahúsi.. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm, en sá tími sem hann hafði þegar varið bak við lás og slá dreginn frá refsingunni og hann því laus. Honum var þó gert að hætta að nota nafnið William Woods. „Allt er nú farið“ Woods gafst þó ekki upp og var staðráðinn í að endurheimta nafn sitt. Að endingu var það í fyrra sem erfðapróf leiddi í ljós að Woods væri sonur föður síns. Rannsóknarlögreglumaður var fenginn í málið og hann yfirheyrði Keirans. Þegar hann sýndi Keirans niðurstöður erfðaprófsins brást hann við með því að segja „líf mitt er búið“ og „allt er nú farið“. Líkt og áður segir hefur Keirans nú játað að hafa stolið auðkenni Williams Woods og á þunga fangelsisrefsingu yfir höfði sér. Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Woods hitti Matthew David Keirans, sem átti eftir að leika Woods grátt næstu þrjá áratugina með gríðarlega umfangsmiklum kennistuldi, árið 1988. Keirans eignaðist börn, stofnaði bankareikninga og falsaði fæðingarvottorð í nafni Woods. Los Angeles Times fjallar ítarlega málið. Enginn trúði Woods þegar hann reyndi að benda á hvað væri á seyði, að einhver annar hefði safnað upp mörg hundruð þúsund dollara skuld með hans nafni, eða að persónuskilríki hans væru hans eigin. Woods var sjálfur handtekinn grunaður um kenniþjófnað og eyddi tveimur árum bak við lás og slá, að bíða eftir réttarhöldum. Þar af voru rúmir hundrað dagar sem hann varði að geðsjúkrahúsi. Það var síðan í síðustu viku sem Matthew Keirans játaði að hafa þóst vera Woods. Keirans, sem er 58 ára gamall er sagður eiga yfir höfði sér 32 ára fangelsisdóm. Nú íhugar Woods málsókn gegn yfirvöldum í Los Angeles, vegna áranna sem hann sat inni, grunaður um glæp sem hann framdi ekki. „Þau ættu að borga fyrir hvern dag sem ég þurfti að dúsa þarna inni,“ hefur LA Times eftir Woods, sem er sjálfur 55 ára. Martröðin hófst við pulsuvagn „Martröð Williams Woods hófst við pulsuvagn í Albuquerque, Nýju Mexíkó,“ segir í umfjöllun Telegraph um málið. Á pulsuvagninum störfuðu þeir báðir þegar veski Woods hvarf skyndilega. Woods segist hafa spurt Keirans um veskið og hann skilað því. Woods skoðaði veskið og sá að skilríkin voru enn á sínum stað. Hann velti þessu því ekki frekar fyrir sér. Samkvæmt dómsgögnum átti Keirans ekki eftir að nota sitt rétta nafn frá og með árinu 1988. Í dómsátt viðurkennir hann að hafa notað auðkenni Woods á öllum sviðum lífs síns. Árið 1990 keypti hann bíl á nafni Woods með gúmmítékkum. Keirans gifti sig árið 1994, en börn hans bera eftirnafnið Woods. Árið 2012 keypti hann fæðingarvottorð Woods frá Kentucky-ríki, þar sem hann notaði upplýsingar frá vefsíðunni Ancestry.com, sem er einskonar Íslendingabók Bandaríkjamanna. Þangað til á síðasta ári var Keirans í vinnu hjá upplýsingatæknideild háskólasjúkrahúss Iowa-ríkis. En honum var sagt upp þar þegar kennistuldarmálið kom í dagsljósið. Enginn trúði honum Á meðan átti hinn raunverulegi Williams Woods það erfitt. Árið 2019 var hann orðinn heimilislaus og þá komst hann að því að einhver hefði safnað miklum skuldum í hans nafni. Hann fór í banka og greindi frá þessu. Hann sýndi bankastarfsmanni skilríki sín, sem pössuðu við bankareikning hans. Síðan bað bankastarfsmaðurinn hann um að svara öryggisspurningum, sem hann gat ekki gert. Þá hringdi starfsmaðurinn í símanúmer sem var tengt við reikninginn og Keirans svaraði og gat svarað öryggisspurningunum rétt. Keirans sagði að enginn annar en hann ætti að hafa aðgang að bankareikningnum. Í kjölfarið var Woods handtekinn. Hinn raunverulegi William Woods var svo ákærður sem „Matthew Kierans“ – en svo virðist sem rétt nafn kenniþjófsins Keirans hafi verið ritað vitlaust. Ekki liggur þó fyrir hvernig saksóknari komst að þeirri niðurstöðu að Woods væri „Kierans“. Woods neitaði sök og tók ítrekað fram að hann væri ekki „Keirans“. Dómarinn komst að þerri niðurstöðu að Woods væri ekki hæfur til að réttað yrði yfir honum, vegna geðrænna vandamála. Honum var því gert að fara í meðferð á geðsjúkrahúsi. Málið dróst á langinn og endanlegur dómur kom ekki fyrr en 2021, og allan tímann sat Woods inni, annaðhvort í varðhaldi eða á geðsjúkrahúsi.. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm, en sá tími sem hann hafði þegar varið bak við lás og slá dreginn frá refsingunni og hann því laus. Honum var þó gert að hætta að nota nafnið William Woods. „Allt er nú farið“ Woods gafst þó ekki upp og var staðráðinn í að endurheimta nafn sitt. Að endingu var það í fyrra sem erfðapróf leiddi í ljós að Woods væri sonur föður síns. Rannsóknarlögreglumaður var fenginn í málið og hann yfirheyrði Keirans. Þegar hann sýndi Keirans niðurstöður erfðaprófsins brást hann við með því að segja „líf mitt er búið“ og „allt er nú farið“. Líkt og áður segir hefur Keirans nú játað að hafa stolið auðkenni Williams Woods og á þunga fangelsisrefsingu yfir höfði sér.
Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent