Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2024 18:28 Katrín Jakobsdóttir hefur ákveðið að viðeigandi væri að kveðja ráðherrana sína með heimboði í kvöld. vísir/Hulda margrét Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. Samkvæmt heimildum fréttastofu mættu ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar hver á fætur öðrum á Dunhagann í vesturbæ Reykjavíkur þar sem Katrín býr í fjölbýlishúsi. Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Willum Þór Þórsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sáust öll koma í vesturbæinn. Katrín upplýsti um framboð sitt til forseta Íslands á samfélagsmiðlum í dag. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum,“ sagði Katrín eftir hádegið. Ráðherrabílar bíða meistara sinna í vesturbænum nú síðdegis.Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG segir við fréttastofu að verkefnið fram undan sé að ræða við hina stjórnarflokkana um samstarfið fram undan. Fullur vilji sé hjá VG og nú liggi fyrir ákvörðun um að hittast og funda. Hann segir þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar þegar hafa sest niður óformlega og ákveðið að funda frekar um málið. Þau Svandís Svavarsdóttir hafi saman umboð frá VG til að ræða við hina flokkana. Sigurður Ingi hefur sagst ekki útiloka kosningar nú þegar forsætisráðherra hverfi á braut. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu mættu ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar hver á fætur öðrum á Dunhagann í vesturbæ Reykjavíkur þar sem Katrín býr í fjölbýlishúsi. Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Willum Þór Þórsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sáust öll koma í vesturbæinn. Katrín upplýsti um framboð sitt til forseta Íslands á samfélagsmiðlum í dag. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum,“ sagði Katrín eftir hádegið. Ráðherrabílar bíða meistara sinna í vesturbænum nú síðdegis.Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG segir við fréttastofu að verkefnið fram undan sé að ræða við hina stjórnarflokkana um samstarfið fram undan. Fullur vilji sé hjá VG og nú liggi fyrir ákvörðun um að hittast og funda. Hann segir þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar þegar hafa sest niður óformlega og ákveðið að funda frekar um málið. Þau Svandís Svavarsdóttir hafi saman umboð frá VG til að ræða við hina flokkana. Sigurður Ingi hefur sagst ekki útiloka kosningar nú þegar forsætisráðherra hverfi á braut.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04
Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56
Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06