Blaðamenn fá sama aðgengi og aðrir viðbragðsaðilar í hættuástandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2024 11:09 Með samkomulaginu er blaðamönnum tryggt aðgengi að hættusvæðum til að sinna upplýsingaskyldu sinni. Vísir/Arnar Blaðamannafélag Íslands og ríkið hafa komist að samkomulagi að aðgengi blaðamanna að vettvangi þegar hættuástand kemur upp. Með samkomulaginu er blaðamönnum tryggt jafn mikið aðgengi og öðrum viðbragðaðilum á vettvangi. Samkomulagið var lagt fram við fyrirtöku dómsmáls Blaðamannafélagsins gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að því er fram kemur í tilkynningu á vef félagsins. Þar segir að í samkomulaginu sé það áréttað að blaðamenn gegni veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. „Jafnframt er skýrt tekið fram að aðgengi blaðamanna að hættusvæðum skuli að jafnaði ekki vera minna en annarra viðbragðsaðila og skuli ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og fjölmiðla,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélags Íslands, að samkomulagið sé mikill fyrir sigur fyrir stéttina og tjáningarfelsið. Með því hafi markmið dómsmálsins verið náð: Að tryggja nauðsynlegt aðgengi blaðamanna að vettvangi. „Þarna fæst mikilvæg viðurkenning af hálfu ríkisins á stöðu og hlutverki blaðamanna í almannavarnarástandi og yfirlýsing um að blaðamenn skuli að jafnaði hafa að minnsta kosti jafn mikið aðgengi að vettvangi og aðrir viðbragðsaðilar, svo sem björgunarsveitir og lögregla. Við lítum svo á að þetta samkomulag við ríkið marki þáttaskil í samskiptum blaðamanna og stjórnvalda og verði til þess að blaðamenn geti gengið að því ísu að þeir geti óhindrað sinnt störfum sínum í þágu almennings,“ segir Sigríður Dögg í tilkynningunni. Félagið hafði áður gert samkomulag við Lögreglustjórann á Suðurnesjum um aðgengi að hættusvæðinu við Grindavík, að ákveðnum öryggissjónarmiðum uppfylltum, eftir að félagið höfðaði mál gegn ríkinu. Sigríður Dögg segir það samkomulag hafa reynst mjög vel og aðgengi hafi stórbatnað. Hér fyrir neðan má lesa samkomulag Blaðamannafélags Íslands og ríkisins í heild sinni. Eftir fund milli forsvarsmanna Blaðamannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins er ljóst að samhugur er milli aðila málsins um að blaðamenn gegna veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. Á grundvelli laga um almannavarnir hafa stjórnvöld tilteknar valdheimildir til þess að bregðast við með skjótum og markvissum hætti þegar hættuástand kemur upp, s.s. að takmarka aðgengi að tilteknum svæðum. Þær takmarkanir sem stjórnvöld kunna að þurfa að setja blaðamönnum í hættuástandi skulu að jafnaði ekki vera meiri en settar eru öðrum viðbragðsaðilum af öryggissjónarmiðum og skulu ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og hlutverki fjölmiðla. Hinn 8. mars sl. komust Blaðamannafélag Íslands og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að samkomulagi um bætt aðgengi fjölmiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesi sem tekur mið af þessu. Að teknu tilliti til alls framangreinds eru aðilar sammála um að mál þetta skuli fellt niður án málskostnaðar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50 Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32 Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. 22. nóvember 2023 11:39 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Samkomulagið var lagt fram við fyrirtöku dómsmáls Blaðamannafélagsins gegn ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að því er fram kemur í tilkynningu á vef félagsins. Þar segir að í samkomulaginu sé það áréttað að blaðamenn gegni veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. „Jafnframt er skýrt tekið fram að aðgengi blaðamanna að hættusvæðum skuli að jafnaði ekki vera minna en annarra viðbragðsaðila og skuli ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og fjölmiðla,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélags Íslands, að samkomulagið sé mikill fyrir sigur fyrir stéttina og tjáningarfelsið. Með því hafi markmið dómsmálsins verið náð: Að tryggja nauðsynlegt aðgengi blaðamanna að vettvangi. „Þarna fæst mikilvæg viðurkenning af hálfu ríkisins á stöðu og hlutverki blaðamanna í almannavarnarástandi og yfirlýsing um að blaðamenn skuli að jafnaði hafa að minnsta kosti jafn mikið aðgengi að vettvangi og aðrir viðbragðsaðilar, svo sem björgunarsveitir og lögregla. Við lítum svo á að þetta samkomulag við ríkið marki þáttaskil í samskiptum blaðamanna og stjórnvalda og verði til þess að blaðamenn geti gengið að því ísu að þeir geti óhindrað sinnt störfum sínum í þágu almennings,“ segir Sigríður Dögg í tilkynningunni. Félagið hafði áður gert samkomulag við Lögreglustjórann á Suðurnesjum um aðgengi að hættusvæðinu við Grindavík, að ákveðnum öryggissjónarmiðum uppfylltum, eftir að félagið höfðaði mál gegn ríkinu. Sigríður Dögg segir það samkomulag hafa reynst mjög vel og aðgengi hafi stórbatnað. Hér fyrir neðan má lesa samkomulag Blaðamannafélags Íslands og ríkisins í heild sinni. Eftir fund milli forsvarsmanna Blaðamannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins er ljóst að samhugur er milli aðila málsins um að blaðamenn gegna veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. Á grundvelli laga um almannavarnir hafa stjórnvöld tilteknar valdheimildir til þess að bregðast við með skjótum og markvissum hætti þegar hættuástand kemur upp, s.s. að takmarka aðgengi að tilteknum svæðum. Þær takmarkanir sem stjórnvöld kunna að þurfa að setja blaðamönnum í hættuástandi skulu að jafnaði ekki vera meiri en settar eru öðrum viðbragðsaðilum af öryggissjónarmiðum og skulu ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og hlutverki fjölmiðla. Hinn 8. mars sl. komust Blaðamannafélag Íslands og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að samkomulagi um bætt aðgengi fjölmiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesi sem tekur mið af þessu. Að teknu tilliti til alls framangreinds eru aðilar sammála um að mál þetta skuli fellt niður án málskostnaðar.
Eftir fund milli forsvarsmanna Blaðamannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins er ljóst að samhugur er milli aðila málsins um að blaðamenn gegna veigamiklu eftirlits- og upplýsingahlutverki og að ríkar ástæður þurfi til að takmarka tjáningarfrelsi þeirra. Á grundvelli laga um almannavarnir hafa stjórnvöld tilteknar valdheimildir til þess að bregðast við með skjótum og markvissum hætti þegar hættuástand kemur upp, s.s. að takmarka aðgengi að tilteknum svæðum. Þær takmarkanir sem stjórnvöld kunna að þurfa að setja blaðamönnum í hættuástandi skulu að jafnaði ekki vera meiri en settar eru öðrum viðbragðsaðilum af öryggissjónarmiðum og skulu ennfremur taka mið af sértækum réttindum blaðamanna og hlutverki fjölmiðla. Hinn 8. mars sl. komust Blaðamannafélag Íslands og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að samkomulagi um bætt aðgengi fjölmiðla að hamfarasvæðum á Reykjanesi sem tekur mið af þessu. Að teknu tilliti til alls framangreinds eru aðilar sammála um að mál þetta skuli fellt niður án málskostnaðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50 Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32 Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. 22. nóvember 2023 11:39 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. 7. febrúar 2024 17:50
Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík. 7. febrúar 2024 16:32
Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. 22. nóvember 2023 11:39