„Ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. apríl 2024 22:26 Kristinn Pálsson lék við hvurn sinn fingur í kvöld og skoraði 41 stig Vísir/Anton Brink Kristinn Pálsson var hetja Valsmanna í kvöld þegar liðið lagði Njarðvík í framlengdum leik, 106-114. Kristinn skoraði 41 stig og tíu fyrsti stig liðsins í framlengingunni. Körfurnar sem Kristinn skoraði voru í öllum regnbogans litum en hann skoraði til að mynda algjörlega fáránlegan þrist í framlengingunni og fékk víti að auki. Það mætti segja að Kristinn hafi látið eins og hann væri heima hjá sér í kvöld. „Þetta er náttúrulega heima hjá mér! Bý hérna ennþá og er að keyra á milli á æfingar hjá Val. Mér leið komandi inn í leikinn. Svo í framlengingunni þá setti ég einn erfiðan þá tekur maður annan og hann fór ofan í og næsti og næsti. Það er skemmtilegt að spila körfubolta þegar það gengur svona!“ Valsmenn voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og hefðu auðveldlega getað slegið leiknum upp í kæruleysi en Kristinn sagði að það hefði aldrei komið til greina. „Bara geðveikt að fá svona alvöru leik rétt fyrir úrslitakeppni. Við lögðum leikinn upp þannig að við ætluðum að reyna að setja upp frammistöðu sem við ætlum að sýna í úrslitakeppninni. Við vorum nálægt því en hefðum geta gert betur á köflum, sérstaklega í þriðja leikhlutanum og drepa leikinn strax. Það gekk ekki í dag þannig að við verðum eitthvað að laga það en það er bara áfram gakk.“ Valsmenn hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í vetur og misst sterka leikmenn í meiðsli en Kristinn gaf lítið fyrir það og sagði liðið vel stemmt fyrir úrslitakeppnina. „Bara góðir. Við erum búnir að tapa hvað, fjórum leikjum í vetur ef ég man rétt. Ég held að það sýni svolítið hvað við erum með sterkt lið þó við viljum alveg betri frammistöðu hér og þar. En það sýnir styrkleikann í liðinu að klára leikina.“ Kristinn sjálfur virðist í það minnsta vera 100 prósent klár í þessa úrslitakeppni. „Já, auðvitað. Við erum búnir að leggja upp síðustu leiki eins og úrslitakeppnisleiki. Við ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna. Það er markmiðið hjá okkur og markmiðið hjá Val. Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Körfurnar sem Kristinn skoraði voru í öllum regnbogans litum en hann skoraði til að mynda algjörlega fáránlegan þrist í framlengingunni og fékk víti að auki. Það mætti segja að Kristinn hafi látið eins og hann væri heima hjá sér í kvöld. „Þetta er náttúrulega heima hjá mér! Bý hérna ennþá og er að keyra á milli á æfingar hjá Val. Mér leið komandi inn í leikinn. Svo í framlengingunni þá setti ég einn erfiðan þá tekur maður annan og hann fór ofan í og næsti og næsti. Það er skemmtilegt að spila körfubolta þegar það gengur svona!“ Valsmenn voru búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn og hefðu auðveldlega getað slegið leiknum upp í kæruleysi en Kristinn sagði að það hefði aldrei komið til greina. „Bara geðveikt að fá svona alvöru leik rétt fyrir úrslitakeppni. Við lögðum leikinn upp þannig að við ætluðum að reyna að setja upp frammistöðu sem við ætlum að sýna í úrslitakeppninni. Við vorum nálægt því en hefðum geta gert betur á köflum, sérstaklega í þriðja leikhlutanum og drepa leikinn strax. Það gekk ekki í dag þannig að við verðum eitthvað að laga það en það er bara áfram gakk.“ Valsmenn hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í vetur og misst sterka leikmenn í meiðsli en Kristinn gaf lítið fyrir það og sagði liðið vel stemmt fyrir úrslitakeppnina. „Bara góðir. Við erum búnir að tapa hvað, fjórum leikjum í vetur ef ég man rétt. Ég held að það sýni svolítið hvað við erum með sterkt lið þó við viljum alveg betri frammistöðu hér og þar. En það sýnir styrkleikann í liðinu að klára leikina.“ Kristinn sjálfur virðist í það minnsta vera 100 prósent klár í þessa úrslitakeppni. „Já, auðvitað. Við erum búnir að leggja upp síðustu leiki eins og úrslitakeppnisleiki. Við ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna. Það er markmiðið hjá okkur og markmiðið hjá Val.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira