Vill innflytjendur frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2024 09:56 Donald Trump segist vilja fleira fólk frá löndum eins og Danmörku, Sviss og Noregi til Bandaríkjanna. AP/Paul Sancya Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kvartaði um helgina yfir því að fólk frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku væru ekki að flytja til Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að fólk úr fangelsum „ótrúlegra“ og „hörmulegra“ landa flæddu til Bandaríkjanna. Trump hefur á undanförnum vikum í minnst tveimur ræðum líkt farand- og flóttafólki við dýr. Hann hélt um 45 mínútna ræðu á fjáröflun fyrir auðjöfra á laugardagskvöldið en Trump er sagður hafa farið um víðan völl í ræðu sinni. Stór hluti ræðunnar snerist þú um farand- og flóttafólk, samkvæmt heimildum New York Times. Eftir að Trump talaði um að glæpamenn frá hörmulegum löndum væru að flæða til Bandaríkjanna virtist hann vísa til umdeildra ummæla sinna frá 2018, þegar hann lýsti Haítí og nokkrum Afríkuríkjum sem „skítaholum“. Sjá einnig: Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ „Þegar ég segi, þið vitið, af hverju við leyfum ekki fólki frá huggulegum löndum að koma, þá er ég að reyna að vera indæll,“ sagði Trump. „Hugguleg lönd eins og Danmörk, Sviss? Erum við að fá eitthvað fólk frá Danmörku? Hvað með Sviss? Hvað með Noreg?“ Þá bætti Trump við að fólk hefði tekið ummælum honum um „skítaholu“-löndin illa en honum þætti þau ummæli fín. Í kjölfarið kvartaði hann yfir því að fólk frá Jemen, þar sem fólk væri „að sprengja hvort annað í loft upp út um allt“, væri að ferðast til Bandaríkjanna. Líkti farand- og flóttafólki við dýr Umferð farand- og flóttafólks um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur aukist verulega og hefur Trump farið hörðum orðum um Joe Biden, sitjandi forseta og mótframbjóðanda sinn, vegna ástandsins. Trump sjálfur kom þó í veg fyrir umfangsmiklar aðgerðir á landamærunum þegar hann skipaði Repúblikönum að samþykkja ekki frumvarp sem þingmenn beggja flokka hefðu komið að því að semja og sagði hann opinberlega að ástæðan væri sú að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Eins og áður segir hefur Trump í minnst tveimur ræðum á undanförnum vikum talað um farand- og flóttafólk sem dýr. Það gerði hann síðast í Michigan í síðustu viku. „Þeir eru að senda fanga, morðingja, fíkniefnasala, geðsjúklinga og hryðjuverkamenn. Þá verstu,“ sagði Trump. Hann sagði þetta ekki gerast eingöngu í Suður-Ameríku heldur væri allur heimurinn að senda hræðilegt fólk til Bandaríkjanna. „Þeir koma frá Kongó, Jemen, Sómalíu, Sýrlandi, þeir koma frá öllum heimshornum, Kína.“ Flestir sem fara yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eru samkvæmt embættismönnum fjölskyldufólk á flótta undan fátækt og ofbeldi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti. Þá hefur hann áður sakað farand- og flóttafólk um að vera „eitur í blóði“ Bandaríkjanna. Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Biden og sagði hann hafa tekið slæmar ákvarðanir við sögufrægt skrifborð Hvíta hússins, sem hefur verið notað af á þriðja tug forseta Bandaríkjanna. Resolute-skrifborðið var sent sem gjöf frá Viktoríu Bretlandsdrottningu til Rutherford B. Heyes árið 1880, en það var smíðað úr timbri breska skipsins HMS Resolute. „Resolute-skrifborðið er fallegt,“ sagði Trump. „Ronald Reagan notaði það, aðrir notuðu það. Í grein NYT segir að Trump hafi síðan kvartað yfir því Biden hafi notað það. „Hann notar það. Ég nota það kannski ekki næst. Það hefur verið saurgað og ég meina það bókstaflega,“ sagði Trump og tóku gestir sem blaðamenn NYT ræddu við ummælunum þannig að Trump hefði gefið í skin að Biden hefði skitið á borðið. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Danmörk Sviss Noregur Tengdar fréttir Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03 Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. 15. mars 2024 23:32 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Trump hefur á undanförnum vikum í minnst tveimur ræðum líkt farand- og flóttafólki við dýr. Hann hélt um 45 mínútna ræðu á fjáröflun fyrir auðjöfra á laugardagskvöldið en Trump er sagður hafa farið um víðan völl í ræðu sinni. Stór hluti ræðunnar snerist þú um farand- og flóttafólk, samkvæmt heimildum New York Times. Eftir að Trump talaði um að glæpamenn frá hörmulegum löndum væru að flæða til Bandaríkjanna virtist hann vísa til umdeildra ummæla sinna frá 2018, þegar hann lýsti Haítí og nokkrum Afríkuríkjum sem „skítaholum“. Sjá einnig: Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ „Þegar ég segi, þið vitið, af hverju við leyfum ekki fólki frá huggulegum löndum að koma, þá er ég að reyna að vera indæll,“ sagði Trump. „Hugguleg lönd eins og Danmörk, Sviss? Erum við að fá eitthvað fólk frá Danmörku? Hvað með Sviss? Hvað með Noreg?“ Þá bætti Trump við að fólk hefði tekið ummælum honum um „skítaholu“-löndin illa en honum þætti þau ummæli fín. Í kjölfarið kvartaði hann yfir því að fólk frá Jemen, þar sem fólk væri „að sprengja hvort annað í loft upp út um allt“, væri að ferðast til Bandaríkjanna. Líkti farand- og flóttafólki við dýr Umferð farand- og flóttafólks um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur aukist verulega og hefur Trump farið hörðum orðum um Joe Biden, sitjandi forseta og mótframbjóðanda sinn, vegna ástandsins. Trump sjálfur kom þó í veg fyrir umfangsmiklar aðgerðir á landamærunum þegar hann skipaði Repúblikönum að samþykkja ekki frumvarp sem þingmenn beggja flokka hefðu komið að því að semja og sagði hann opinberlega að ástæðan væri sú að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Eins og áður segir hefur Trump í minnst tveimur ræðum á undanförnum vikum talað um farand- og flóttafólk sem dýr. Það gerði hann síðast í Michigan í síðustu viku. „Þeir eru að senda fanga, morðingja, fíkniefnasala, geðsjúklinga og hryðjuverkamenn. Þá verstu,“ sagði Trump. Hann sagði þetta ekki gerast eingöngu í Suður-Ameríku heldur væri allur heimurinn að senda hræðilegt fólk til Bandaríkjanna. „Þeir koma frá Kongó, Jemen, Sómalíu, Sýrlandi, þeir koma frá öllum heimshornum, Kína.“ Flestir sem fara yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eru samkvæmt embættismönnum fjölskyldufólk á flótta undan fátækt og ofbeldi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti. Þá hefur hann áður sakað farand- og flóttafólk um að vera „eitur í blóði“ Bandaríkjanna. Í ræðu sinni gagnrýndi Trump Biden og sagði hann hafa tekið slæmar ákvarðanir við sögufrægt skrifborð Hvíta hússins, sem hefur verið notað af á þriðja tug forseta Bandaríkjanna. Resolute-skrifborðið var sent sem gjöf frá Viktoríu Bretlandsdrottningu til Rutherford B. Heyes árið 1880, en það var smíðað úr timbri breska skipsins HMS Resolute. „Resolute-skrifborðið er fallegt,“ sagði Trump. „Ronald Reagan notaði það, aðrir notuðu það. Í grein NYT segir að Trump hafi síðan kvartað yfir því Biden hafi notað það. „Hann notar það. Ég nota það kannski ekki næst. Það hefur verið saurgað og ég meina það bókstaflega,“ sagði Trump og tóku gestir sem blaðamenn NYT ræddu við ummælunum þannig að Trump hefði gefið í skin að Biden hefði skitið á borðið.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Flóttamenn Danmörk Sviss Noregur Tengdar fréttir Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03 Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. 15. mars 2024 23:32 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56
Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03
Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. 15. mars 2024 23:32