Handbolti

Vals­menn farnir að undir­búa næsta tíma­bil

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, með nýjasta leikmanni félagsins.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, með nýjasta leikmanni félagsins. Valur

Valur hefur samið við Kristófer Mána Jónasson, leikmann Hauka. Gengur hann í raðir félagsins að tímabilinu loknu í Olís-deild karla í handknattleik. Samningur hans við Val gildir til loka tímabils 2026.

Kristófer Máni leikur öllu jafnan í hægra horninu og er á 22. aldursári. Hann var mikilvægur hlekkur í U-21 árs landsliði Íslands sem endaði meðal annars 3. sæti á HM sem fram fór í Þýskalandi og Grikklandi.

Kristófer Máni getur þó ekki farið að undirbúa vistaskiptin strax þar sem hann er enn leikmaður Hauka og mætir ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Á sama tíma mætast Valur og Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×