Unglingur lést eftir árás við skóla í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 22:49 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að skólar þyrftu að vera griðarstaður eftir tvær alvarlegar líkamsárásir á börn fyrir utan skóla í landinu í vikunni. Vísir/EPA Fimmtán ára gamall piltur lést á sjúkrahúsi í dag tæpum sólarhring eftir að hópur ungmenna réðst á hann og barði við skólann hans í úthverfi Parísar í gær. Vaxandi ofbeldisalda á meðal ungmenna veldur áhyggjum í Frakklandi. Vitni segja að árasarmennirnir hafi kýlt og sparkað í piltinn, sem hefur verið nefndur Shamseddin í fjölmiðlum. Þeir voru með lambúshettur. Jean-Marie Vilain, borgarstjóri í Viry-Chatillon þar sem árásin var gerð, segir að pilturinn hafi verið á leið úr tónlistartíma þegar ráðist var á hann nærri skólanum um klukkan 16:30 að staðartíma í gær. Læknum tókst ekki að bjarga lífi piltsins. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir saksóknara að sautján ára unglingur hafi verið handtekinn vegna dauða Shamseddins og að lögreglan leiti fleiri árásarmanna. Árásin kemur aðeins nokkrum dögum eftir að fjórtán ára gömul stúlka að nafni Samara varð fyrir árás þriggja jafnaldra sinna fyrir utan skóla í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Læknar héldu henni í dái í fyrstu en hún hefur síðan náð meðvitund. Tveir piltar og ein stúlka var handtekin vegna árásarinnar og hafa þau játað aðild að henni. Móðir Samöru sagði fjölmiðlum að önnur stúlka hefði lagt dóttur sína í einelti vegna þess að hún neitaði að klæða sig eftir íslömskum reglum. Saksóknari í málinum sagði árásina hins vegar tengjast myndum sem var deilt á samfélagsmiðlinum Snapchat. Síðar sakaði móðirin hægriöfgamenn um að reyna að notfæra sér árásina í pólitískum tilgangi. Breska blaðið The Guardian segir að tugir hótana um ofbeldisverk hafi verið sendar skólum í Frakklandi undanfarna daga. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði í dag að skólar landsins yrðu að njóta verndar fyrir „gegndarlausu ofbeldi“ á meðal unglinga. Frakkland Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Vitni segja að árasarmennirnir hafi kýlt og sparkað í piltinn, sem hefur verið nefndur Shamseddin í fjölmiðlum. Þeir voru með lambúshettur. Jean-Marie Vilain, borgarstjóri í Viry-Chatillon þar sem árásin var gerð, segir að pilturinn hafi verið á leið úr tónlistartíma þegar ráðist var á hann nærri skólanum um klukkan 16:30 að staðartíma í gær. Læknum tókst ekki að bjarga lífi piltsins. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir saksóknara að sautján ára unglingur hafi verið handtekinn vegna dauða Shamseddins og að lögreglan leiti fleiri árásarmanna. Árásin kemur aðeins nokkrum dögum eftir að fjórtán ára gömul stúlka að nafni Samara varð fyrir árás þriggja jafnaldra sinna fyrir utan skóla í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Læknar héldu henni í dái í fyrstu en hún hefur síðan náð meðvitund. Tveir piltar og ein stúlka var handtekin vegna árásarinnar og hafa þau játað aðild að henni. Móðir Samöru sagði fjölmiðlum að önnur stúlka hefði lagt dóttur sína í einelti vegna þess að hún neitaði að klæða sig eftir íslömskum reglum. Saksóknari í málinum sagði árásina hins vegar tengjast myndum sem var deilt á samfélagsmiðlinum Snapchat. Síðar sakaði móðirin hægriöfgamenn um að reyna að notfæra sér árásina í pólitískum tilgangi. Breska blaðið The Guardian segir að tugir hótana um ofbeldisverk hafi verið sendar skólum í Frakklandi undanfarna daga. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði í dag að skólar landsins yrðu að njóta verndar fyrir „gegndarlausu ofbeldi“ á meðal unglinga.
Frakkland Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira