Forgangsakstur æfður á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2024 08:06 Magnús Ragnarsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sem var umsjónarmaður samæfingarnámskeiðsins í forgangsakstri, sem fór nýlega fram á Suðurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjálfun í forgangsakstri lögreglubíla er mjög mikilvægur í starfi lögreglunnar segir lögreglumaður á Suðurlandi en þar var verið að halda forgangsaksturs æfingu í þeim tilgangi að sjá hvað gekk vel og hvað þarf að laga og bæta úr. Lögreglan á Suðurlandi var nýlega með samæfingu í forgangsakstri lögreglubíla í samvinnu við Menntasetur lögreglunnar, sérsveitarinnar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem sér um sjúkraflutninga á Suðurlandi, þar sem æfð voru verkefni, sem tengjast þeim málum, sem lögreglan er að vinna við af og til. Magnús Ragnarsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi var umsjónarmaður námskeiðsins „Við vorum að skerpa á í rauninni á samvinnu þessara embætta og fá fram slitfleti og veikleika í þessu. Það er sett á svið ákveðin atburðarás eða sviðsmynd og við fáum fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra til að taka þátt í þessu með okkur og svo koma verkefni til að leysa og þessir aðilar koma að þessum verkefnum,” segir Magnús. Magnús segir mjög mikilvægt að halda forgangsakstursnámskeið reglulega til að viðhalda hæfni viðbragðsaðila og ekki síst innan lögreglunnar sem eru oftast fyrst á vettvang. En hvað þarf helst að hafa í huga við forgangsakstur? „Forgangsakstur er fyrst og fremst bara að sýna skynsemi og aðgát, við förum varlega. Við höfum heimild til að fara hraðar en gengur og gerist og sveigja fram hjá ýmsum reglum og þess vegna skiptir öllu máli að lögreglumenn sýni aðgát í því.” Eru lögreglubílarnir nógu kraftmiklir hjá ykkur? „Já, ég myndi segja það, þeir eru alveg tæki í þetta verkefni,” segir Magnús. En nú er mikil umferð á vegunum, mikið ferðamenn og allskonar, er þetta fólk að þvælast fyrir ykkur eða hvað? „Það er bara meiri áskorun ef það er mikil umferð, ekki að þvælast fyrir, en við reynum að gefa því merki um hvað við erum að gera og þetta gengur yfirleitt en það er bara meiri áskorun og meira krefjandi að aka í mikill umferð,” segir Magnús alsæll með námskeiðið, sem tókst einstaklega vel. Magnús segir það mikla áskorun fyrir lögregluna að aka forgangsakstur þar sem mikil umferð er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lögreglan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi var nýlega með samæfingu í forgangsakstri lögreglubíla í samvinnu við Menntasetur lögreglunnar, sérsveitarinnar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem sér um sjúkraflutninga á Suðurlandi, þar sem æfð voru verkefni, sem tengjast þeim málum, sem lögreglan er að vinna við af og til. Magnús Ragnarsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurlandi var umsjónarmaður námskeiðsins „Við vorum að skerpa á í rauninni á samvinnu þessara embætta og fá fram slitfleti og veikleika í þessu. Það er sett á svið ákveðin atburðarás eða sviðsmynd og við fáum fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra til að taka þátt í þessu með okkur og svo koma verkefni til að leysa og þessir aðilar koma að þessum verkefnum,” segir Magnús. Magnús segir mjög mikilvægt að halda forgangsakstursnámskeið reglulega til að viðhalda hæfni viðbragðsaðila og ekki síst innan lögreglunnar sem eru oftast fyrst á vettvang. En hvað þarf helst að hafa í huga við forgangsakstur? „Forgangsakstur er fyrst og fremst bara að sýna skynsemi og aðgát, við förum varlega. Við höfum heimild til að fara hraðar en gengur og gerist og sveigja fram hjá ýmsum reglum og þess vegna skiptir öllu máli að lögreglumenn sýni aðgát í því.” Eru lögreglubílarnir nógu kraftmiklir hjá ykkur? „Já, ég myndi segja það, þeir eru alveg tæki í þetta verkefni,” segir Magnús. En nú er mikil umferð á vegunum, mikið ferðamenn og allskonar, er þetta fólk að þvælast fyrir ykkur eða hvað? „Það er bara meiri áskorun ef það er mikil umferð, ekki að þvælast fyrir, en við reynum að gefa því merki um hvað við erum að gera og þetta gengur yfirleitt en það er bara meiri áskorun og meira krefjandi að aka í mikill umferð,” segir Magnús alsæll með námskeiðið, sem tókst einstaklega vel. Magnús segir það mikla áskorun fyrir lögregluna að aka forgangsakstur þar sem mikil umferð er. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Lögreglan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira