Íslenskir bræður við upptök skjálftans: „Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2024 12:10 Þessa mynd tók Þorsteinn í Hualien-borg fyrr í dag. Rauðleita byggingin til vinstri er að hruni komin eftir jarðskjálftann og hallar ískyggilega. Þorsteinn Kristinsson Að minnsta kosti níu eru látnir og 800 slasaðir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir á Taívan í nótt. Íslendingur á upptakasvæðinu fylgdist með umferð stöðvast og hlutum hrynja þegar jörð tók að skjálfa. Hann og bróðir hans þurftu að flýja inn í land í skyndi þegar flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út. Jarðskjálftinn er sá stærsti á Taívan í aldarfjórðung og átti upptök sín í Hualien-héraði, skammt frá Hualein-borg, þar sem miklar skemmdir urðu á húsum. Héraðið er fjalllent og skjálftinn framkallaði miklar skriður og grjóthrun; að minnsta kosti fimm létust þegar þeir urðu fyrir steinum sem ultu niður fjallshlíðar. Skjálftinn fannst auk þess vel í höfuðborginni Taipei þar sem háhýsi sveifluðust til. „Laukheppnir“ að hafa ekki verið komnir lengra Þorsteinn Kristinsson alþjóðastjórnmálafræðingur býr í Taipei en er staddur í Hualein-borg. Hann var að hjóla með bróður sínum norður af borginni þegar skjálftinn reið yfir. „Það fer allt alveg á hreyfingu, maður heldur fyrst að það sé sprungið dekkið eða sé eitthvað að hjólinu en svo sér maður að allar byggingar eru á fullri ferð. Bróðir minn datt í jörðina en ég náði einhvern veginn að standa þetta af mér. Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja,“ segir Þorsteinn. Hann og bróðir hans hafa undanfarið verið að hjóla í nágrenni borgarinnar. „Við erum eiginlega laukheppnir að hafa ekki verð búnir að hjóla lengra þegar þetta gerðist. Við höfðum verið á þessum vegum í fjallshlíðinni þar sem hrundi mest á. Ef þetta hefði gerst einum, tveimur tímum seinna.“ Þorsteinn Kristinsson (t.h.) og bróðir hans á ferð um fjallshlíðar við Hualien-borg í gær, nokkru áður en jarðskjálftinn reið yfir.Þorsteinn Kristinsson Ekki hægt að bera saman við íslensku skjálftana Skömmu síðar byrjuðu sírenur að hljóma og þeir bræður fengu flóðbylgjuviðvaranir í síma sína. Þá hjóluðu þeir með hraði inn í land til að komast enn hærra yfir sjávarmál. Voruði ekkert hræddir þegar þið fenguð svoleiðis meldingar? „Nei. Við vorum búnir að standa af okkur mesta skjálftann og vorum ágætlega inni í landi þannig að við vorum sæmilega öruggir með það, héldum við. Þannig að það var allt í lagi.“ Grjóthrun hefur sett samgöngur til og frá Hualien úr skorðum. Bræðurnir eru fastir í borginni þar til á morgun. Þorsteinn er staddur í miðbænum og segir talsverða eyðileggingu blasa við. Þá er öll starfsemi í borginni í algjöru lágmarki. „Fólk er náttúrulega slegið eins og gengur en Taívanar eru ýmsu vanir þegar kemur að jarðskjálftum. Fólk tekur þessu með ákveðinni ró en auðvitað er fólki brugðið þegar þetta er svona stórt.“ Hvernig er þetta í samanburði við jarðskjálfta heima á Íslandi? „Þetta er af allt annarri stærðargráðu. Það er mjög erfitt að bera þetta eitthvað saman,“ segir Þorsteinn Kristinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Taívan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Jarðskjálftinn er sá stærsti á Taívan í aldarfjórðung og átti upptök sín í Hualien-héraði, skammt frá Hualein-borg, þar sem miklar skemmdir urðu á húsum. Héraðið er fjalllent og skjálftinn framkallaði miklar skriður og grjóthrun; að minnsta kosti fimm létust þegar þeir urðu fyrir steinum sem ultu niður fjallshlíðar. Skjálftinn fannst auk þess vel í höfuðborginni Taipei þar sem háhýsi sveifluðust til. „Laukheppnir“ að hafa ekki verið komnir lengra Þorsteinn Kristinsson alþjóðastjórnmálafræðingur býr í Taipei en er staddur í Hualein-borg. Hann var að hjóla með bróður sínum norður af borginni þegar skjálftinn reið yfir. „Það fer allt alveg á hreyfingu, maður heldur fyrst að það sé sprungið dekkið eða sé eitthvað að hjólinu en svo sér maður að allar byggingar eru á fullri ferð. Bróðir minn datt í jörðina en ég náði einhvern veginn að standa þetta af mér. Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja,“ segir Þorsteinn. Hann og bróðir hans hafa undanfarið verið að hjóla í nágrenni borgarinnar. „Við erum eiginlega laukheppnir að hafa ekki verð búnir að hjóla lengra þegar þetta gerðist. Við höfðum verið á þessum vegum í fjallshlíðinni þar sem hrundi mest á. Ef þetta hefði gerst einum, tveimur tímum seinna.“ Þorsteinn Kristinsson (t.h.) og bróðir hans á ferð um fjallshlíðar við Hualien-borg í gær, nokkru áður en jarðskjálftinn reið yfir.Þorsteinn Kristinsson Ekki hægt að bera saman við íslensku skjálftana Skömmu síðar byrjuðu sírenur að hljóma og þeir bræður fengu flóðbylgjuviðvaranir í síma sína. Þá hjóluðu þeir með hraði inn í land til að komast enn hærra yfir sjávarmál. Voruði ekkert hræddir þegar þið fenguð svoleiðis meldingar? „Nei. Við vorum búnir að standa af okkur mesta skjálftann og vorum ágætlega inni í landi þannig að við vorum sæmilega öruggir með það, héldum við. Þannig að það var allt í lagi.“ Grjóthrun hefur sett samgöngur til og frá Hualien úr skorðum. Bræðurnir eru fastir í borginni þar til á morgun. Þorsteinn er staddur í miðbænum og segir talsverða eyðileggingu blasa við. Þá er öll starfsemi í borginni í algjöru lágmarki. „Fólk er náttúrulega slegið eins og gengur en Taívanar eru ýmsu vanir þegar kemur að jarðskjálftum. Fólk tekur þessu með ákveðinni ró en auðvitað er fólki brugðið þegar þetta er svona stórt.“ Hvernig er þetta í samanburði við jarðskjálfta heima á Íslandi? „Þetta er af allt annarri stærðargráðu. Það er mjög erfitt að bera þetta eitthvað saman,“ segir Þorsteinn Kristinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur.
Taívan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49