Hjálpaðu Körfuboltakvöldi við að velja besta lið sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 11:00 Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds völdu þessa fimm í sameiginlegt byrjunarlið beggja liða. S2 Sport Subway Körfuboltakvöld hefur verið að leita að besta liði körfuboltasögunnar í allan vetur og nú er komið að úrslitum. Átta lið byrjuðu keppnina í haust en nú standa bara tvö eftir. Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru kannski ekki alveg sáttir við hvaða lið komust í úrslitin en gátu lítið breytt því. Valið um besta lið sögunnar stendur á milli KR-liðsins frá 2009 og Njarðvíkurliðsins frá 2002. Hér fyrir neðan má sjá sérfræðinga Subway Körfuboltakvöld fara yfir þessi tvö lið. Klippa: Körfuboltakvöld: Besta lið sögunnar - úrslit KR endurheimti Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson úr atvinnumennsku fyrir þetta tímabil 2008-08 en þeir voru þá báðir á toppi ferilsins. Helgi Már Magnússon var líka heima á Íslandi eftir að hafa komið heim ári fyrr. Í viðbót við þá var mjög sterkur íslenskur kjarni í þessu KR-liði, leikmenn sem höfðu unnið titilinn vorið 2007. KR-ingar byrjuðu á því að vinna Fyrirtækjabikarinn, þeir unnu 21 af 22 deildarleikjum sínum en urðu að sætta sig við tap á móti Stjörnumönnum í bikarúrslitaleiknum. Það voru ein óvæntustu úrslit sögunnar. KR varð deildarmeistari og vann síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á móti Grindavík eftir að hafa lent 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. KR vann tvo síðustu leikina og tryggðu sér titilinn. Njarðvíkingar náðu að verja Íslandsmeistaratitil sinn vorið 2001. Friðrik Ragnarsson og Teitur Örlyggsson þjálfuðu liðið saman 2000-01 en þetta tímabil var Teitur óbreyttur leikmaður á ný og Friðrik einn þjálfari liðsins. Þetta var síðasta tímabil Loga Gunnarssonar með Njarðvík áður en hann fór út í atvinnumennskuna. Þetta var líka fyrsta tímabil Brenton Birmingham eftir að hann fékk íslenskt vegabréf og því gat liðið bætt við Bandaríkjamanninum Peter Philo í liðið. Njarðvíkingar unnu tvöfalt þetta tímabil (Íslandsmeistarar og bikarmeistarar) en urðu í öðru sæti í deildarkeppninni. Þeir sópuðu Keflvíkingum 3-0 í úrslitaeinvíginu en þetta var tíundi Íslandsmeistaratitil Teits Örlygssonar með Njarðvík. Hér fyrir neðan getur þú lesandi góður hjálpað Subway Körfuboltakvöldi að velja besta lið sögunnar. Hvort er það KR 2009 eða Njarðvík 2002? Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR UMF Njarðvík Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Átta lið byrjuðu keppnina í haust en nú standa bara tvö eftir. Sérfræðingar Körfuboltakvölds voru kannski ekki alveg sáttir við hvaða lið komust í úrslitin en gátu lítið breytt því. Valið um besta lið sögunnar stendur á milli KR-liðsins frá 2009 og Njarðvíkurliðsins frá 2002. Hér fyrir neðan má sjá sérfræðinga Subway Körfuboltakvöld fara yfir þessi tvö lið. Klippa: Körfuboltakvöld: Besta lið sögunnar - úrslit KR endurheimti Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson úr atvinnumennsku fyrir þetta tímabil 2008-08 en þeir voru þá báðir á toppi ferilsins. Helgi Már Magnússon var líka heima á Íslandi eftir að hafa komið heim ári fyrr. Í viðbót við þá var mjög sterkur íslenskur kjarni í þessu KR-liði, leikmenn sem höfðu unnið titilinn vorið 2007. KR-ingar byrjuðu á því að vinna Fyrirtækjabikarinn, þeir unnu 21 af 22 deildarleikjum sínum en urðu að sætta sig við tap á móti Stjörnumönnum í bikarúrslitaleiknum. Það voru ein óvæntustu úrslit sögunnar. KR varð deildarmeistari og vann síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á móti Grindavík eftir að hafa lent 2-1 undir í úrslitaeinvíginu. KR vann tvo síðustu leikina og tryggðu sér titilinn. Njarðvíkingar náðu að verja Íslandsmeistaratitil sinn vorið 2001. Friðrik Ragnarsson og Teitur Örlyggsson þjálfuðu liðið saman 2000-01 en þetta tímabil var Teitur óbreyttur leikmaður á ný og Friðrik einn þjálfari liðsins. Þetta var síðasta tímabil Loga Gunnarssonar með Njarðvík áður en hann fór út í atvinnumennskuna. Þetta var líka fyrsta tímabil Brenton Birmingham eftir að hann fékk íslenskt vegabréf og því gat liðið bætt við Bandaríkjamanninum Peter Philo í liðið. Njarðvíkingar unnu tvöfalt þetta tímabil (Íslandsmeistarar og bikarmeistarar) en urðu í öðru sæti í deildarkeppninni. Þeir sópuðu Keflvíkingum 3-0 í úrslitaeinvíginu en þetta var tíundi Íslandsmeistaratitil Teits Örlygssonar með Njarðvík. Hér fyrir neðan getur þú lesandi góður hjálpað Subway Körfuboltakvöldi að velja besta lið sögunnar. Hvort er það KR 2009 eða Njarðvík 2002?
Subway-deild karla Körfuboltakvöld KR UMF Njarðvík Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira