Ákvörðun stjórnarflokkanna „alls ekki flókin“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. apríl 2024 17:18 Eiríkur Bergmann fór yfir mögulega atburðarás morgundagsins í samtali við fréttastofu. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæður sem upp eru komnar varðandi forsætisráðuneytið vera mjög óvanalegar. Þó séu fordæmi fyrir því að forsætisráðherra biðji lausnar fyrir sig án þess að biðja lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hann býst við að niðurstaða muni liggja fyrir áður en Katrín fer á Bessastaði. Eðlilegt sé að það taki ríkisstjórnina dálitinn tíma að komast að niðurstöðu en Eiríkur býst við því að þeim takist áður en forsætisráðherra fer á Bessastaði á morgun. „Það mun taka einhver ntíma að ráða ráðum þannig að þessir flokkar þrír geti haldið áfram ríkisstjórnarsamstarfinu og manni heyrist nú að þeir ætli sér að gera það. Það er ekkert óeðlilegt að það taki smátíma að ná lendingu í því. En maður gerir ráð fyrir því að þeir reyni að hafa þetta allt saman klappað og klárt þegar haldið er til Bessastaða á morgun,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Ákvörðunin alls ekki flókin Hann segir að sú ákvörðun sem leiðtogar stjórnarflokkanna standa frammi fyrir í dag sé alls ekki flókin. „Hún kann að vera erfið fyrir einhverja þeirra en hún er ekki flókin. Þannig það þarf ekki neinn langan tíma til að smíða einhvern pólitískan tilbúning heldur liggur það ljóst fyrir hvað þarf að gera og ákvörðunin þess vegna einföld,“ segir Eiríkur. Það sem þarf að liggja fyrir á morgun sé hver muni taka við forsætisráðherrastólnum af Katrínu og svo hvernig skipað verði í aðra stóla. Það liggi þó minna á því. Eiríkur segir eðlilegast að forstöðumaður í einhverjum öðrum ríkisstjórnarflokki taki við forsætisráðherra embættinu en erfitt sé að fullyrða um hver það verði að lokum. Pólitísk staða formannanna sé ekki sú sama. „Ég held að það yrði meiri sátt um Sigurð Inga enda liggur Framsóknarflokkurinn í stjórnmálunum á milli hinna tveggja stjórnarflokkanna. Það yrði ekki alveg sama sátt með Bjarna,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins Eiríkur segir þó að persónulegur metnaður geti alltaf komið til með að fælast fyrir í svona málum. „Það er affarasælast fyrir land og þjóð að þessir stjórnmálaforingjar sem treyst er fyrir völdunum í landinu leysi einfaldlega úr þessu viðfangsefni sem ekki er sérlega flókið og það verði klárað á morgun,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins er sú að Katrín mæti til Bessastaða og biðji lausnar. Yfirleitt þegar slíkt gerist biður forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en þó séu til fordæmi um forsætisráðherra sem biður lausnar og „bendir á annan ráðherra til að taka við af sér.“ Forseti veiti henni lausn, nýr forsætisráðherra sem hefur meirihluta þings á bak við sig í kjölfar samtals stjórnarflokkanna sé þá skipaður í embætti forsætisráðherra á ríkisráðsfundi. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40 Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Eðlilegt sé að það taki ríkisstjórnina dálitinn tíma að komast að niðurstöðu en Eiríkur býst við því að þeim takist áður en forsætisráðherra fer á Bessastaði á morgun. „Það mun taka einhver ntíma að ráða ráðum þannig að þessir flokkar þrír geti haldið áfram ríkisstjórnarsamstarfinu og manni heyrist nú að þeir ætli sér að gera það. Það er ekkert óeðlilegt að það taki smátíma að ná lendingu í því. En maður gerir ráð fyrir því að þeir reyni að hafa þetta allt saman klappað og klárt þegar haldið er til Bessastaða á morgun,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Ákvörðunin alls ekki flókin Hann segir að sú ákvörðun sem leiðtogar stjórnarflokkanna standa frammi fyrir í dag sé alls ekki flókin. „Hún kann að vera erfið fyrir einhverja þeirra en hún er ekki flókin. Þannig það þarf ekki neinn langan tíma til að smíða einhvern pólitískan tilbúning heldur liggur það ljóst fyrir hvað þarf að gera og ákvörðunin þess vegna einföld,“ segir Eiríkur. Það sem þarf að liggja fyrir á morgun sé hver muni taka við forsætisráðherrastólnum af Katrínu og svo hvernig skipað verði í aðra stóla. Það liggi þó minna á því. Eiríkur segir eðlilegast að forstöðumaður í einhverjum öðrum ríkisstjórnarflokki taki við forsætisráðherra embættinu en erfitt sé að fullyrða um hver það verði að lokum. Pólitísk staða formannanna sé ekki sú sama. „Ég held að það yrði meiri sátt um Sigurð Inga enda liggur Framsóknarflokkurinn í stjórnmálunum á milli hinna tveggja stjórnarflokkanna. Það yrði ekki alveg sama sátt með Bjarna,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins Eiríkur segir þó að persónulegur metnaður geti alltaf komið til með að fælast fyrir í svona málum. „Það er affarasælast fyrir land og þjóð að þessir stjórnmálaforingjar sem treyst er fyrir völdunum í landinu leysi einfaldlega úr þessu viðfangsefni sem ekki er sérlega flókið og það verði klárað á morgun,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins er sú að Katrín mæti til Bessastaða og biðji lausnar. Yfirleitt þegar slíkt gerist biður forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en þó séu til fordæmi um forsætisráðherra sem biður lausnar og „bendir á annan ráðherra til að taka við af sér.“ Forseti veiti henni lausn, nýr forsætisráðherra sem hefur meirihluta þings á bak við sig í kjölfar samtals stjórnarflokkanna sé þá skipaður í embætti forsætisráðherra á ríkisráðsfundi.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40 Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40
Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58