Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri Eðal­fangs

Atli Ísleifsson skrifar
Hinrik Örn Bjarnason.
Hinrik Örn Bjarnason. Aðsend

Hinrik Örn Bjarnason hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Eðalfangs ehf.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýtt stöðugildi innan samstæðu Eðalfangs, en Hinrik var áður framkvæmdastjóri N1 ehf. Hinrik hóf störf þann 2. apríl síðastliðinn.

Í tilkynningu segir að Eðalfang sé móðurfélag matvælafyrirtækjanna Norðanfisks ehf. á Akranesi og Eðalfisks ehf. í Borgarnesi. 

„Bæði fyrirtækin framleiða hágæða sjávarfang, hvort á sínu sviði. Eðalfiskur sérhæfir sig í vinnslu á laxaafurðum til útflutnings og Norðafiskur er einn stærsti framleiðandi og dreifingaraðili alhliða sjávarfangs á innanlandsmarkaði. Eðalfang er einnig stærsti hluthafi 101 Seafood ehf., sem er leiðandi í innflutningi á eftirsóttum skelfiski á borð við humar, krabba og hörpudisk.

Hinrik Örn útskrifaðist 1998 sem viðskiptafræðingur með cand.oecon gráðu frá Háskóla Íslands. Hinrik hefur m.a. áður starfað sem sölustjóri hjá SÍF hf., sem forstöðumaður útflutningssviðs Samskipa, yfirmaður erlends sjávarútvegsteymis Landsbankans og sem framkvæmdarstjóri Eimskips í Þýskalandi. Á árunum 2013-2023 starfaði Hinrik hjá N1 ehf., í fyrstu sem framkvæmdarstjóri fyrirtækjasviðs og síðar sem framkvæmdarstjóri félagsins. Á meðan hann gegndi því starfi lauk hann AMP (Advanced Management Program) við IESE háskólann í Barcelona,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×