Opna Bláa lónið þrátt fyrir hættu á gasmengun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2024 14:50 Grímur Sæmundsen, stærsti einstaki hluthafi félagsins, er forstjóri og stofnandi Bláa lónsins. Bláa lónið opnar dyr sínar á ný á hádegi á morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir ákvörðunin alfarið forsvarsmanna fyrirtækisins. Áfram sé hætta á gasmengun á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum. Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells laugardagskvöldið 16. mars og gýs enn. Gosið hefur nú sjö sinnum frá 19. mars 2021 og er þetta eldgos það fjórða í röðinni á jafnmörgum mánuðum. „Fyrirvari viðbragðsaðila nú var enginn en vel tókst til með að rýma bæði Grindavík og eins Bláa lónið þar sem fjöldi gesta var samankominn. Eldgos er enn í gangi og er einn gígurvirkur. Merki eru um landris í Svartsengi. Áfram mælast tímabundið há gildi brennisteinsdíóxíðs í kringum eldgosið og í byggð á Reykjanesskaga,“ segir Úlfar í tilkynningu. „Það er óbreytt mat lögreglustjóra að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Hætta er talin á að loftmengun geti ógnað heilsu manna inn á merktu hættusvæði en áfram er hætta vegna gasmengunar,“ segir Úlfar. Hann leggur áherslu á því að það sé ákvörðun Bláa Lónsins að hefja starfsemi að nýju að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum á morgun klukkan 12. „Á starfssvæði Bláa Lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Þá er veðurstöð staðsett á einni bygginu Bláa Lónsins. Eftirlit og viðbagð við hugsanlegri gasmengun er nú með allt öðrum hætti en áður hefur verið á starfssvæði Bláa Lónsins. Öryggisfulltrúi á vegum fyrirtækisins mun sitja morgunfundi aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar daglega. Lögreglustjóri fór þess jafnframt á leit við forsvarsmenn Bláa Lónsins að þeir kynntu mótvægisaðgerðir fyrir Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Vinnueftirlitinu og sóttvarnalækni. Þá er og hefur verið lögð rík áhersla á gott samstarf við Veðurstofu Íslands.“ Mega ekki ganga að gosinu Bent er á að gestum Bláa Lónsins sem og öðrum en viðbragðsaðilum, jarðvísindamönnum, blaðamönnum og þeim sem vinna inn í Svartsengi sé ekki heimilt að ganga að gosinu frá bílastæðum Bláa Lónsins eða frá Grindavíkurvegi. Fylgst sé vel með loftgæðum í Grindavík og inn í Svartsengi m.a. í góðu samstarfi við atvinnurekendur. „Há gildi af SO2 (brennisteinsdíoxíð) hafa mælst á svæðinu. Þessi mengun er talin mjög óholl og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt er að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta á ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra. Þá þurfa fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun.“ Lögreglustjóri biðlar til íbúa Grindavíkur svo og aðra sem eiga hagsmuna að gæta inn á merktu hættusvæði að dvelja þar ekki að ástæðulausu. Þar geti skapast aðstæður sem geta verið lífshættulegar mönnum. Þeir sem eiga erindi inn á hættusvæði er bent á að athuga reglulega með loftgæði á svæðinu inn á vefsíðu Umhverfisstofnunar, á slóðinni: https://loftgaedi.is/ Þar eru jafnframt að finna mjög gagnlegar leiðbeiningar. Bent er á góðar upplýsingar á vefsíðu Landlæknisembættisins, á slóðinni: https://island.is/eldgos-heilsa og vefsíðu Vinnueftirlitsins, á slóðinni: https://vinnueftirlitid.is/ Mikilvægt sé að hafa neðangreint í huga: Íbúar, starfsmenn og gestir dvelja inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri tekur skýrt fram að Grindavík er ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar eru ekki starfræktir skólar og innviðir eru í ólestri. Lögreglustjóri mælir alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum. Jarðsprungur eru víða í og við bæinn og sprungur geta opnast án fyrirvara. Hætta er á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Hætta er talin mikil á gasmengun og hraunflæði. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi sem felast m.a. í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opin svæði í og við Grindavík hafa ekki verið skoðuð sérstaklega. Fólk haldi sig við götur bæjarins og forðist að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Grindavík er lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja bæjarins, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlafólk hefur heimild til að fara inn í bæinn með sama hætti og íbúar og starfsmenn fyrirtækja. Enn séu hættur á svæðinu og aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Þá geta hættur leynst utan merktra svæða. Fjórir lokunarpóstar Lokunarpóstar frá og með morgundeginum verða við Bláalónsveg, Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg. Flóttaleiðir frá Grindavík eru um Nesveg og Suðurstrandarveg. Ekki er hægt að aka Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut inn til Grindavíkur. Til að vekja athygli fólks á aðsteðjandi hættum hafi verið settar upp þrjár viðvörunarflautur í Grindavík. Þá sé ein slík við Bláa lónið og önnur við HS orku í Svartsengi. Þær hafi verið notaðar með góðum árangri. „Fáir Grindvíkingar kjósa að dvelja í bænum næturlangt. Lögreglustjóri mælir alls ekki með því og getur ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður.“ Viðbragðsaðilar eru við störf í Grindavík og lögregla og slökkvilið sinna lögbundnu eftirliti í bænum eins og verið hefur. Þá er sjúkrabíll staðsettur í Grindavík alla daga á dagtíma. Framangreint fyrirkomulag verður tekið til endurskoðunar föstudaginn 12. apríl 2024, eða fyrr eftir atvikum. