Lífsnauðsynlegur sigur Luton og markaveisla hjá Villa og Brentford Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 16:04 Carlton Morris fagnar hér sigurmarki sínu sem gæti reynst Luton Town mikilvægt. Vísir/Getty Luton vann afar mikilvægan sigur í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Þá fór fram mikill markaleikur þegar Aston Villa tók á móti Brentford. Leikur Aston Villa og Brentford á heimavelli Villa var frábær skemmtun. Ollie Watkins kom kom Villa í forystuna með marki á 39. mínútu en eftir stöðuna 1-0 í hálfleik bættist heldur betur í markaflóruna í þeim síðari. Morgan Rogers kom Villa í 2-0 eftir aðeins hálfrar mínútu leik í síðari hálfleik en á 59. mínútu hófst endurkoma Brentford með marki Mathias Jörgensen. Bryan Mbuemo jafnaði í 2-2 tveimur mínútum síðar og Yoane Wissa fullkomnaði endurkomunu með marki á 68. mínútu og knattspyrnustjóri Villa Unai Emray var brjálaður á hliðarlínunni. Mark Flekken tapaði þessu einvígi gegn Ollie Watkins þegar Watkins jafnaði metin í 3-3.Vísir/Getty Ollie Watkins hefur þó margsýnt fram á það að hann er sannarlega betri en enginn. Hann jafnaði í 3-3 á 81. mínútu eftir vafasamt úthlaup Mark Flekken í marki Brentford og tryggði Villa stig. Lokatölur 3-3 og Tottenham getur jafnað Villa að stigum í 4. sætinu á morgun en liðið mætir þá Nottingham Forest. Á Goodison Park mætti Everton liði Burnley þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði leikinn á varamannabekknum. Þar var aðeins eitt mark skorað og það gerði Dominic Calvert-Lewin í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir lið Everton. Markið kom eftir mistök Arijanet Muric í marki Burnley og svipaði það til marks Darwin Nunez gegn Sheffield United í vikunni. Dominic Calvert-Lewin skoraði mikilvægt mark fyrir Everton í dag.Vísir/Getty Lítið var um færi í leiknum en heimamenn héldu forystunni út síðari hálfleik og tryggðu sér gríðarlega mikilvæg þrjú stig. Everton er nú komið sex stigum frá fallsæti deildarinnar. Í Lundúnum tók lið Fulham á móti Newcastle. Leikurinn var markalaus lengst af en á 75. mínútu skoraði Fabian Schär fyrir Newcastle en það mark var dæmt af vegna brots. Sex mínútum síðar skoraði Newcastle hins vegar löglegt mark sem reyndist það eina í leiknum. Þar var á ferðinni Brasilíumaðurinn Bruno Guimares og eftir 1-0 sigurinn er Newcastle aðeins einu stigi á eftir liði Manchester United og í 8. sæti deildarinnar. Bruno Guimares fagnar sigurmarki sínu í dag.Vísir/Getty Luton og Bournemouth mættust á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Marcus Tavernier kom gestunum í forystu í fyrri hálfleik en Jordan Clark jafnaði fyrir Luton á 73. mínútu. Í uppbótartíma skoraði Carlton Morris síðan gríðarlega mikilvægt mark fyrir Luton og tryggði liðinu 2-1 sigur. Stigin þrjú þýða að Luton er nú jafnt Nottingham Forest að stigum en situr þó í fallsæti á markatölu. Forest mætir eins og áður segir Tottenham á útivelli á morgun. West Ham átti góða endurkomu þegar liðið var í heimsókn hjá Wolves. Pablo Sarabia kom Úlfunum yfir á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu en tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu lærisveinum David Moyes stigin þrjú. Fyrst jafnaði Lucas Paqueta úr öðru víti á 72. mínútu og James Ward-Prowse tryggði West Ham 2-1 sigur með ótrúlegu marki beint úr hornspyrnu á 84. mínútu. Wolves tókst að skora á tíundu mínútu uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þrjú stig í höfn hjá West Ham sem situr í 7. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Manchester United en tveimur leikjum fleiri spilaða. Úrslit dagsins: Crystal Palace - Manchester City 2-4Aston Villa - Brentford 3-3Everton - Burnley 1-0Fulham - Newcastle 0-1Luton - Bournemouth 2-1Wolves - West Ham 1-2 Enski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Leikur Aston Villa og Brentford á heimavelli Villa var frábær skemmtun. Ollie Watkins kom kom Villa í forystuna með marki á 39. mínútu en eftir stöðuna 1-0 í hálfleik bættist heldur betur í markaflóruna í þeim síðari. Morgan Rogers kom Villa í 2-0 eftir aðeins hálfrar mínútu leik í síðari hálfleik en á 59. mínútu hófst endurkoma Brentford með marki Mathias Jörgensen. Bryan Mbuemo jafnaði í 2-2 tveimur mínútum síðar og Yoane Wissa fullkomnaði endurkomunu með marki á 68. mínútu og knattspyrnustjóri Villa Unai Emray var brjálaður á hliðarlínunni. Mark Flekken tapaði þessu einvígi gegn Ollie Watkins þegar Watkins jafnaði metin í 3-3.Vísir/Getty Ollie Watkins hefur þó margsýnt fram á það að hann er sannarlega betri en enginn. Hann jafnaði í 3-3 á 81. mínútu eftir vafasamt úthlaup Mark Flekken í marki Brentford og tryggði Villa stig. Lokatölur 3-3 og Tottenham getur jafnað Villa að stigum í 4. sætinu á morgun en liðið mætir þá Nottingham Forest. Á Goodison Park mætti Everton liði Burnley þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði leikinn á varamannabekknum. Þar var aðeins eitt mark skorað og það gerði Dominic Calvert-Lewin í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir lið Everton. Markið kom eftir mistök Arijanet Muric í marki Burnley og svipaði það til marks Darwin Nunez gegn Sheffield United í vikunni. Dominic Calvert-Lewin skoraði mikilvægt mark fyrir Everton í dag.Vísir/Getty Lítið var um færi í leiknum en heimamenn héldu forystunni út síðari hálfleik og tryggðu sér gríðarlega mikilvæg þrjú stig. Everton er nú komið sex stigum frá fallsæti deildarinnar. Í Lundúnum tók lið Fulham á móti Newcastle. Leikurinn var markalaus lengst af en á 75. mínútu skoraði Fabian Schär fyrir Newcastle en það mark var dæmt af vegna brots. Sex mínútum síðar skoraði Newcastle hins vegar löglegt mark sem reyndist það eina í leiknum. Þar var á ferðinni Brasilíumaðurinn Bruno Guimares og eftir 1-0 sigurinn er Newcastle aðeins einu stigi á eftir liði Manchester United og í 8. sæti deildarinnar. Bruno Guimares fagnar sigurmarki sínu í dag.Vísir/Getty Luton og Bournemouth mættust á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Marcus Tavernier kom gestunum í forystu í fyrri hálfleik en Jordan Clark jafnaði fyrir Luton á 73. mínútu. Í uppbótartíma skoraði Carlton Morris síðan gríðarlega mikilvægt mark fyrir Luton og tryggði liðinu 2-1 sigur. Stigin þrjú þýða að Luton er nú jafnt Nottingham Forest að stigum en situr þó í fallsæti á markatölu. Forest mætir eins og áður segir Tottenham á útivelli á morgun. West Ham átti góða endurkomu þegar liðið var í heimsókn hjá Wolves. Pablo Sarabia kom Úlfunum yfir á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu en tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu lærisveinum David Moyes stigin þrjú. Fyrst jafnaði Lucas Paqueta úr öðru víti á 72. mínútu og James Ward-Prowse tryggði West Ham 2-1 sigur með ótrúlegu marki beint úr hornspyrnu á 84. mínútu. Wolves tókst að skora á tíundu mínútu uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þrjú stig í höfn hjá West Ham sem situr í 7. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Manchester United en tveimur leikjum fleiri spilaða. Úrslit dagsins: Crystal Palace - Manchester City 2-4Aston Villa - Brentford 3-3Everton - Burnley 1-0Fulham - Newcastle 0-1Luton - Bournemouth 2-1Wolves - West Ham 1-2
Enski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira