Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2024 11:16 Baldur Þór Ragnarsson og Ólafur Jónas Sigurðsson taka til starfa í Garðabæ frá og með næstu leiktíð. Samsett/Bára Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. Baldur Þór Ragnarsson mun taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu, samvæmt heimildum. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, vildi hvorki játa þessu né neita en sagði stutt í að tilkynnt yrði um nýja þjálfara félagsins. Baldur og Ólafur taka við af Arnari Guðjónssyni sem hefur stýrt báðum liðum undanfarin misseri en hættir í vor og hefur þá störf hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Baldur snýr því heim til Íslands eftir að hafa síðustu tvö ár búið í Þýskalandi og þjálfað hjá Ratiopharm Ulm. Þar hefur hann stýrt yngri flokkum og einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði Baldur lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. Ólafur Jónas tók sér hlé frá þjálfun eftir síðustu leiktíð, eftir að hafa stýrt kvennaliði Vals til Íslandsmeistaratitils í annað sinn á þremur árum. Kvennalið Stjörnunnar, sem þar til í desember lék undir stjórn Arnars og Auðar Írisar Ólafsdóttur, endaði í 5. sæti deildakeppni Subway-deildarinnar. Liðið hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn, þegar það sækir Hauka heim í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Karlalið Stjörnunnar er hins vegar í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og þarf á sigri að halda gegn Breiðabliki í kvöld, auk þess að treysta á að Tindastóll tapi gegn Hamri eða að Höttur vinni Álftanes. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir „Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01 Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Baldur Þór Ragnarsson mun taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu, samvæmt heimildum. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, vildi hvorki játa þessu né neita en sagði stutt í að tilkynnt yrði um nýja þjálfara félagsins. Baldur og Ólafur taka við af Arnari Guðjónssyni sem hefur stýrt báðum liðum undanfarin misseri en hættir í vor og hefur þá störf hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Baldur snýr því heim til Íslands eftir að hafa síðustu tvö ár búið í Þýskalandi og þjálfað hjá Ratiopharm Ulm. Þar hefur hann stýrt yngri flokkum og einnig verið aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Áður þjálfaði Baldur lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar í efstu deild hér á landi. Hann hefur einnig verið aðstoðarlandsliðsþjálfari undanfarin ár. Ólafur Jónas tók sér hlé frá þjálfun eftir síðustu leiktíð, eftir að hafa stýrt kvennaliði Vals til Íslandsmeistaratitils í annað sinn á þremur árum. Kvennalið Stjörnunnar, sem þar til í desember lék undir stjórn Arnars og Auðar Írisar Ólafsdóttur, endaði í 5. sæti deildakeppni Subway-deildarinnar. Liðið hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn, þegar það sækir Hauka heim í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Karlalið Stjörnunnar er hins vegar í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og þarf á sigri að halda gegn Breiðabliki í kvöld, auk þess að treysta á að Tindastóll tapi gegn Hamri eða að Höttur vinni Álftanes.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir „Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01 Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
„Ég eignaðist ekki börn til að vera ekkert með þeim“ Auður Íris Ólafsdóttir lét af störfum hjá Stjörnunni þar sem álagið sem fylgdi því að þjálfa tvö lið og ala upp tvö börn hafi reynst of mikið og hún sé úrvinda. 14. desember 2023 09:01
Arnar Guðjónsson: Aðrir sem sjá um að tilkynna það en ég Arnar Guðjónsson var eðlilega svekktur með 73-77 tap Stjörnunnar gegn Grindavík. Hann kvaðst fullur tilhlökkunar fyrir úrslitakeppnina en taldi liðið ekki eiga mikinn möguleika á titlinum. Eftir tímabilið lætur hann af störfum, en Arnar vildi ekki uppljóstra hver eftirmaður hans verður. 3. apríl 2024 22:00
Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53