„Við viljum vera inn á öllum Evrópumótum“ Hinrik Wöhler skrifar 7. apríl 2024 19:18 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Anton Brink Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var kampakátur eftir fjögurra marka sigur á Færeyjum á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska liðið leikur á Evrópumótinu í nóvember og það í fyrsta sinn síðan 2012. „Mér líður mjög vel, við erum búnar að stefna að þessu lengi að koma okkur á þetta mót. Við gerðum það með glæsibrag. Við náum öðru sæti í riðlinum sem tryggir okkur inn, hefði meira að segja tryggt okkur inn á 16-liða EM. Þannig ég er mjög stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar skömmu leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki mikið skorað í byrjun leiks og Færeyingar leiddu framan af fyrri hálfleik. Um miðbik fyrir hálfleiks náði íslenska liðið góðum kafla og Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Við vorum búin að undirbúa að þær myndu spila sjö á sex og vera með línuna á milli eitt og tvö. Við lentum í vandræðum vinstra megin með árásirnar, þær settu Jönu [Mittún] yfir vinstra megin og við vorum í smá vandræðum en við lokuðum aftur fyrir það. Þetta er skák og þær eru með hörku góða leikmenn. Þær eru með stelpur sem eru að spila í góðum deildum, í dönsku úrvalsdeildinni og eru mjög góðar. Ég er mjög stoltur af þessu.“ Evrópumótið hefst í lok nóvember og er Arnar spenntur að sjá hvaða lið verða mótherjar íslenska liðsins. „Ég hlakka til og hlakka til að sjá í hvaða riðli við lendum og hvaða lið við fáum. Möguleikar og ekki möguleikar, við þurfum að sjá hvernig þetta mun þróast. Við þurfum að leggja inn mikla vinnu og nýta sumarið mjög vel,“ sagði Arnar fullur tilhlökkunar. „Vegferðin gengur út á það að koma okkur inn á þessi stórmót sem við höfum ekki verið á að undanförnum árum. Nú er þetta orðið 24-liða mót en við skulum hafa það á hreinu að við hefðum tryggt okkur inn á 16-liða mótið einnig. Horfum fram í tímann, við viljum vera inn á öllum Evrópumótum og ná úrslitum þar. Það gefur okkur meiri líkur að koma okkur á HM, út á það gengur það,“ sagði Arnar um Evrópumótið en Ísland tekur þátt í fyrsta sinn á lokamóti í tólf ár. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna, við vissum nokkurn vegin fyrirfram að við værum komnar áfram í gegnum annað eða þriðja sætið. Annað sætið gefur okkur vonandi betri riðil á EM og þá náum við okkur vonandi hærra fyrir HM,“ bætti Arnar við. Gestirnir frá Færeyjum þurftu ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leikinn kom það í ljós að þær munu einnig taka þátt á lokamóti EM. Fjögur stigahæstu liðin sem enduðu í þriðja sæti í undanriðlunum fá þátttökurétt á lokamótinu í nóvember og eftir leikinn var það ljóst að Færeyingar verða eitt af þeim liðum. „Frábært, ótrúleg þróun í þessu litla samfélagi. Þetta er svo skemmtilegt samfélag og fólk. Ég er bara ótrúlega ánægður að þessi handboltaþjóð sé komið með kvennaliðið á EM, þetta eru frábærir einstaklingar,“ sagði Arnar að lokum um mótherja sína í dag. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel, við erum búnar að stefna að þessu lengi að koma okkur á þetta mót. Við gerðum það með glæsibrag. Við náum öðru sæti í riðlinum sem tryggir okkur inn, hefði meira að segja tryggt okkur inn á 16-liða EM. Þannig ég er mjög stoltur af stelpunum,“ sagði Arnar skömmu leik. Leikurinn fór rólega af stað en það var ekki mikið skorað í byrjun leiks og Færeyingar leiddu framan af fyrri hálfleik. Um miðbik fyrir hálfleiks náði íslenska liðið góðum kafla og Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Við vorum búin að undirbúa að þær myndu spila sjö á sex og vera með línuna á milli eitt og tvö. Við lentum í vandræðum vinstra megin með árásirnar, þær settu Jönu [Mittún] yfir vinstra megin og við vorum í smá vandræðum en við lokuðum aftur fyrir það. Þetta er skák og þær eru með hörku góða leikmenn. Þær eru með stelpur sem eru að spila í góðum deildum, í dönsku úrvalsdeildinni og eru mjög góðar. Ég er mjög stoltur af þessu.“ Evrópumótið hefst í lok nóvember og er Arnar spenntur að sjá hvaða lið verða mótherjar íslenska liðsins. „Ég hlakka til og hlakka til að sjá í hvaða riðli við lendum og hvaða lið við fáum. Möguleikar og ekki möguleikar, við þurfum að sjá hvernig þetta mun þróast. Við þurfum að leggja inn mikla vinnu og nýta sumarið mjög vel,“ sagði Arnar fullur tilhlökkunar. „Vegferðin gengur út á það að koma okkur inn á þessi stórmót sem við höfum ekki verið á að undanförnum árum. Nú er þetta orðið 24-liða mót en við skulum hafa það á hreinu að við hefðum tryggt okkur inn á 16-liða mótið einnig. Horfum fram í tímann, við viljum vera inn á öllum Evrópumótum og ná úrslitum þar. Það gefur okkur meiri líkur að koma okkur á HM, út á það gengur það,“ sagði Arnar um Evrópumótið en Ísland tekur þátt í fyrsta sinn á lokamóti í tólf ár. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna, við vissum nokkurn vegin fyrirfram að við værum komnar áfram í gegnum annað eða þriðja sætið. Annað sætið gefur okkur vonandi betri riðil á EM og þá náum við okkur vonandi hærra fyrir HM,“ bætti Arnar við. Gestirnir frá Færeyjum þurftu ekki að dvelja lengi við tapið en eftir leikinn kom það í ljós að þær munu einnig taka þátt á lokamóti EM. Fjögur stigahæstu liðin sem enduðu í þriðja sæti í undanriðlunum fá þátttökurétt á lokamótinu í nóvember og eftir leikinn var það ljóst að Færeyingar verða eitt af þeim liðum. „Frábært, ótrúleg þróun í þessu litla samfélagi. Þetta er svo skemmtilegt samfélag og fólk. Ég er bara ótrúlega ánægður að þessi handboltaþjóð sé komið með kvennaliðið á EM, þetta eru frábærir einstaklingar,“ sagði Arnar að lokum um mótherja sína í dag.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 24-20 | Stelpurnar tryggðu sér sæti á EM Íslenska landsliðið sigraði Færeyjar, 24 – 20, í sínum síðasta leik í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska kvennalandsliðið leikur á Evrópumótinu í handbolta í nóvember en liðið endaði í öðru sæti í undanriðlinum, fjórum stigum undan Færeyjum. 7. apríl 2024 15:15