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Loftgæði Grindavík Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum. Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells laugardagskvöldið 16. mars og gýs enn. Gosið hefur nú sjö sinnum frá 19. mars 2021 og er þetta eldgos það fjórða í röðinni á jafnmörgum mánuðum. „Fyrirvari viðbragðsaðila nú var enginn en vel tókst til með að rýma bæði Grindavík og eins Bláa lónið þar sem fjöldi gesta var samankominn. Eldgos er enn í gangi og er einn gígurvirkur. Merki eru um landris í Svartsengi. Áfram mælast tímabundið há gildi brennisteinsdíóxíðs í kringum eldgosið og í byggð á Reykjanesskaga,“ segir Úlfar í tilkynningu. „Það er óbreytt mat lögreglustjóra að ógn geti stafað af hraunrennsli og gasmengun í Grindavík og inn í Svartsengi við núverandi aðstæður. Hætta er talin á að loftmengun geti ógnað heilsu manna inn á merktu hættusvæði en áfram er hætta vegna gasmengunar,“ segir Úlfar. Hann leggur áherslu á því að það sé ákvörðun Bláa Lónsins að hefja starfsemi að nýju að höfðu samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum á morgun klukkan 12. „Á starfssvæði Bláa Lónsins er nú þéttriðið net gasmæla. Þá er veðurstöð staðsett á einni bygginu Bláa Lónsins. Eftirlit og viðbagð við hugsanlegri gasmengun er nú með allt öðrum hætti en áður hefur verið á starfssvæði Bláa Lónsins. Öryggisfulltrúi á vegum fyrirtækisins mun sitja morgunfundi aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar daglega. Lögreglustjóri fór þess jafnframt á leit við forsvarsmenn Bláa Lónsins að þeir kynntu mótvægisaðgerðir fyrir Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Vinnueftirlitinu og sóttvarnalækni. Þá er og hefur verið lögð rík áhersla á gott samstarf við Veðurstofu Íslands.“ Mega ekki ganga að gosinu Bent er á að gestum Bláa Lónsins sem og öðrum en viðbragðsaðilum, jarðvísindamönnum, blaðamönnum og þeim sem vinna inn í Svartsengi sé ekki heimilt að ganga að gosinu frá bílastæðum Bláa Lónsins eða frá Grindavíkurvegi. Fylgst sé vel með loftgæðum í Grindavík og inn í Svartsengi m.a. í góðu samstarfi við atvinnurekendur. „Há gildi af SO2 (brennisteinsdíoxíð) hafa mælst á svæðinu. Þessi mengun er talin mjög óholl og líklegt að flestir gætu fundið fyrir einkennum í öndunarfærum. Mikilvægt er að dvelja innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu. Þetta á ekki síst við þar sem vinna fer fram utandyra. Þá þurfa fyrirtæki og stofnanir á suðvesturhorni landsins að huga vel að þróun loftgæða vegna mögulegrar hættu á gasmengun.“ Lögreglustjóri biðlar til íbúa Grindavíkur svo og aðra sem eiga hagsmuna að gæta inn á merktu hættusvæði að dvelja þar ekki að ástæðulausu. Þar geti skapast aðstæður sem geta verið lífshættulegar mönnum. Þeir sem eiga erindi inn á hættusvæði er bent á að athuga reglulega með loftgæði á svæðinu inn á vefsíðu Umhverfisstofnunar, á slóðinni: https://loftgaedi.is/ Þar eru jafnframt að finna mjög gagnlegar leiðbeiningar. Bent er á góðar upplýsingar á vefsíðu Landlæknisembættisins, á slóðinni: https://island.is/eldgos-heilsa og vefsíðu Vinnueftirlitsins, á slóðinni: https://vinnueftirlitid.is/ Mikilvægt sé að hafa neðangreint í huga: Íbúar, starfsmenn og gestir dvelja inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri tekur skýrt fram að Grindavík er ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar eru ekki starfræktir skólar og innviðir eru í ólestri. Lögreglustjóri mælir alls ekki með því að íbúar dvelji í bænum. Jarðsprungur eru víða í og við bæinn og sprungur geta opnast án fyrirvara. Hætta er á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Hætta er talin mikil á gasmengun og hraunflæði. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi sem felast m.a. í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opin svæði í og við Grindavík hafa ekki verið skoðuð sérstaklega. Fólk haldi sig við götur bæjarins og forðist að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Grindavík er lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja bæjarins, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlafólk hefur heimild til að fara inn í bæinn með sama hætti og íbúar og starfsmenn fyrirtækja. Enn séu hættur á svæðinu og aðstæður innan og utan hættusvæða geta breyst með litlum fyrirvara. Þá geta hættur leynst utan merktra svæða. Fjórir lokunarpóstar Lokunarpóstar frá og með morgundeginum verða við Bláalónsveg, Grindavíkurveg, Nesveg og Suðurstrandarveg. Flóttaleiðir frá Grindavík eru um Nesveg og Suðurstrandarveg. Ekki er hægt að aka Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut inn til Grindavíkur. Til að vekja athygli fólks á aðsteðjandi hættum hafi verið settar upp þrjár viðvörunarflautur í Grindavík. Þá sé ein slík við Bláa lónið og önnur við HS orku í Svartsengi. Þær hafi verið notaðar með góðum árangri. „Fáir Grindvíkingar kjósa að dvelja í bænum næturlangt. Lögreglustjóri mælir alls ekki með því og getur ekki ábyrgst öryggi þeirra við núverandi aðstæður.“ Viðbragðsaðilar eru við störf í Grindavík og lögregla og slökkvilið sinna lögbundnu eftirliti í bænum eins og verið hefur. Þá er sjúkrabíll staðsettur í Grindavík alla daga á dagtíma. Framangreint fyrirkomulag verður tekið til endurskoðunar föstudaginn 12. apríl 2024, eða fyrr eftir atvikum.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Loftgæði Grindavík Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira