„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. apríl 2024 22:04 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn Vísir / Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú og frammistöðu Vals í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan heilt yfir hrikalega flott. Við komum sterkir inn í leikinn og stjórnuðum honum frá upphafi til enda. Það var bara á síðustu mínútunum sem þeir fóru að þrýsta okkur niður,“ sagði Arnar Grétarsson og hélt áfram, „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður. Það var skítakuldi, vindur og völlurinn var þurr. Það er mun erfiðara að spila fótbolta við þessar aðstæður heldur en við hefðbundnar aðstæður. Ég var ánægður með hvernig við létum boltann rúlla og við sköpuðum fullt af færum.“ Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik og að mati Arnars sköpuðu hans menn töluvert af færum og hefðu átt að vera með meira en eins marks forystu. „Mér fannst við skapa nóg til að skora fleiri en eitt mark. Mér fannst það halda áfram í síðari hálfleik. Ég man að Gylfi fékk ágætis færi og hann er ekki vanur því að klikka. Við fengum fullt af færum sem var jákvætt og þeir sköpuðu sér lítið og voru lítið með boltann.“ „Við erum alveg rólegir. Þetta var fyrsti leikur og er gott að vera búinn að fara í gegnum hann vegna þess að þetta eru erfiðir leikir og erfiðar aðstæður.“ Aðspurður um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sagði Arnar að hún hafi verið mjög góð. „Mér fannst hún mjög góð og mér fannst liðið standa sig mjög vel. Mér fannst hann standa sig vel þar sem hann kom sér í nokkur fín færi og skoraði gott mark. Gylfi stóð sig vel eins og ég átti von á og við erum að upplifa á hverjum degi á æfingum. Það er bara ánægjulegt fyrir okkur að hann sé að verða betri og betri ásamt öðrum leikmönnum.“ Arnar hrósaði Patrick Pedersen sem skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild þegar hann kom Val yfir í fyrri hálfleik. „Það er gott að hafa hann þegar að hann er í standi. Það var gott að hann hafi byrjaði mótið á að skora. Mér finnst liðið þannig samsett að við getum fengið mörk úr mörgum áttum sem er gott að þurfa ekki að einblína á einn eða tvo leikmenn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan heilt yfir hrikalega flott. Við komum sterkir inn í leikinn og stjórnuðum honum frá upphafi til enda. Það var bara á síðustu mínútunum sem þeir fóru að þrýsta okkur niður,“ sagði Arnar Grétarsson og hélt áfram, „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta voru erfiðar aðstæður. Það var skítakuldi, vindur og völlurinn var þurr. Það er mun erfiðara að spila fótbolta við þessar aðstæður heldur en við hefðbundnar aðstæður. Ég var ánægður með hvernig við létum boltann rúlla og við sköpuðum fullt af færum.“ Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik og að mati Arnars sköpuðu hans menn töluvert af færum og hefðu átt að vera með meira en eins marks forystu. „Mér fannst við skapa nóg til að skora fleiri en eitt mark. Mér fannst það halda áfram í síðari hálfleik. Ég man að Gylfi fékk ágætis færi og hann er ekki vanur því að klikka. Við fengum fullt af færum sem var jákvætt og þeir sköpuðu sér lítið og voru lítið með boltann.“ „Við erum alveg rólegir. Þetta var fyrsti leikur og er gott að vera búinn að fara í gegnum hann vegna þess að þetta eru erfiðir leikir og erfiðar aðstæður.“ Aðspurður um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sagði Arnar að hún hafi verið mjög góð. „Mér fannst hún mjög góð og mér fannst liðið standa sig mjög vel. Mér fannst hann standa sig vel þar sem hann kom sér í nokkur fín færi og skoraði gott mark. Gylfi stóð sig vel eins og ég átti von á og við erum að upplifa á hverjum degi á æfingum. Það er bara ánægjulegt fyrir okkur að hann sé að verða betri og betri ásamt öðrum leikmönnum.“ Arnar hrósaði Patrick Pedersen sem skoraði sitt hundraðasta mark í efstu deild þegar hann kom Val yfir í fyrri hálfleik. „Það er gott að hafa hann þegar að hann er í standi. Það var gott að hann hafi byrjaði mótið á að skora. Mér finnst liðið þannig samsett að við getum fengið mörk úr mörgum áttum sem er gott að þurfa ekki að einblína á einn eða tvo leikmenn,“ sagði Arnar Grétarsson að lokum.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Sjá meira