Blaðamenn fá sama aðgengi og aðrir viðbragðsaðilar í hættuástandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2024 11:09 Með samkomulaginu er blaðamönnum tryggt aðgengi að hættusvæðum til að sinna upplýsingaskyldu sinni. Vísir/Arnar Blaðamannafélag Íslands og ríkið hafa komist að samkomulagi að aðgengi blaðamanna að vettvangi þegar hættuástand kemur upp. Með samkomulaginu er blaðamönnum tryggt jafn mikið aðgengi og öðrum viðbragðaðilum á vettvangi. Samkomulagið var lagt fram við fyrirtöku dómsmáls Blaðamannafélagsins gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að því er fram kemur í tilkynningu á vef félagsins. Þar segir að í samkomulaginu sé það áréttað að blaðamenn gegni veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. „Jafnframt er skýrt tekið fram að aðgengi blaðamanna að hættusvæðum skuli að jafnaði ekki vera minna en annarra viðbragðsaðila og skuli ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og fjölmiðla,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélags Íslands, að samkomulagið sé mikill fyrir sigur fyrir stéttina og tjáningarfelsið. Með því hafi markmið dómsmálsins verið náð: Að tryggja nauðsynlegt aðgengi blaðamanna að vettvangi. „Þarna fæst mikilvæg viðurkenning af hálfu ríkisins á stöðu og hlutverki blaðamanna í almannavarnarástandi og yfirlýsing um að blaðamenn skuli að jafnaði hafa að minnsta kosti jafn mikið aðgengi að vettvangi og aðrir viðbragðsaðilar, svo sem björgunarsveitir og lögregla. Við lítum svo á að þetta samkomulag við ríkið marki þáttaskil í samskiptum blaðamanna og stjórnvalda og verði til þess að blaðamenn geti gengið að því ísu að þeir geti óhindrað sinnt störfum sínum í þágu almennings,“ segir Sigríður Dögg í tilkynningunni. Félagið hafði áður gert samkomulag við Lögreglustjórann á Suðurnesjum um aðgengi að hættusvæðinu við Grindavík, að ákveðnum öryggissjónarmiðum uppfylltum, eftir að félagið höfðaði mál gegn ríkinu. Sigríður Dögg segir það samkomulag hafa reynst mjög vel og aðgengi hafi stórbatnað. Hér fyrir neðan má lesa samkomulag Blaðamannafélags Íslands og ríkisins í heild sinni. Eftir fund milli forsvarsmanna Blaðamannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins er ljóst að samhugur er milli aðila málsins um að blaðamenn gegna veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. Á grundvelli laga um almannavarnir hafa stjórnvöld tilteknar valdheimildir til þess að bregðast við með skjótum og markvissum hætti þegar hættuástand kemur upp, s.s. að takmarka aðgengi að tilteknum svæðum. Þær takmarkanir sem stjórnvöld kunna að þurfa að setja blaðamönnum í hættuástandi skulu að jafnaði ekki vera meiri en settar eru öðrum viðbragðsaðilum af öryggissjónarmiðum og skulu ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og hlutverki fjölmiðla. Hinn 8. mars sl. komust Blaðamannafélag Íslands og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að samkomulagi um bætt aðgengi fjölmiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesi sem tekur mið af þessu. Að teknu tilliti til alls framangreinds eru aðilar sammála um að mál þetta skuli fellt niður án málskostnaðar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50 Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32 Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. 22. nóvember 2023 11:39 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Sjá meira
Samkomulagið var lagt fram við fyrirtöku dómsmáls Blaðamannafélagsins gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að því er fram kemur í tilkynningu á vef félagsins. Þar segir að í samkomulaginu sé það áréttað að blaðamenn gegni veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. „Jafnframt er skýrt tekið fram að aðgengi blaðamanna að hættusvæðum skuli að jafnaði ekki vera minna en annarra viðbragðsaðila og skuli ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og fjölmiðla,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélags Íslands, að samkomulagið sé mikill fyrir sigur fyrir stéttina og tjáningarfelsið. Með því hafi markmið dómsmálsins verið náð: Að tryggja nauðsynlegt aðgengi blaðamanna að vettvangi. „Þarna fæst mikilvæg viðurkenning af hálfu ríkisins á stöðu og hlutverki blaðamanna í almannavarnarástandi og yfirlýsing um að blaðamenn skuli að jafnaði hafa að minnsta kosti jafn mikið aðgengi að vettvangi og aðrir viðbragðsaðilar, svo sem björgunarsveitir og lögregla. Við lítum svo á að þetta samkomulag við ríkið marki þáttaskil í samskiptum blaðamanna og stjórnvalda og verði til þess að blaðamenn geti gengið að því ísu að þeir geti óhindrað sinnt störfum sínum í þágu almennings,“ segir Sigríður Dögg í tilkynningunni. Félagið hafði áður gert samkomulag við Lögreglustjórann á Suðurnesjum um aðgengi að hættusvæðinu við Grindavík, að ákveðnum öryggissjónarmiðum uppfylltum, eftir að félagið höfðaði mál gegn ríkinu. Sigríður Dögg segir það samkomulag hafa reynst mjög vel og aðgengi hafi stórbatnað. Hér fyrir neðan má lesa samkomulag Blaðamannafélags Íslands og ríkisins í heild sinni. Eftir fund milli forsvarsmanna Blaðamannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins er ljóst að samhugur er milli aðila málsins um að blaðamenn gegna veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. Á grundvelli laga um almannavarnir hafa stjórnvöld tilteknar valdheimildir til þess að bregðast við með skjótum og markvissum hætti þegar hættuástand kemur upp, s.s. að takmarka aðgengi að tilteknum svæðum. Þær takmarkanir sem stjórnvöld kunna að þurfa að setja blaðamönnum í hættuástandi skulu að jafnaði ekki vera meiri en settar eru öðrum viðbragðsaðilum af öryggissjónarmiðum og skulu ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og hlutverki fjölmiðla. Hinn 8. mars sl. komust Blaðamannafélag Íslands og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að samkomulagi um bætt aðgengi fjölmiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesi sem tekur mið af þessu. Að teknu tilliti til alls framangreinds eru aðilar sammála um að mál þetta skuli fellt niður án málskostnaðar.
Eftir fund milli forsvarsmanna Blaðamannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins er ljóst að samhugur er milli aðila málsins um að blaðamenn gegna veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. Á grundvelli laga um almannavarnir hafa stjórnvöld tilteknar valdheimildir til þess að bregðast við með skjótum og markvissum hætti þegar hættuástand kemur upp, s.s. að takmarka aðgengi að tilteknum svæðum. Þær takmarkanir sem stjórnvöld kunna að þurfa að setja blaðamönnum í hættuástandi skulu að jafnaði ekki vera meiri en settar eru öðrum viðbragðsaðilum af öryggissjónarmiðum og skulu ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og hlutverki fjölmiðla. Hinn 8. mars sl. komust Blaðamannafélag Íslands og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að samkomulagi um bætt aðgengi fjölmiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesi sem tekur mið af þessu. Að teknu tilliti til alls framangreinds eru aðilar sammála um að mál þetta skuli fellt niður án málskostnaðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50 Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32 Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. 22. nóvember 2023 11:39 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Sjá meira
Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50
Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32
Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. 22. nóvember 2023 11:39