Hljómahöllin fagnar 10 ára afmæli með opnu húsi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2024 13:04 Tómas Young, forstöðumaður Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ, sem hvetur fólk til að mæta í afmælisveisluna í dag. Aðsend Það iðar allt af lífi og fjöri í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag því þar er verið að halda upp á tíu ára afmæli hallarinnar með lifandi tónlist á milli tvö og fimm. Páll Óskar, Bríet, Friðrik Dór og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar eru meðal þeirra, sem koma fram. Í dag eru akkúrat 10 ára frá því að Hljómahöllin opnaði og það verður haldið upp á það með pompi og prakt á opnu húsi frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir í afmælisveisluna. Tómas Young er forstöðumaður Hljómahallarinnar. „Og svo seinna í dag verður afmælisávarp, sem að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur og svo verður í kjölfarið heljarinnar tónlistardagskrá í þremur sölum hjá okkur, Páll Óskar og Bríet og Friðrik Dór og Fríða Dís og svo verða fjölmörg atriði frá tónlistarskólanum, léttsveit, bjöllukórar og allskonar,” segir Tómas. Fyrir þá sem ekki vita, hvernig myndir þú skilgreina Hljómahöllina, hvað er það ? „Hljómahöll er menningarmiðstöð eða tónlistarhús. Hérna er tónlistin í bæjarfélaginu komin saman undir einu þaki. Hljómahöll er svona regnhlífarheitið yfir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hið sögufræga félagsheimili Stapa og svo auðvitað er Rokksafn Íslands hérna í miðjunni, ásamt nokkrum öðrum minni sölum hjá okkur. Þannig að já, þetta er svona tónlistarmiðja Reykjanesbæjar myndi ég segja í dag,” segir Tómas. Opið hús er í Hljómahöll í dag frá 14:00 tl 17:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum í tilefni dagsins.Aðsend Tómas segir að starfsemi Hljómahallarinnar gangi mjög vel en um tíu þúsund gestir koma á ári bara til að skoða Rokksafn Íslands en svo séu miklu, miklu fleiri, sem fara í gegnum húsið á allskonar viðburði og þá er mikið af árshátíðum og allskonar fundir og ráðstefnur í húsinu, svo ekki sé minnst á öfluga starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með sína 900 nemendur. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er til dæmis með mjög öfluga starfsemi í Hljómahöllinni með sína 900 nemendur.Aðsend Eru allir velkomnir til ykkar í dag eða hvernig er það“? „Já, ja, allir velkomnir og ég hvet bara sem flesta að koma og skoða tónlistarskólann og Rokksafnið og hlusta á góða tónlist”, segir Tómas. Hljómahöllin, sem var opnuð formlega á þessum degi fyrir nákvæmlega 10 árum.Aðsend Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Í dag eru akkúrat 10 ára frá því að Hljómahöllin opnaði og það verður haldið upp á það með pompi og prakt á opnu húsi frá klukkan 14:00 til 17:00 þar sem allir eru velkomnir í afmælisveisluna. Tómas Young er forstöðumaður Hljómahallarinnar. „Og svo seinna í dag verður afmælisávarp, sem að Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur og svo verður í kjölfarið heljarinnar tónlistardagskrá í þremur sölum hjá okkur, Páll Óskar og Bríet og Friðrik Dór og Fríða Dís og svo verða fjölmörg atriði frá tónlistarskólanum, léttsveit, bjöllukórar og allskonar,” segir Tómas. Fyrir þá sem ekki vita, hvernig myndir þú skilgreina Hljómahöllina, hvað er það ? „Hljómahöll er menningarmiðstöð eða tónlistarhús. Hérna er tónlistin í bæjarfélaginu komin saman undir einu þaki. Hljómahöll er svona regnhlífarheitið yfir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, hið sögufræga félagsheimili Stapa og svo auðvitað er Rokksafn Íslands hérna í miðjunni, ásamt nokkrum öðrum minni sölum hjá okkur. Þannig að já, þetta er svona tónlistarmiðja Reykjanesbæjar myndi ég segja í dag,” segir Tómas. Opið hús er í Hljómahöll í dag frá 14:00 tl 17:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum í tilefni dagsins.Aðsend Tómas segir að starfsemi Hljómahallarinnar gangi mjög vel en um tíu þúsund gestir koma á ári bara til að skoða Rokksafn Íslands en svo séu miklu, miklu fleiri, sem fara í gegnum húsið á allskonar viðburði og þá er mikið af árshátíðum og allskonar fundir og ráðstefnur í húsinu, svo ekki sé minnst á öfluga starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með sína 900 nemendur. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er til dæmis með mjög öfluga starfsemi í Hljómahöllinni með sína 900 nemendur.Aðsend Eru allir velkomnir til ykkar í dag eða hvernig er það“? „Já, ja, allir velkomnir og ég hvet bara sem flesta að koma og skoða tónlistarskólann og Rokksafnið og hlusta á góða tónlist”, segir Tómas. Hljómahöllin, sem var opnuð formlega á þessum degi fyrir nákvæmlega 10 árum.Aðsend
Reykjanesbær Tónlist Söfn Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning