Blaðamenn fá sama aðgengi og aðrir viðbragðsaðilar í hættuástandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2024 11:09 Með samkomulaginu er blaðamönnum tryggt aðgengi að hættusvæðum til að sinna upplýsingaskyldu sinni. Vísir/Arnar Blaðamannafélag Íslands og ríkið hafa komist að samkomulagi að aðgengi blaðamanna að vettvangi þegar hættuástand kemur upp. Með samkomulaginu er blaðamönnum tryggt jafn mikið aðgengi og öðrum viðbragðaðilum á vettvangi. Samkomulagið var lagt fram við fyrirtöku dómsmáls Blaðamannafélagsins gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að því er fram kemur í tilkynningu á vef félagsins. Þar segir að í samkomulaginu sé það áréttað að blaðamenn gegni veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. „Jafnframt er skýrt tekið fram að aðgengi blaðamanna að hættusvæðum skuli að jafnaði ekki vera minna en annarra viðbragðsaðila og skuli ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og fjölmiðla,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélags Íslands, að samkomulagið sé mikill fyrir sigur fyrir stéttina og tjáningarfelsið. Með því hafi markmið dómsmálsins verið náð: Að tryggja nauðsynlegt aðgengi blaðamanna að vettvangi. „Þarna fæst mikilvæg viðurkenning af hálfu ríkisins á stöðu og hlutverki blaðamanna í almannavarnarástandi og yfirlýsing um að blaðamenn skuli að jafnaði hafa að minnsta kosti jafn mikið aðgengi að vettvangi og aðrir viðbragðsaðilar, svo sem björgunarsveitir og lögregla. Við lítum svo á að þetta samkomulag við ríkið marki þáttaskil í samskiptum blaðamanna og stjórnvalda og verði til þess að blaðamenn geti gengið að því ísu að þeir geti óhindrað sinnt störfum sínum í þágu almennings,“ segir Sigríður Dögg í tilkynningunni. Félagið hafði áður gert samkomulag við Lögreglustjórann á Suðurnesjum um aðgengi að hættusvæðinu við Grindavík, að ákveðnum öryggissjónarmiðum uppfylltum, eftir að félagið höfðaði mál gegn ríkinu. Sigríður Dögg segir það samkomulag hafa reynst mjög vel og aðgengi hafi stórbatnað. Hér fyrir neðan má lesa samkomulag Blaðamannafélags Íslands og ríkisins í heild sinni. Eftir fund milli forsvarsmanna Blaðamannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins er ljóst að samhugur er milli aðila málsins um að blaðamenn gegna veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. Á grundvelli laga um almannavarnir hafa stjórnvöld tilteknar valdheimildir til þess að bregðast við með skjótum og markvissum hætti þegar hættuástand kemur upp, s.s. að takmarka aðgengi að tilteknum svæðum. Þær takmarkanir sem stjórnvöld kunna að þurfa að setja blaðamönnum í hættuástandi skulu að jafnaði ekki vera meiri en settar eru öðrum viðbragðsaðilum af öryggissjónarmiðum og skulu ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og hlutverki fjölmiðla. Hinn 8. mars sl. komust Blaðamannafélag Íslands og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að samkomulagi um bætt aðgengi fjölmiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesi sem tekur mið af þessu. Að teknu tilliti til alls framangreinds eru aðilar sammála um að mál þetta skuli fellt niður án málskostnaðar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50 Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32 Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. 22. nóvember 2023 11:39 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Samkomulagið var lagt fram við fyrirtöku dómsmáls Blaðamannafélagsins gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að því er fram kemur í tilkynningu á vef félagsins. Þar segir að í samkomulaginu sé það áréttað að blaðamenn gegni veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. „Jafnframt er skýrt tekið fram að aðgengi blaðamanna að hættusvæðum skuli að jafnaði ekki vera minna en annarra viðbragðsaðila og skuli ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og fjölmiðla,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélags Íslands, að samkomulagið sé mikill fyrir sigur fyrir stéttina og tjáningarfelsið. Með því hafi markmið dómsmálsins verið náð: Að tryggja nauðsynlegt aðgengi blaðamanna að vettvangi. „Þarna fæst mikilvæg viðurkenning af hálfu ríkisins á stöðu og hlutverki blaðamanna í almannavarnarástandi og yfirlýsing um að blaðamenn skuli að jafnaði hafa að minnsta kosti jafn mikið aðgengi að vettvangi og aðrir viðbragðsaðilar, svo sem björgunarsveitir og lögregla. Við lítum svo á að þetta samkomulag við ríkið marki þáttaskil í samskiptum blaðamanna og stjórnvalda og verði til þess að blaðamenn geti gengið að því ísu að þeir geti óhindrað sinnt störfum sínum í þágu almennings,“ segir Sigríður Dögg í tilkynningunni. Félagið hafði áður gert samkomulag við Lögreglustjórann á Suðurnesjum um aðgengi að hættusvæðinu við Grindavík, að ákveðnum öryggissjónarmiðum uppfylltum, eftir að félagið höfðaði mál gegn ríkinu. Sigríður Dögg segir það samkomulag hafa reynst mjög vel og aðgengi hafi stórbatnað. Hér fyrir neðan má lesa samkomulag Blaðamannafélags Íslands og ríkisins í heild sinni. Eftir fund milli forsvarsmanna Blaðamannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins er ljóst að samhugur er milli aðila málsins um að blaðamenn gegna veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. Á grundvelli laga um almannavarnir hafa stjórnvöld tilteknar valdheimildir til þess að bregðast við með skjótum og markvissum hætti þegar hættuástand kemur upp, s.s. að takmarka aðgengi að tilteknum svæðum. Þær takmarkanir sem stjórnvöld kunna að þurfa að setja blaðamönnum í hættuástandi skulu að jafnaði ekki vera meiri en settar eru öðrum viðbragðsaðilum af öryggissjónarmiðum og skulu ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og hlutverki fjölmiðla. Hinn 8. mars sl. komust Blaðamannafélag Íslands og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að samkomulagi um bætt aðgengi fjölmiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesi sem tekur mið af þessu. Að teknu tilliti til alls framangreinds eru aðilar sammála um að mál þetta skuli fellt niður án málskostnaðar.
Eftir fund milli forsvarsmanna Blaðamannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins er ljóst að samhugur er milli aðila málsins um að blaðamenn gegna veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. Á grundvelli laga um almannavarnir hafa stjórnvöld tilteknar valdheimildir til þess að bregðast við með skjótum og markvissum hætti þegar hættuástand kemur upp, s.s. að takmarka aðgengi að tilteknum svæðum. Þær takmarkanir sem stjórnvöld kunna að þurfa að setja blaðamönnum í hættuástandi skulu að jafnaði ekki vera meiri en settar eru öðrum viðbragðsaðilum af öryggissjónarmiðum og skulu ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og hlutverki fjölmiðla. Hinn 8. mars sl. komust Blaðamannafélag Íslands og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að samkomulagi um bætt aðgengi fjölmiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesi sem tekur mið af þessu. Að teknu tilliti til alls framangreinds eru aðilar sammála um að mál þetta skuli fellt niður án málskostnaðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50 Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32 Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. 22. nóvember 2023 11:39 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50
Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32
Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. 22. nóvember 2023 11:39