„Hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2024 09:30 Stjarnan var heitasta lið Bestu deildar karla þegar síðasta tímabili lauk. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir Stjörnuna vera spurningarmerki skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. Stjörnunni er spáð 4. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti á síðasta tímabili. Eftir að Jökull Elísabetarson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar í júní í fyrra fór liðið á mikið flug og aðeins náði Evrópusæti. Í vetur hefur gengi Garðbæinga ekki verið merkilegt og Baldur á erfitt með að mynda sér skoðun á þeim korteri í mót. „Menn tala rosalega vel um Jökul og verkefnið sem er í gangi. Ég veit ekki alveg hvar ég hef Stjörnuna horfandi á undirbúningstímabilið. Ég kýs yfirleitt að pæla ekkert alltof mikið í úrslitum og hvað liðin eru að gera í leikjunum, því menn geta verið í alls konar tilraunastarfsemi. En það sem Jökull hefur gert á þessu undirbúningstímabili nær langt út fyrir það. Ég hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er algjörlega í lausu lofti hvar ég hef Stjörnuna. Ef þú hefðir spurt mig um áramótin hefði ég alltaf sagt að þeir yrðu í titilbaráttu, komandi inn í þetta mót með sjálfstraustið frá síðasta ári. En ég er smá óöruggur. Ég velti fyrir mér hvernig sterkasta liðið er, hvernig ætla þeir að spila, eru þeir að fara að breyta einhverju? Ég held að Jökull sé alveg með þetta og viti hvað hann er að gera en ég vona að hann fari ekki að þjálfa yfir sig þegar hann kemur inn í mótið.“ Atli Viðar Björnsson hefur smá áhyggjur af því hvernig Stjörnumenn bregðast við þegar þeir lenda í mótlæti í sumar. „Það hvernig þeir ná að byggja ofan á tímabilið í fyrra verður fróðlegt í besta falli. Ísak Andri [Sigurgeirsson] og Eggert Aron [Guðmundsson] eru farnir sem voru með lyklana að sóknarleik liðsins í fyrra. Hverjir stíga þarna inn? Og hvað gerir þetta lið þegar þeir lenda í pínulitlu mótlæti?“ sagði Atli Viðar og beindi því næst talinu að þeim Guðmundi Baldvini Nökkvasyni og Óla Val Ómarssyni sem leika með Stjörnunni á láni í sumar. „Það eru að koma tveir ungir menn til baka úr atvinnumennsku sem eru kannski pínulítið með brostna drauma eða minna sjálfstraust en þegar þeir fóru. Hvernig koma þeir inn? Hvernig munu aðrir, sem þurfa að taka meiri byrðar á herðar sér, bregðast við? Það þarf fleiri lausnir en að spila upp í fæturna á Emil Atlasyni í sóknarleiknum. Mér finnst mjög margt áhugavert og blikur á lofti.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Stjörnunni er spáð 4. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti á síðasta tímabili. Eftir að Jökull Elísabetarson var ráðinn þjálfari Stjörnunnar í júní í fyrra fór liðið á mikið flug og aðeins náði Evrópusæti. Í vetur hefur gengi Garðbæinga ekki verið merkilegt og Baldur á erfitt með að mynda sér skoðun á þeim korteri í mót. „Menn tala rosalega vel um Jökul og verkefnið sem er í gangi. Ég veit ekki alveg hvar ég hef Stjörnuna horfandi á undirbúningstímabilið. Ég kýs yfirleitt að pæla ekkert alltof mikið í úrslitum og hvað liðin eru að gera í leikjunum, því menn geta verið í alls konar tilraunastarfsemi. En það sem Jökull hefur gert á þessu undirbúningstímabili nær langt út fyrir það. Ég hef aldrei séð aðra eins tilraunastarfsemi,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég er algjörlega í lausu lofti hvar ég hef Stjörnuna. Ef þú hefðir spurt mig um áramótin hefði ég alltaf sagt að þeir yrðu í titilbaráttu, komandi inn í þetta mót með sjálfstraustið frá síðasta ári. En ég er smá óöruggur. Ég velti fyrir mér hvernig sterkasta liðið er, hvernig ætla þeir að spila, eru þeir að fara að breyta einhverju? Ég held að Jökull sé alveg með þetta og viti hvað hann er að gera en ég vona að hann fari ekki að þjálfa yfir sig þegar hann kemur inn í mótið.“ Atli Viðar Björnsson hefur smá áhyggjur af því hvernig Stjörnumenn bregðast við þegar þeir lenda í mótlæti í sumar. „Það hvernig þeir ná að byggja ofan á tímabilið í fyrra verður fróðlegt í besta falli. Ísak Andri [Sigurgeirsson] og Eggert Aron [Guðmundsson] eru farnir sem voru með lyklana að sóknarleik liðsins í fyrra. Hverjir stíga þarna inn? Og hvað gerir þetta lið þegar þeir lenda í pínulitlu mótlæti?“ sagði Atli Viðar og beindi því næst talinu að þeim Guðmundi Baldvini Nökkvasyni og Óla Val Ómarssyni sem leika með Stjörnunni á láni í sumar. „Það eru að koma tveir ungir menn til baka úr atvinnumennsku sem eru kannski pínulítið með brostna drauma eða minna sjálfstraust en þegar þeir fóru. Hvernig koma þeir inn? Hvernig munu aðrir, sem þurfa að taka meiri byrðar á herðar sér, bregðast við? Það þarf fleiri lausnir en að spila upp í fæturna á Emil Atlasyni í sóknarleiknum. Mér finnst mjög margt áhugavert og blikur á lofti.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Stjarnan Besta sætið Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira