Leikmaður Vestra fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 12:31 Vestramenn lentu í vandræðum á leiðinni heim til Ísafjarðar. Vísir/Diego Leikmaður Vestra endaði á sjúkrahúsi eftir bílveltu í gær en hún varð þegar liðið var á leið heim til Ísafjarðar eftir fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta. Vestri tapaði 2-0 á móti Fram í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Liðið átti flug til baka til Ísafjarðar en því var aflýst vegna veðurs. Það var því tekin ákvörðun um að keyra frekar vestur. „Einn af þremur bílum hjá okkur varð fyrir því óláni að velta á leiðinni til Ísafjarðar og það þurfti að senda einn af okkar mönnum suður með sjúkrabíl," sagði Samúel Samúelsson, hjá knattspyrnudeild Vestra, við Fótbolta.net í dag. „Aðstæður voru ekki góðar, það hafði skafið inn á veginn og þegar þeir keyrðu í einn skaflinn misstu þeir stjórn á bílnum og hann valt. Þeir voru ekki á miklum hraða þegar þetta gerðist en hinir tveir bílarnir komu að þeim þegar þeir höfðu lent í bílveltunni. Menn voru í nettu sjokki," sagði Samúel. Útskrifaður af sjúkrahúsi Sergine Fall, sem var í byrjunarliðinu var sá sem slasaðist. Við skoðun í Hólmavík var ákveðið að senda hann á sjúkrahús til Reykjavíkur. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, fylgdi honum suður eins og sönnum fyrirliða sæmir. Meiðsli Fall eru ekki talin eins alvarlega og óttast var í fyrstu. Hann er með brákað rifbein. Samúel talar um það í fyrrnefndu viðtali að hugsanlega verða þeir að skoða betur hvernig staðið er að ferðalögum liðsins. „Ég hefði bara átt að láta strákana gista í bænum í nótt og taka flugið í morgun," viðurkenndi Samúel í viðtalinu. Hann tók það um leið fram að hann hafi aldrei lent í svona áður á öllum árum sínum í boltanum. Uppfært 13.00: Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sótti Fall á sjúkrahúsið í dag. Fall er með brákað rifbein en Davíð segir að að öðru leyti virðist leikmönnum ekki hafa orðið meint af slysinu. Þeir voru allir í bílbelti. Besta deild karla Vestri Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Vestri tapaði 2-0 á móti Fram í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Liðið átti flug til baka til Ísafjarðar en því var aflýst vegna veðurs. Það var því tekin ákvörðun um að keyra frekar vestur. „Einn af þremur bílum hjá okkur varð fyrir því óláni að velta á leiðinni til Ísafjarðar og það þurfti að senda einn af okkar mönnum suður með sjúkrabíl," sagði Samúel Samúelsson, hjá knattspyrnudeild Vestra, við Fótbolta.net í dag. „Aðstæður voru ekki góðar, það hafði skafið inn á veginn og þegar þeir keyrðu í einn skaflinn misstu þeir stjórn á bílnum og hann valt. Þeir voru ekki á miklum hraða þegar þetta gerðist en hinir tveir bílarnir komu að þeim þegar þeir höfðu lent í bílveltunni. Menn voru í nettu sjokki," sagði Samúel. Útskrifaður af sjúkrahúsi Sergine Fall, sem var í byrjunarliðinu var sá sem slasaðist. Við skoðun í Hólmavík var ákveðið að senda hann á sjúkrahús til Reykjavíkur. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, fylgdi honum suður eins og sönnum fyrirliða sæmir. Meiðsli Fall eru ekki talin eins alvarlega og óttast var í fyrstu. Hann er með brákað rifbein. Samúel talar um það í fyrrnefndu viðtali að hugsanlega verða þeir að skoða betur hvernig staðið er að ferðalögum liðsins. „Ég hefði bara átt að láta strákana gista í bænum í nótt og taka flugið í morgun," viðurkenndi Samúel í viðtalinu. Hann tók það um leið fram að hann hafi aldrei lent í svona áður á öllum árum sínum í boltanum. Uppfært 13.00: Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sótti Fall á sjúkrahúsið í dag. Fall er með brákað rifbein en Davíð segir að að öðru leyti virðist leikmönnum ekki hafa orðið meint af slysinu. Þeir voru allir í bílbelti.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira